Mannsheilinn lll

Svo merkilegt hvað mannsheilinn kemur því til leiðar að upprifjast hin ýmsu minningarbrot, já þau sem maður er ekkert að hugsa um, en svo vakna þau upp við einfaldar og góðar samræður.

Þegar ég var ung í skóla hafði ég kennara sem hafði okkur stelpurnar í dýrðlingatölu, en strákarnir máttu prísa sig sæla ef þeir sluppu við eyrnaklíp, sem oftast endaði með sári á milli eyra og höfuðs, aldrei allan veturinn var gert eitthvað í þessum málum. Mér fannst þetta afar leiðinlegt og fann til með strákunum, þeir áttu þetta ekki skilið, í dag veit ég að þetta var algjört einelti af hálfu kennarans, sem eigi mundi lýðast í dag.

Eitt afar skemmtilegt gerðist á þessum árum, leikfimiskennarinn okkar og einn barnakennari voru að draga sig saman og fannst okkur það mjög spennandi, þau giftust og voru saman allt sitt líf. Fyrir nokkuð mörgum árum síðan var ég á vakt upp í flugstöð þá komu þau, voru að fara til útlanda þau settust og fengu sér kaffi, ég gat ekki stillt mig og fór að tala við þau, kynnti mig og sagði þeim söguna þau voru afar hrifin þökkuðu mér fyrir að koma til þeirra og segja frá og ég óskaði þeim alls hins besta, gaman að þessu.

Aðeins eldri var ég er við höfðum kennara einn sem snarvitlaus var hann byrjaði daginn á að ganga á milli borða taka upp skólatöskurnar hvolfa úr þeim, hann sagðist vera að leita af ástarsögum eða sælgæti, veit í dag að þetta var einelti, hann bar enga virðingu fyrir okkur krökkunum. Þegar skóla lauk um fórum við í ferðalag og lá leiðin til Stykkilshólms, um kvöldið fórum við í siglingu um Breiðafjörð það var frekar hvasst, kennarinn gekk ávalt með barða-stóran hatt, haldið ekki að hatturinn hafi fokið af honum og óðar fór hann á hraðferð langt út á fjörðinn, við hlógum dátt krakkarnir og hann sat með fílusvip ræfillinn.

Annað sem mér fannst ömurlega niðurlægjandi á mínum yngri árum í skóla var er lýsinu var helt upp í mann, í þá daga var fátæktin mikil í Reykjavík og ekki áttu allar mæður mat til að nesta börnin sín og eigi var geðslegt að fá upp í sig lýsi án þess að hafa rúgbrauðsneið, helst með kæfu til að borða á eftir, mér hefði fundist að  skólarnir hefðu átt að gefa börnunum morgunmat þá var engin útundan.



Man margt og mikið, en læt staðar numið í bili.







« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við fengum alltaf rúgbrauðsbita á eftir lýsinu.  En svakalega hafa sumir kennaranir þínir verið miklir plebbar. Sem betur fer er allt annað viðhorf í dag gagnvart nemendum, ef til vill einum of laus taumur sumsstaðar, þar sem foreldrar eru tilbúnir að fá sér lögfræðing við minnstu yfirsjón kennara við óþolandi krakkakjána.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 23:43

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan ég hafði þessa tvo sem voru hræðilegir, ég var um 8 ára er eyrnatogarinn kenndi mér, en 14 er skapskaðræðið kenndi mér.

Sumir kennarar í dag mættu vera ákveðnari aðrir eru bara eineltis-skaðræði og setja börn í flokka.

Var það skólinn sem gaf ykkur rúgbrauðið?

Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2011 kl. 07:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Una Thoroddsen hjúkrunarkona gaf okkur lýsi úr risa könnu og svo var brauð á bakka skorið niður í teninga sem okkur var réttur á eftir. 

Sammála með kennarana sumir eru kennarar af Guðsnáð aðrir ættu ekki að koma nálægt kennslu.  Þetta er mikið ábyrðgarstarf þó launin séu ekki eftir því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.