Kínverja í Norðurþing

Var allt í einu að fatta samhengið, (Er svo lengi að fatta börnin mín segja að ég sé orðin afar hægfara bæði í hugsun og framkvæmd, O jæja, segi nú ekki meir)  auðvitað, flotti kínverjinn sem vill reisa lúxus hótel á Grímstöðum á að sjálfsögðu að fá að gera það, því elskurnar mínar lúxusinn yrði algjör ekki bara í þessu eina hóteli heldur fyrir allan ferðamannastrauminn á þessu svæði, hægt yrði að selja veturinn með allri þeirri dýrð sem hann býður upp á, það er nefnilega svo að við erum ekki í stakk búin til að taka á móti öllum þeim skara af ferðamönnum sem þennann hluta landsins vilja sækja heim yfir vetrartímann, þeir vita nefnilega alveg hvað við höfum upp á að bjóða.

Kannski Íslenska þjóðin mundi vakna upp og sjá alla þá fegurð og mögnuðu staði sem fyrir finnast á þessu svæði ég segi svæði, ekki er nefnilega landshlutinn allur Norðurþing, köllum það bara eins og hér áður og fyrr S-Þing og N-þing.

Þar sem við munum aldrei hafa efni á að byggja þarna hótel, leifum þá þessum frábæra Íslandsvini að gera það, tel það bara byrjunina á uppbyggingu, það var nefnilega það sem ég fattaði, auðvitað kemur álver eða eitthvað annað á eftir og að sjálfsögðu verða það kínverjar sem koma með það.

Einn stór plús kæmi með þessu öllu og það er meiri blöndun inn í okkar þjóðfélag, allir hafa lesið um frakkana á austfjörðum mörg börnin komu undir á þeim tíma, enda eru austfirðingar háttprúðir menn, komin tími til að skríða alveg út úr moldarkofunum og gerast heimsborgarar.

Æi elskurnar þetta bara datt inn í hugann svona um leið og ég vaknaði, varð að setja það á blað.


Njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég óttast þetta mjög Milla mín.  Við þekkjum söguna, kínverjar kaupa upp löng og síðan er öðrum bannað að ferðast þar um.  Þeir eru búnir að kaupa upp flest land sem liggur að ám og vötnum í Ástralíu og rækta þar hrísgrjón.  Þannig að áströlum er skammtað vatn yfir há sumarið til dæmis með því banni við að þvo bilinn sinn og vökva garðinn.  Þeir hafa keypt upp lönd í þriðja heiminum þar sem þeir eiga nánast allar auðlindir sumra ríkja.  Það er hætta á því eins og sagt hefur verið að kíanverska ríkið standi á bak við þessi kaup, enda var maðurinn háttsettur í kínverska kommúnistaflokknum, áður en hann varð moldríkur, sem bendir til að maðurinn sé trójuhestur kína.  Þeir eru líka þekktir fyrir óheiðarleika við allskonar verkefni, stela því sem hægt er að stela af uppfinningum og slíku, sinna ekki lögum og reglum.  Nei ég vona að við látum landið okkar njóta vafans, en ekki mammon.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2011 kl. 11:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef ekki kannað þessi mál, en veit bara að ég elska landið mitt og fólkið sem þar býr

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2011 kl. 12:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það geri ég líka Milla mín. þess vegna er ég að standa í þessu ströggli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2011 kl. 14:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín þú ert svo góð í þessu öllu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2011 kl. 19:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín mér finnst ég verði að reyna að standa vaktina fyrir þjóðina og öll barnabörnin mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2011 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.