Vinskapur, veit fólk hvað sannur vinskapur er?

Viðbót í færslu

Vinskapur og kærleikur við skyldfólk fer að sjálfsögðu eftir framkomu þeirra sem við á, svo slæm, engin, áhugalaus getur framkoman verið að skyldfólkið dettur hreinlega út og ekkert er eftir til að eiga sameiginlegt með, ekki einu sinni til að þykjast, þetta er afar slæmt, fólk er svo fljótt að dæma aðra án þess að spyrja hinn aðilann og þá er skaðinn orði, skaði sem aldrei verður fyrirgefinn af því að dómurinn var rangur. Missir þess sem dæmir vitlaust og segir ekki rétt frá, ef þeir fatta yfirleitt að þeir hafi misst eitthvað
.

 Vinskapur getur myndast á milli fólks við fyrstu sýn, eins og ást við fyrstu sýn, getur líka myndast smá saman, stundum verður ekkert úr vinskapnum, stundum gerist hann svo sterkur að þó fólk hittist ekki í áraraðir þá smellur það saman um leið og það hittist.

Ég hef átt marga kunningja í gegnum árin, en fáir eru þeir sem ég kalla vini mína, sem ég get treyst, sem ljúga ekki, tala ekki á bakið á mér eru bara þarna fyrir mig og ég fyrir þá er á þarf að halda, sannir vinir gefa hvor öðrum svigrúm, virða skoðanir hvor annarra, kunna að rökræða án þess að klessa á mann sínum skoðunum, en gefa manni góð ráð ef þeir eru beðnir um það og kunna að hlusta.

Langar til að bæta hér inn í að engin hefur leifi til að baktala aðra, ljúga upp á aðra, vera hatursfullt út í aðra, allt þetta skemmir bæði fyrir þeim sem eru gerendur og þeim sem eru þolendur, orð eru álög og særa afar. þeir sem fatta að þeir séu gerendur ættu að leita fyrst og fremst inn á við og spyrja : "Af hverju er ég svona reið að ég þurfi að særa aðra?"

Sumt í þessum pistli á eigi við mig beint, bara óbeint

Mér finnst eðlilegt að hreinlega þurrka út það fólk sem eigi uppfylla þær vinarreglur sem hér að ofan standa, það hef ég gert með léttum hug, ég get nefnilega ekki breytt fólki og á að sjálfsögðu ekki að eyða minni orku í að reyna það.

Ég kynntist stelpu fyrir um 40 árum sem mér líkaði strax vel við, mér fannst hún strax afar flott stelpa, nú auðvitað urðum við eldri, þroskaðri og sýnin á lífið og tilveruna breyttist afar mikið. Hún var gift frænda barnanna minna sem mér þykir mjög vænt um, hafði kynnst honum áður en hún kom inn í hans líf, eigi hittumst við oft, en á hverju sumri hittumst við og mér þótti ætíð jafn vænt um að knúsa þau, tvær stelpur eignuðust þau, frábærar stelpur og kom þeim vel saman börnunum okkar er við hittumst.

Ég fluttist til Húsavíkur 2005 þar bjó hún þessi flotta kona, við hittumst alloft í búðunum, sjaldnar heima við fyrr en haustið 2010 er ég flutti í götuna sem hún bjó við þá var stutt að skjótast á milli, er ég ákvað að vera að heiman í vetur fór ég að kveðja hana, segja henni að koma í heimsókn er suður hún kæmi, þetta var um miðjan ágúst, fyrir stuttu frétti ég að hún væri með sjúkdóminn sem allir óttast og í gærmorgun hringdi Milla mín og sagði mér að hún væri öll. ÉG samhryggist þér elsku Óli minn, stelpunum, barnabörnunum og öllu ykkar fólki

Hvað er dauðinn, jú að mínu mati er hann ekki til í raun, jú við deyjum erum jarðsett, en mín skoðun er sú að við förum yfir á æðra plan og lifum áfram við það sem við vorum kölluð til að gera þar til að við endurfæðumst.

Ég veit að dauðanum fylgir mikil sorg, ég er búin að missa marga,ömmur, afa, mömmu, pabba, marga af mínum bestu vinum, einu sinni hef ég grátið við jarðaför og það var er vinafólk mitt missti son sinn, eldra fólkið er allt horfið, allt þetta fólk var gott að eiga, en við eigum allavega minningarnar eftir og eigum að njóta þeirra í okkar daglega lífi, fólkið okkar er nefnilega ekki svo langt undan.

Sorgin er að mínu mati eigingirni alveg eins og er börnin okkar fara að heiman þá engjumst við sundur og saman, höldum að þau geti ekki spjarað sig án okkar, en hvað gerðum við?


Dauðinn viðkemur ekki aldri, bloggvinkona mín var að missa manninn sinn eftir afar stutta legu, hann var á besta aldri, ég samhryggist henni afar, samferðamaðurinn er horfinn.


Get ekki annað en hlegið við er ég hugsa til þess að ég er orðin gamla fólkið í stórfjölskyldunni, en finnst ég sko ekkert gömul, Ó NEI. Hugsið ykkur hvað tíminn er fljótur að renna frá okkur þess vegna elskurnar mínar njótið hverra stundar sem þið eigið með ykkar fólki og vinum, verið fyrirmynd barna, barnabarna, og alls fólks sem þið þekkið, allavega eins vel og þið kunnið hverju sinni.

Kærleik til allra í heimi hér.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2011 kl. 10:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dásamleg færsla Milla mín eins og þín er von og vísa.  Og þetta fyrsta tek ég alagjörlega undir og árétta.  Vinátta við fyrstu sýn getur orðið alveg eins og ást við fyrstu sýn.  Og slíkir vinir eru fyrir lífstíð, hversu langt sem líður á milli hittinga, þá er eins og enginn tími hafi liðið.  Þetta er það besta sem við eigum fyrir utan ástvinina okkar.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 12:40

3 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Yndislegur pistill frænka og þörf áminning. Eina sem skiptir máli í lífinu er fólkið okkar.

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 26.11.2011 kl. 12:43

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín kæra, takk fyrir, vissi reyndar hug þinn í þessum efnum við erum á sömu bylgjulengd hvað vinskapinn varðar

Kærleik og knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2011 kl. 13:02

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frænka mín kær það er svo satt að fólkið okkar er það sem skiptir máli.

Knús og kærleik í þína helgi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2011 kl. 13:03

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega Milla mín erum við á sömu bylgjulengd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.