Gleðileg jól kæru hjálparsveitir

Hef nú oft sagt að Þorláksmessa og aðfangadagur séu annasömustu dagar björgunarsveitanna okkar, hef aldrei komið því inn í minn þykka skalla af hverju fólk getur ekki verið með fyrirhyggju, undirbúið jólaferðirnar betur, lagt fyrr af stað í jólaferðina heim til mömmu og pabba eða bara verið heima ef veðrið er aftaka og ófært er um heiðar.

Það er engin jólagleði að vera með fjölskylduna upp á heiði blikkfastur, þurfandi að bíða svo og svo lengi eftir hjálp, kannski matarlaus og allslaus, flestir eru ekkert að huga að fatnaði og öðrum nauðsynjahlutum er lagt er af stað, hugsa bara þetta reddast það eru allstaðar sjoppur á leiðinni, nei það er ekki svona auðvelt.

Hér sit ég við tölvuna, engin vaknaður nema ég og kisurnar okkar, bandbrjálað veður og það er svo notalegt að þurfa ekki að fara út, kláruðum allt í gær, svo dúllum við okkur við matseldina, sem er reyndar öll vel undirbúin.

Við mæðgur munum taka okkar árlega spil sem er tveggja manna manni, mikill spenningur, en Dóra mín vinnur alltaf, allt í lagi ég er ekkert tapsár.

Maturinn hjá okkur í kvöld er hvítlauksristaður humar með góðri sósu og öðru meðlæti, hamborgarahryggur með öllu tilheyrandi, svínalund með salati fyrir mig því ég borða ekki reykt kjöt, ananas fromage með súkkulaði og rjóma á eftir, get gert hann blindandi enda búin að gera þennan eftirrétt í 50 ár.

Gleðileg jól kæru vinir og ættingjar, njótið
þeirra vel og hlúið að því sem þið eigið og hafið.

Jólakveðjur
Milla
Heart


mbl.is Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þessar góðu óskir þínar Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2011 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband