Brosti í kampinn

Ekki að ég væri að gera grín af náttúruhamförunum, alsekki, en fannst það skondið að við norðanmenn og sunnanmenn skildum hristast saman þó eigi hafi ég fundið neinn hristing búandi á Húsavík en er stödd núna í Reykjanesbæ, en skjálftarnir fundust víst á hvorugum þessara staða.

Kom upp í huga mér hvort það væri verið að hrista N & S menn saman svo þeir mundu fara að leysa þau brýnu mál sem liggja fyrir að gera, nei nei ég er alsekki að setja út á menn/ konur hvað þá að segja að allir séu ekki að gera sitt besta og guð hjálpi mér ef ég væri að bera það á borð að fólk væri að skara að sinni köku til að halda í stólanna,Hvaða stóla, Humm????????????????????? og að þeir sem enga stólana eiga komist hvorki lönd né strönd fyrir þeim sem eiga stóla, tel samt að ég og aðrir landsmenn eigi þessa umræddu stóla hverjir svo sem þeir eru.

Náttúruhamfarir eru ekkert grín og jarðskjálftar gera að sjálfsögðu ekki út um nein mál, en vonandi fara stólamenn að huga að alvarleikanum hjá fólkinu í landinu.

Svo vona ég til guðs að ekki komi til alvarlegri  hamfara, en árið er ekki búið, bara rétt að byrja


mbl.is Fáir eftirskjálftar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband