Hvað réttlætir ofbeldi, ekkert.

Ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk ert sært, reitt, bugað og veit ekkert hvað það á að gera, en fyrirgefið er ofbeldi lausnin, nei þið sem jafnvel hafið hugsað ykkur að framkvæma ofbeldi af einhverjum toga, endilega ekki því það bitnar bara á ykkur sjálfum þið fáið dóma og fólkið ykkar er enn ver sett en áður.

Ég er sjálf í þessum pakka þannig að ég skil, en tók ákvörðun um að halda þetta út það er ekki auðvelt, en skal takast á endanum.

Ég er sammála Þór Saari að það vantar nýja stjórn, en vona að hann komist aldrei til valda á okkar háa Alþingi

Hann segir.

Hér á landi hefur smátt og smátt verið að byggjast upp ákveðið ástand, ástand örvæntingar, vonleysis og reiði sem hjá þúsundum manna er komið á hættulegt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horfir sennilega hafa áframhaldandi ofbeldi í för með sér.

Engin talar svona til fólksins, málin eru viðkvæm fólk búið að missa allt og getur varla brauðfætt börnin sín, svo ég tel það ekki rétt að ýta undir ofbeldi hjá fólkinu.

Ég vil fá kosningar og það strax


mbl.is Árásin kemur Þór ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hann segir líka, "Voðaverk ber að fordæma og afsakanir gerenda með vísan til aðstæðna eru heldur ekki gildar, á þeim voðaverkum bera gerendur sjálfir einir alla ábyrgð."

Ég get alveg ómögulega séð hvernig Þór á að vera að benda á ofbeldi sem lausn á nokkrum sköpuðum hlut.

Villi Asgeirsson, 7.3.2012 kl. 00:11

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvaða pirringur er þetta í öllum út í manninn (Þór, meina ég) má hann ekkert tjá sig?  Og hvað sagði hann svona slæmt?

En hvað um það: Hvað réttlætir ofbeldi?

Allur fjandinn, virðst vera.  Fólk er beitt ofbeldi allan liðlangan daginn af misvitru fólki í misgáfulegum tilgangi í þágu ríkisins.  Sjaldnast með þeim afleiðingum sem sóst var eftir, en samt er haldið áfram.

Ekki nema að sjálfsögðu þú túlkir ofbeldi afar þröngt.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2012 kl. 07:56

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er ekki hægt að samlíkja þessum hörmungar atburði við frönsku byltinguna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2012 kl. 08:27

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held að ég hafi nú ekki skotið neinn sendiboða, sé heldur engan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2012 kl. 08:30

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Villi hann segir svo margt og fólk er viðkvæmt og grípur bara það sem passar best að nema í það og það skiptið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2012 kl. 08:34

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgrímur fólk er ekki bara beitt ofbeldi af ríkinu, sem ég er þó sammála þér í.
Þór Saari má hafa sínar skoðanir, en ég hef einnig leifi til að hafa/segja mínar  svo lengi sem ég er ekki að móðga neinn.
Heldur þú kannski að hann og hans fólk gæti leist úr vandamálum þjóðar okkar?
Ég túlka ekki ofbeldi þröngt, af og frá og mun ekki fara út í þá sálma hér, nenni ekki að skrifa ævisöguna í commenti

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2012 kl. 08:45

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þú mátt hafa þínar skoðanir, en þú ert að misskilja Þór.

Villi Asgeirsson, 7.3.2012 kl. 08:59

8 identicon

Þór var bara að lýsa ástandinu eins og það er.. eins og vanalega er sannleikurinn bannaður á íslandi.

Stundum verður að grípa til ofbeldis.. .því miður;  Ég er ekki að réttlæta gjörðir þessa manns.. Þó verðum við að skoða þetta ástand sem hefur verið að gerjast frá hruni, ástand þar sem almenningur er látinn taka allar byrðarnar, ástand þar sem útrásarvíkingar fá afskriftir á afskriftir ofan.. Ástand þar sem einn útrásarvíkingur fær meiri afskriftir en allur almenningur til samans; Ástand þar sem fjármála7innheimtufyrirtæki ganga berserksgang.. Ástand þar sem þessi fyrirtæki hlýta ekki dómum..

Ef ekkert verður gert .. þá getur þetta bara endað með hörmungum; Fact

DoctorE (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 13:12

9 identicon

http://www.visir.is/skilningsrika-folkid/article/2012703079957

Guðrún því miður er mikið af misvitru og illa innrættu fólki í bloggheimum.  Það er ekki svaravert og hefur við sína djöfla að glíma.  Þessi grein að ofan segir allt, Þór á að skammast sín.

Baldur (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 13:43

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Baldur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2012 kl. 16:09

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einn maður sagði við mig í gær hvað er ofbelgi?  Er það ekki ofbeldi þegar gengið er svo á fólk að það er borið út á götu?  Þegar það er svift aleigunni út af lánum sem voru svo ólögleg.  Það er eingöngu verið að benda á að hér er jarðvegurinn frjór fyrir  ofbeldi, og við eigum að taka mark á þeim röddum sem vara við því sem er að gerast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 17:42

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það sem ég vill meina Ásthildur mín er að engin er bættari þó hann lendi í fangelsi og skilji jafnvel fjölskylduna eftir svo kom þetta mál ekkert neinu láni, maðurinn skuldaði bara tryggingar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.