Hver eru laun þessa manns?

Hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gjaldþrotaskiptameðferð heimilismanns vegna ógreidds dvalarkostnaðar og verður sú beiðni tekin fyrir fljótlega í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í grein sem Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, ritar í blaðið í dag.

Er ekki allt í lagi með þetta fólk sem tekur inn eldri borgar á sín eldriborgara heimili, nei þetta kerfi er ekki í lagi, að mínu mati er það stjórn heimilisins að athuga hvort viðkomandi aðili hafi efni á að greiða mánaðargjald upp á 311.741 krónu á mánuði.

Er fólk bara tekið inn án þess að kanna stöðu þess og eða heilsu, það er eitthvað meira á bak við þetta sem við fáum ekki að vita, móðir mín var á hjúkrunarheimili og leigan fyrir það var tekin að lífeyrirnum áður en hún fékk afganginn sem reyndar var ekki mikill en hún þurfti ekki sjálf að borga leiguna fyrir að fá að vera þarna.

Þessi maður er 70 ára og ætti að geta séð um sín mál, nema að hann sé eitthvað veikur og þá hefðu einhverjir átt að grípa inn í og sjá til þess að svona færi ekki fyrir manninum.

Er einhver venjulegur maður með þær tekjur að geta borgað 3.7 miljónir á ári í leigu ég segi venjulegur það erum við peðin í þjóðfélaginu hinir sem eru mjög margir geta borgað fyrir þann lúxus sem hlýtur að fást fyrir leigu upp á 3.7 á ári

Ég er ekki að skilja, er það nöturlegt fyrir þann aðila sem sér um manninn að þurfa að fara út í þessar aðgerðir, get ekki séð það, það á að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.

 


mbl.is Heimili biður um gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband