Jæja komið að heimferð

Búin að vera fyrir sunnan í vetur og hafa það afar gott en nú er komið að heimferð, annars á ég svo sem hvergi heima svona í alvörunni en það gerir ekkert til því ég á svo góð börn og barnabörn.

Ætli þetta fari ekki að vera eins og í gamla daga er þurfalingarnir löbbuðu á milli bæja og fengu fæði og húsnæði í einhverja daga, allavega á meðan þeir höfðu einhverjar sögur að segja, nei í alvöru þá veit ég um fólk bæði ungt og gamalt sem er farið að þjappa sig saman eins og í komúnum til að spara pening og mikið er það gott ef þroskinn er nægur til þess og allir komi sér vel saman.

Ég er semsagt að fara heim til Húsavíkur á morgun og hlakka mikið til að hitta ljósin mín þar, englarnir mínir fara með, þær munu vinna á Fosshótelinu að Laugum í Reykjadal í sumar flott að vinna á þessum yndisfagra stað sem þær útskrifuðust frá fyrir 2 árum.

Svo nú er ég komin í sumarfrí frá blogginu sem ég hef nú ekki mikið verið á í vetur fyrst var það bilað hjá mér og svo hafði ég engan áhuga, en kannski verð ég meira vakandi í haust.

Kærleik inn í sumarið ykkar kæru vinir.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að fara heim til Húsavíkur inn í sumarið Milla mín og englana þína þar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 10:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hlakka til að sjá þig í sumar á Húsavík.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2012 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband