Hugleiðing V.

Hef talað um það áður er ég var barn og leitaðist eftir því stöðugt að fá hól, athygli og kærleika frá þeim sem áttu að sína mér þetta og ala mig upp í kærleika og því að fá hól fyrir það sem ég gerði rétt og fallega.

Búin að vera að hugleiða það lengi hvort þetta hafi ekki haft áhrif á mig sem barn og það hvernig ég leifði fólki að koma fram við mig, veit að það er þannig bæði með mig og önnur börn, það er nefnilega þannig þegar þú streðast endalaust við að fá þó ekki væri nema smá kærleika frá þeim sem þú elskar og færð aldrei það sem þig vantar þá um leið og einhver veitti mér athygli varð sá hinn sami vinur minn, eða sko sem ég áleit vera vin minn, man er ég var um ellefu ára, það var gamlársdagur ég hitti konu sem við fjölskyldan þekktum hún vældi og skældi um það að sér mundi leiðast svo mikið um kvöldið að hún vissi ekki hvernig hún færi að, nú ég var fljót til og bauð henni að koma til okkar hún varð svo glöð, en ég vissi svo löngu seinna að hún spilaði á tilfinningar mínar, það var nú ekki málið heldur var það að ég fékk endalausar skammir fyrir að bjóða þessari konu heim, sem sagt ég var að gera góðverk í sakleysi mínu en fékk bara endalausar skammir í staðin fyrir úrskýringar á því af hverju ég átti ekki að bjóða henni heim.

Táningsárin Humm fermdist, en það var ekki mín ferming mamma réði öllu, í veislunni var opin bar, reykt í öllum hornum og hljómsveit sem spilaði fyrir dansi þessi stjórnsemi var óþolandi, særandi og óhafandi en ef ég sagði eitthvað var það bara rugl, ég vildi nefnilega hafa veisluna heima hjá ömmu og afa þau voru búin að bjóða það. Skal segja ykkur að ég held að karlmennirnir á þessum árum hafi haldið að það væri allt í lagi að segja hvað sem er við mig, kreista mig aðeins og klípa, fyrirgefið eftir því sem árin líða og umræðan verður opnari verð ég reiðari og reiðari út í þennan skrípaleik sem var í gangi á þessum árum siðleysið var algjört á svo mörgum sviðum.

Eftir skilduna í skólanum fór ég í Lýðháskóla til Svíþjóð mikil ósköp það var rosa gaman, en á þessum tíma voru einu samskiptin bréfaskriftir og mér fannst ég aldrei fá bréf frá þeim sem áttu að láta sig varða um mig ég var bara þarna, kom heim um vorið til að vinna út aftur um haustið.
kom heim síðan út til London að fullnema mig í ensku en kom heim fyrir jólin því ég var svo ástfangin og þá fékk ég skammir aldarinnar.

Það sem ég lærði af þessum árum til tvítugs var að það var næstum engum að treysta í hvorki einu  né neinu. þessi 50 ár sem eru liðin síðan þetta var tala ég kannski nánar um síðar er svo sem aðeins búin að ímpra á þeim í gegnum árin mí á þessu bloggi.

Stjórnsemi, ofbeldi af öllu tagi, mannvonska, fyrirlitning og lygar allt þetta hef ég leift fólki að bjóða mér upp á og hvernig stendur á því að svona skrímsli eru til?

Held ég viti svarið, þetta er uppeldistengt, börnin eru alin upp við að mega sýna fólki allt það sem ég hef talið upp svo kæru foreldra þið sem eigið ung börn snúið við blaðinu og alið upp ungviðin ykkar upp  í góðum siðum og fallegu málfari, þið sem haldið að þetta komi ekki fyrir hjá ykkar börnum gleymið því þetta kemur fyrir hjá öllum börnum.

Auðvitað verðu eitthvað til þess að maður fer að rifja upp sorann og ég ákvað að losa mig við smá af honum núna og geri það með góðri samvisku bæði gagnvart sjálfri mér og öðrum. Fer ekkert yfir þessi orð mín, kannski mundi ég hætta við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein Milla mín og svo satt og rétt, giftir káfandi karlar ógeðslegt en að segja eitthvað það var ekki í myndinni.

Egvania (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 19:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa færslu Milla mín, hún krefst kjarks, og þrátt fyrir allt sem þú hefur þurft að upplifa, erum við hér með elskulegan einstakling sem ekkert aumt má sjá.  Þú hefur svo sannarlega snúið öllu þessu upp í kærleika og umhyggju fyrir þér og þínum.  Það er sjaldgæfara en allt sem sjaldgæft er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2012 kl. 19:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einmitt Egvania mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2012 kl. 20:47

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Ásthildur mín ég átti sem betur fer æðislegan pabba og afa og ömmu sem kenndu mér margt um að vera góður við aðra svo elska ég fólkið mitt undurheitt og ykkur öll sem eruð vinir mínir

Kærleik í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2012 kl. 20:50

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel skrifað og skynsamlegt eins og þér er líkt, hef einmitt velt svo mikið fyrir mér afhverju margir eru svona grimmir, auðvitað er það í uppeldinu sem maður lærir hlutina og verður fyrir sorg og gleði, ég prísa mig sæla með mitt uppeldi, kannski og einmitt þessvegna hefur mér reynst frekar auðvelt að takast á við áföll í lífinu og finnst þau í raun, eins og staðan er í dag, alls ekki svo erfið, miða við margt annað, sá er ríkur sem býr við endalausan kærleik en þú ert góð manneskja og hefur gert gott úr erfiðum uppvexti :)

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2012 kl. 12:11

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu Ásdís mín að ég átti góða æsku hafði allt til als, alin upp í góðum efnum, átti besta pabba í heiminum hann var eini vinurinn sem ég hef átt sem ég hef getað treyst og talað við um hlutina.

Mig vantaði það sem ég var ætíð að streðast eftir nefnilega kærleikann frá móður minni.

Átti samt ömmu og afa sem kenndu mér hvað er rétt og rangt í lífinu og að vera góð við náungan

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2012 kl. 13:21

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir þetta góða og heiðarlega blogg. Vonandi lærir fólk sem les þetta. Þeir sem eru góðir við aðra eru þannig líka góðir við sjálfa sig og öfugt. Við fáum bara eitt tækifæri til að vera góð við börnin okkar. Staðreyndin er sú að lífið er stutt og börnin verða fullorðin áður en við vitum af.

Það er synd að sumir skuli  þurfa að þjást í ellininni þegar þeir hugsa til þess hversu andstyggilegir þeir voru við börnin sín.

Hörður Þórðarson, 6.11.2012 kl. 08:28

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Hörður takk fyrir innlit, já það er satt við fáum bara eitt óbrotið tækifæri, þó við förum fram á annað þá er nefnilega komið brot í það.

Sem betur fer þarf ég ekki að þjást í minni elli, en fólkið sem ég er að tala um er farið yfir í aðra vídd kannski fær það annað tækifæri þar.

Njóttu dagsins

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2012 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.