Hugleiðing VI

Umræðan við fólk um það sem ég er að skrifa er stundum þannig að ég kem af fjöllum sem er kannski ekkert skrítið því fólk les eigi allt það sama út úr skrifum annarra, en þar sem ég er að skrifa um sjálfan mig ætla ég að úttala mig um mína skoðun og upplifun á hinum ýmsu málum.

Til dæmis er ég var lítil þá var ég ekki að gera mér grein fyrir því að ég var að streðast við að fá viðurkenningu frá mömmu það er ekki fyrr en ég verð fullorðin og farin að búa sjálf að biturleikinn fór að gera vart við sig, hún sleppti mér ekki, hélt áfram náttúrlega í góðri trú um að ég væri bara ekki fær um að raða inn á mitt heimili sjálf, hún raðaði öllu upp, hengdi upp myndir, málaði stofuna eftir sínu höfði og ef ég var búin að breyta næst er hún kom þá lagaði hún það aftur eftir sínu höfði, ég er ekki að segja að hún hafi ekki verið smekkkona það var hún, en þetta var mitt heimili og ég vildi ráða þar sjálf.

Verð að taka það fram að engin var betri en hún og pabbi þegar mig vantaði hjálp hvort sem það var að sauma gardínur eða elda mat í fermingarveislurnar og þetta gerði hún fyrir okkur öll.


Eins og ég hef sagt áður þá ólst ég upp í góðum efnum og yfirleitt var allt í lukkunnar velstandi heima hjá mér, það þótti fínnt á þeim tíma að reykja og drekka svo ég tali nú ekki um veislurnar, spilakvöldin, kaffiboðin og margt annað og alltaf var reykt og drukkið, auðvita endaði þetta á að pabbi minn fór að drekka of mikið og gerði það í mörg ár, en hann var alltaf svo mildur og góður og drakk bara á leiðinni heim úr vinnunni  og dó svo yðulega inni í rúmi, hann var afskaplega sérkennilegur alki, hann hætti svo þessu rugli fór í 10 daga meðferð og bragðaði aldrei vín á ævinni meir, en þau ert bæði farin pabbi minn og mamma.

Sem sagt mér fannst ég ekki eiga erfiða æsku þó í raun hafi hún verið tilfinningalega erfið, en ég uppgötvaði það löngu síðar.

Það er talað um að ég hafi verið dugleg að koma mér út úr þessu ástandi, gat það vegna þess að ég er svo góð kona, #$%&/(&%$"#$% datt óvart á hausinn, skil ekki svona setningar, ég átti ekkert bágt miðað við margar aðrar konur hafði ég það bara fínnt, það var ekki fyrr en eftir 23 ára aldurinn sem ég fór að berjast við ofbeldi af slæmum toga.

Ég var svo lánsöm að fæðast með létta lund og kærleik í hjartanu mínu, dugnaðurinn hjá mér kom bara að því að ég var svo frek þó ég gæti ekki notað frekjuna á rétt mál þegar ég þurfti á því að halda ekki fyrr en mörgum árum seinna.

Að vinna sig upp úr erfiðleikum er að sjálfsögðu afar erfitt þegar ofbeldið er algjört bæði líkamlegt og andlegt, þar þarf dugnaður að koma til og ég vil meina að hann komi með ást, ást á einhverjum, manni, börnum, barnabörnum og eða einhverjum sem laðar fram ástina í  mér, það var það sem gerðist hjá mér, var að verða fimmtug og eignaðist mín fyrstu barnabörn það bjargaði lífi mínu og ég varð ástfangin af lífinu.

Þegar ég lít til baka þá veit ég að aldrei hef ég fundið sanna ást nema frá börnum, barnabörnum og afar fáum kærum vinum. Að finna sanna ást er afar sjaldgæft.

Í Hugleiðingu V var ég bara að tala um árin mín til 18 ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 11:50

2 identicon

<3

Alma (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 12:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábærlega og vel fram sett, get ekki sett mig í svona aðstæður, en mikið hefur þetta verið erfitt tel ég, þú ert dugleg, segi ekki annað.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2012 kl. 18:28

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín þú færð þúsund knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2012 kl. 19:13

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til þín Alma

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2012 kl. 19:13

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín ég var ekkert dugleg bara hrædd þers vegna gat ég ekki notað frekjuna/ dugnaðinn fyrr heldur en ég varð fimmtug enda segi ég það í hugleiðingunni

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2012 kl. 19:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á móti Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 20:57

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk, Guðrún.

 "Þegar ég lít til baka þá veit ég að aldrei hef ég fundið sanna ást nema frá börnum, barnabörnum og afar fáum kærum vinum. Að finna sanna ást er afar sjaldgæft."

Þeir sem eiga sanna ást eiga að lesa þetta og skilja hversu óendanlega heppnir þeir eru. Sönn ást er skilyrðilaus, hún dæmir ekki og hún haggast ekki, sama á hverju dynur. Sönn ást frelsar. Fölsk ást hneppir fólk í fjötra.

Hörður Þórðarson, 9.11.2012 kl. 11:06

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Hörður þú komst með þetta, sönn ást frelsar, fölsk ást hneppir fólk í fjötra.

Svo eru margir sem halda að þeir gefi sanna ást, en það er þá bara egóið sem blómstrar í þeim sjálfum

Takk fyrir innlit og góða helgi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2012 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband