Hugleiðing Xll

Sko þið þarna sem málið varðar, takið bara eftir ég er búin að fá hundleið á endalausum pistlum sem varða okkur lálauna og lífeyrisþega pakkið sem eiga bara að halda kj.
Ég er orðin 72 ára svo ég man vel aftur í tímann, þegar afi minn fór á ellilífeyrir þá þurfti maður að að mig minnir að sækja peningana en afi hafði nó fyrir sig og sótti ekki peningana, það var hringt og hann spurður hvort hann ætlaði ekki að sækja peningana sína, hann spurði hvort það væri ekki hægt að gefa fátækum þá nei það var ekki hægt, hann tók þá peningana og gaf þá fátækum.

Það eru margir í dag sem eiga fullt af peningum og gætu gefið fátækum sinn lífeyrir en nei það gengur ekki því ef þú átt peninga þá færðu ekki lífeyririnn ( fer eftir hvað þú átt mikið af peningum)

Nú fór ég aðeins út af strikinu var að tala um pistlanna sem eru búnir að duna á okkur í áratugi háttsettir menn (að þeirra mati ) tala um hvað ríkisstjórnin fari illa með lálauna og lífeyrisþega það kemur pistill eftir pistil en ekkert gerist, þessir menn / konur þenja sig endalaust, til hvers eiginlega
, er það til að fylla út í dagblöðin varla heldur þetta fólk að einhver hlusti eða lesi pistla sem eru búnir að ganga í tuga ára hvað þá að þeir gangi í augun á okkur lesendum,því það er ekkert að gerast.

Ég tel að snobbliðið á Íslandi ætti að hætta að lifa á okkar peningum því við borgum þeim launin sem þau fá en þeir ákveða hversu há þau eru, svo er alveg upplagt að þetta lið fari að vinna fyrir laununum sínum, koma á því jafnvægi að laun og kaupgeta haldist í hendur þannig að allir geti lifað mannsæmandi lífi.
Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um ríkisstjórnina og aðra ráðamenn í landinu.

Ef jafnvægi kemst á þá eru til nægilega miklir peningar til að byggja Landspítalann, elliheimilin, leigumarkaðinn og bara allt sem þörf er á
.

Það hugnast mér eigi svo að leggjast inn á
sjúkrahús og vakna upp við ógeðslegar
bjöllur skríðandi á mér.
Smá öfgar í gangi


Já ég veit að þetta er úr einu í annað,
og í eitt annað enn, ég og margir aðrir
eru í þeim sporum að eiga ekki fyrir mat
eftir 10 hvers mánaðar, en þið hunsið það
ráðamenn, ykkur er alveg sama bara ef þið
getið legið á meltunni.

Kærleik til allra líka þeirra sem ég er að
argast út í, ekki veitir þeim af.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband