Riddarakrossar.

Ég hef oft sagt að: Konur sem voru húsmæður,giftar eða ógiftar fyrir, um og eftir stríð eigi skilið
Fálkaorðuna fyrir sinn dugnað. Þessar konur voru með stór heimili, með sín börn og jafnvel barnabörn, unnu úti allan daginn, þegar heim var komið átti eftir að gefa að borða jafnvel af skornum skammti, og sinna daglegum störfum heimilisins. Ekki voru launin til að hrópa húrra fyrir.
Margar af þessum konum áttu menn sem voru ólánsmenn og voru þær betur settar án þeirra, en það þektist ekki þá að  skilja svo þær sáu fyrir þeim líka.Húsnæði voru léleg. Ég ætlaði nú ekki  að fara að reka söguna hér, sko ef ég byrja þá get ég varla hætt. Fólk verður bara að lesa í eyðurnar það er að segja ef það hefur yfirleitt áhuga á sögunni. Að mínu mati er það þesskonar afreksfólk sem á að fá orður fyrir sitt framlag, ef það á yfirleitt að veita slíkt. Við reynum held ég öll að gera okkar besta í lífinu og ef við getum orðið öðrum að liði þá að sjálfsögðu gerum við það og fáum vellíðan fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband