Lífið þetta árið.

Mér finnst lífið alltaf yndislegt en auðvitað eru fordæmalausir tímar hjá okkur öllum og misjafnlega vel tökum við á öllu því sem er að gerast.
Við erum að upplifa eitthvað sem aldrei áður hefur gerst allavega ekki í okkar tíð og sumir hlusta ekki á þetta, kalla þetta bara rugl meðan flestir fara eftir settum ábendingum sér og öðrum til góðs.
Ég sjálf er með undirliggjandi sjúkdóm og fór í sjálfskipaða sóttkví um 7 vikna skeið, í dag er ég að passa mig en tók þá ákvörðun að lifa lífinu lifandi,fer allt það sem ég þarf að fara, til að hafa gaman fer ég í Listasmiðjuna okkar, skólann minn og hitti fólkið mitt allavega á meðan það er ekki útgöngubann hjá okkur, ég pannta allt sem ég þarf hjá Heimkaup en fer einu sinni í viku að versla grænmeti hjá Kosti í Njarðvík, Kostur í Njarðvík er besti kaupmaðurinn á landinu (allavega sem ég veit um)
að panta inn er framtíðin.
Nú greinilega eru að koma kostningar og þykir mér miður að heyra skítkastið á núverandi ríkisstjór, að mínu mati eru þau að gera eins vel og þau þekkja til hverju sinni, það er auðvitað rennt blint í mál sem aldrei hafa komið upp áður, engin vissi hvað þetta mundi vara lengi eða hversu mikið þurfti að ráðast í.
Allavega finnast mér útásetningar ekki viðeigandi, það væri gott ef okkar ágæta fólk á þingi mundi taka síg saman um að stjórna landinu saman, landsmenn þurfa ekki á skítkasti að halda á svona tímum.
Tek fram að þessi skoðun mín hefur ekkert með mína pólitísku skoðun að gera.
Njótið dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband