Sæludagar.

Ég fór nú bara í þunglyndi í dag þegar bróðir minn og mágkona fóru, voru búin að vera hjá okkur síðan á sunnudag með litlu Söru Maríu sem er barnabarn þeirra.
það er búið að vera dandala veður og æðislega gaman.
Við fórum í allar búðirnar og versluðum, fólki finnst svo gaman að versla þegar það kemur út á land það er svo afslappað og þjónustan alveg frábær.
Þau keyptu sér hreindýra-kjötbollur og hamborgara 140.g.r. þeir eru bara góðir,
meira að segja versluðu þau í Húsasmiðjunni, það væri nú eitthvað annað enn í látunum í R.
Nú við fórum á úti-kaffihús, daginn eftir í kofan til að fá okkur heimsins bestu pulsur,
Á Húsavík eru þessir staðir byggðir í gömlum húsum og stíl og þú upplifir þig eins og í útlöndum,
hér er náttúrlega bara allt flott.
Ekki voru þau svo lítið hissa þegar þau komu inn í blómabúðina Ezar: þar er allt mögulegt til
meira að segja: " allt frá Krydd og olíur á Laugaveginum ". það hljóta nú allir að vita hvað það er,
er það ekki annars? Þetta voru alla vega með bestu dögum sumarsins, takk fyrir mig.
Þorgerður mín ég veit að þú lest þetta þú getur kannski sagt mér einhverjar fréttir,
t.d. eru mamma þín og pabbi að koma út til þín í haust, amma þín var að segja mér það,
en gæti verið misskilningur eins og þú veist Ha.Ha.Ha. er að koma bumbubúi annarstaðar enn hjá Fúsa og Sollu og Ástu og Þresti?????????? SVAR TAKK!!!!!!!!!!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma og pabbi eru að fara til Maju í Danmörku. En já, það er von á bumbubúa, en það er leyndarmál ennþá, svo ekki tala um það og ekki segja nafnið hérna á blogginu  Greinilega frjósemisár í ættinni

Þorgerður (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ frænka, sko þegar pabbi þinn er búinn að hringja í mömmu og segja henni tíðindin þá er það ekki neitt leyndarmál, nú þegar eru þetta orðin alheimstíðindi
á Íslandi. Sú gamla er búin að liggja í símanum eru að gerast, en ég segi ekki neitt: "þarf þess ekki". Jæja mér finnst það æði að þau gömlu (UNGU) séu að fara út saman. Bæ.Bæ. þar til síðar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2007 kl. 18:09

3 identicon

Hahahaha....nei, ég veit að þegar amma veit þetta, þá er fjandinn laus  En þau vilja halda þessu eins leyndu og mögulegt er um sinn því eins og við vitum eru fyrstu 12 vikurnar krítískar. Foreldrarnir áttu bara að fá að vita fyrst, en fyrst amma fékk smjörþefinn af þessu, þá var ekki aftur snúið

Þorgerður (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 20:01

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég held að hann pabbi þinn sé ekki búinn að sjá í gegnum hana móður sína.
Hún nefnilega setti mannamest út á sögusagnir hér áður og fyrr, er því miður orðin afar skæð í dag, skyldi það skapast af einmannaleika? mér datt það svona einna helst í hug, en einmannaleikan hefur hún skapað sjálf með framkomu sinni við fólk og að vilja ekki blandast fólkinu í Skógarbæ.
Æ.Æ.Æ. þessi elska.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.