Akureyrarferð.

Drifum okkur til Akureyrar í morgun tókum snúllurnar þrjár og hundinn með okkur.
Fórum fyrst í Bónus.
það var bara skemmtilegt allir voru svo jákvæðir og kátir.
Fengum okkur smá að borða í bakaríinu við hliðina á Bónus, það var ágætt,
sko í svona hita hefur maður nú ekki mikla matarlist.
Blómaval má aldrei gleyma að fara þangað, það er æði, fæ alltaf kaupæði er ég fer þangað inn,
brá út af vananum í þetta sinn keypti bara skrautmál undir snyrtidót,
nú eitthvað var keypt handa hundinum, aumingja hann honum leið ekki vel í bílnum hjá okkur í dag. Fórum aðeins á Glerártorg bara af gömlum vana, vantaði ekki neitt.
þær fóru í miðbæinn meðan við fórum í Hagkaup og Bakaríið við Brúnna, maður getur ekki verið án þess að kaupa sér eðalbrauð.
 Á heimleiðinni fórum við að Goðafossi það er alltaf jafn stórfenglegt að skoða hann og allt það umhverfi. Síðan lá leiðin heim  áður en það færi að sjóða á matnum í skottinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Milla það var gaman að rekast á síðuna þína. Það er langt íðan að við í búðinni höfum frétt af þér, gaman væri að fá fréttir af þér sendu mér email með símanúmerinu svo við getum haft samband. emailið mitt er joninath@bok.hi.is

                                                          Kveðja Jónína

Jónína (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband