Alvara á ferð.

Hvenær ætla bílstjórar þessa lands að uppgötva það að þeir bera ábyrgð og ber að vera meðvitaðir um hvað er að gerast í kringum þá?
Við fórum til Akureyrar í gær, hjólreiðamenn eru margir um þessar mundir á vegum landsins og engin undantekning var á okkar leið í gær.
Að sjálfsögðu ekur maður hægar framúr þessum vegfarendum því ekki bjóða nú vegirnir upp á of mikið svigrúm og menn eru  ekki öryggir með sig á þessum vegum.
Viti menn allt í einu kemur bíll á hundrað,  eins og maður segir, fer fram úr okkur sveigir inn nokkrum bílum framar og þar var maður á hjóli,
þið getið bara hugsað ykkur hvað munaði litlu þarna, maðurinn hrökklaðist af hjólinu,
en sem betur fer var allt í lagi með hann.
Bílstjórinn sem varð valdur af þessu, hvarf sjónum okkar og sáum við hann ekki meir.
Hvenær verður næsta dauðaslys!!!!!!!!.
Ég hef nú bloggað um þetta áður.
Þetta með tillitsleysið, siðleysið við allt og alla í umferðinni.
Hvað heldur fólk eiginlega að það sé. Heldur það að það eigi allan rétt og þurfi ekki að taka tillit.
Heldur það að það séu meiri töffarar ef það hagar sér svona í umferðinni,
ef svo er þá er það mikill misskilningur. Tökum á þessu og förum að hugsa.


mbl.is Ekið á reiðhjólamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég ferðast nú sjálfur mikið um þjóðvegi þessa lands og verð því miður allt of oft vitni af svona vitleysingum. Ég hef haft þann sið að oft tek ég númerið af bílnum niður og hringi í nærliggjandi lögreglustöð til að tylkinna að óður maður sé á leiðinni framm hjá þeirra lögsvæði.

Lúther

S. Lúther Gestsson, 22.7.2007 kl. 15:37

2 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með þér, Guðrún, og vona að fleiri fara að fordæmi S. Lúthers.

Morten Lange, 22.7.2007 kl. 15:47

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er staðreynd. Það eru alltof margir sem aka um þjóðvegi landsins eins og þeir væru staddir í miðri hasarmynd. Ég ek sjálf til og frá vinnu í gegnum Þrengslin og í bæinn. Það líður varla sá dagur að ég verði ekki vitni af ofsaakstri eða að bílstjórar taki svo gríðalega sénsa að minnstu munar að stórslys verði og þá á ég sérstaklega við í framúrakstri. Sjálf hef ég þurft að víkja fyrir bíl út í kant þar sem bíll er að aka fram úr á móti og hefur tekið alltof mikinn séns eða er á kafla sem framúrasktur er með öllu óheimill. Það er ekkert skrítið þó hér verð mörg og skelfileg slys. Það eru alltof margir hér sem halda að umferðarreglur og lög séu gerð einungis til að brjóta. Þetta er þjóðaríþrótt íslendinga, því miður. Ég vona að menn fari að vitkast. 

Sigurlaug B. Gröndal, 22.7.2007 kl. 15:49

4 Smámynd: Morten Lange

Í gær birtist frétt hér á mbl.is um að löggan lýsi eftir vitni. Af hverju var ekki lýst eftir vitni strax, þegar "allir miðlar" virðist hafa áhuga á  fréttina ?  Ég bara spyr.

Morten Lange, 24.7.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband