Dónaskapur.

Já dónaskapur að sjálfsögðu. skyldi maðurinn hafa fengið óagað uppeldi eða heldur hann að það sé fínt að láta svona, þetta er eins og með  umferðar-siðleysið sem ég talaði um í gær.
Fyrir margt löngu vann ég  í flugstöðinni, og það á barnum, lenti maður í allskonar uppákomum sem maður þurfti að leysa á farsælan hátt, stundum var það ekki hægt
og  voru þá kallaðir til öryggisverðir, ekki meira um það.
Mér hefur oft dottið í hug, því í ósköpunum er selt vín um borð í flugvélum eða í flugstöðinni yfirleitt.
Getum við ekki verið án þess að smakka vín í þessa  klukkutíma sem ferðin tekur,
tekið okkur góða bók í hönd eða bara talað saman. Nei bara smá tillaga.
Tek fram að ég er ekki á móti víni finnst gaman að fá mér smá Koníak með kaffinu um borð,
en það er engin þörf. Það mundi kannski bjarga svona uppákomum.


mbl.is Lét ófriðlega í flugi og veittist að lögreglumönnum við handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef aldrei skilið þessa áráttu. Hef aldrei fengið mér áfengan drykk um borð í fluvél, hef enga þörf fyrir það. Það á að hætta sölu áfengra drykkja um borð í flugvélum!

Þorgerður (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband