Góð í að styðja aðra

Sjálfsagt er að fara í rauðan bol á morgun, ekki að ég telji
að það hafi einhverja þýðingu, en rauður bolur skal það verða.
Við höfum verið dugleg Íslendingar að styðja aðra í
hinum ýmsu málefnum og ber okkur að gera það.
Við styðjum hungraðan heim, svæði náttúruhamfara og margt annað.

Heimafyrir eru það  öll happadrættin, líknarfélögin, íþróttafélögin og
endalaust get ég talið upp.
Við förum í skrúðgöngur og höfum gaman af og allt er þetta í himnalagi.

 Förum við í kröfugöngur til að mótmæla hækkunum á neysluvöru
eða því sem við þurfum nauðsynlega að nota í okkar lífi,
eða hækkuðum launum svo við getum lifað mannsæmandi lífi,
nei nei það er svo ágætt að láta aðra sjá um þessa hluti
og vera svo alveg hissa á því að ekkert gangi.

Kannski erum við svo snobbuð að við getum ekki verið þekkt fyrir
að láta sjá okkur í baráttu-göngu fyrir okkur sjálf.
þeir taka þetta til sín sem eiga það aðrir bara slappa af.
Mín skoðun.                       Góðar stundir.


mbl.is Fólk hvatt til að mæta í rauðum bolum á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kannski er það bara þannig að við erum of "snobbuð" að geta beðið um meira án þess að skammast okkar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Gunnar. Mér finnst við ekki þurfa að skammast okkar fyrir að biðja um það sem okkur ber og er réttlátt. það er svo margt í þessu, t.d. ef við fáum skemmdan mat út í búð, "þá hvað" jú flest okkar henda honum, æ ég nenni ekki að fara með þetta, en er það rétt hugsun gagnvart okkur sjálfum
NEI alls ekki við erum að lúpa og það gerum við allt of oft.
Það vantar meiri réttlætis-kennd til handa okkur sjálfum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband