Halda þessir menn???

Halda þessir menn að maður krjúpi á hné
og byðji um að verða öryrkji?
Fyrir það fyrsta er það ekki gott að geta
ekki unnið fyrir sér og sínum. Svo að sætta sig við að vera
orðin sjúklingur er bara erfitt.
Það skylur enginn sem ekki hefur reynt það.
Sumum er hægt að hjálpa út á vinnumarkaðinn aftur,
sem betur fer, en öðrum ekki. Þeir sem eru á bótum
verða sífellt fyrir niðurlægingu, frá hverjum?
Jú, Tryggingarstofnun Ríkisins það er eins og fólk þar
viti ekki hvað mannasiðir eru.
Og ef þú kannt ekki að svara fyrir þig,
þá verður þú bara undir í baráttunni fyrir réttindum þínum.
Verð að segja þá skoðun mína, að þessir menn sem sitja
í flottum stólum suður í Reykjavík, tala eins og þeir séu með einhverja ölmusu við okkur öryrkjana, Svei attan. Hver borgar ykkur laun?
Þú Vilhjálmur ert launaður af, Samtökum atvinnulífsins,
Hvað er það? Jú það erum við,
því ef við notuðum ekki þjónustu atvinnulífsins,
væri engin þörf fyrir þig. Aðrir eru á launum hjá ríkinu,
við borgum þeim laun með sköttunum sem við borgum
af okkar lágu launum.
Ef það kostar átta miljónir að reka einn öryrkja, hvert
fara þá rúmlega sjö miljónir? Komið með það upp á borðið,
fer það í að borga þessu siðsama fólki
sem vinnur skýtverkin fyrir ykkur.
Fyrirgefið orðbragðið, en mér ofbýður og þetta er mín skoðun.

Eitt ætla ég að láta fylgja með.
Ég var alin upp í ríkidæmi og snobbi,en líka í því
að bera virðingu fyrir öllu fólki, það væru allir jafnir.
Ég þakka fyrir að hafa ekki látið snobbið ráða för.
Takk fyrir mig.


mbl.is Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sæl ég er búinn að svar þér í gestabókinni minni um líkönin.  Það fer svo margt fram hjá mér sem skrifað er í gestabókina, því ég gleymi svo oft að opna hana.

Jakob Falur Kristinsson, 28.11.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gott hjá þér Guðrún, en með aldrinum gerir maður sér ljósari þá staðreynd; - að leiðarlokum stöndum við öll  jöfn fyrir almættinu

Þorkell Sigurjónsson, 28.11.2007 kl. 21:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo sannarlega gerum við það Þorkell, en ég var frekar ung

þegar ég gerði mér grein fyrir því að allir væru jafnir,hvernig svo sem við erum af Guði gerð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.11.2007 kl. 21:30

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábær grein Guðrún. Manni sárnar virkilega svona orð eins og Vilhjálmur og fleiri hafa látið falla um okkur öryrkja. Hver velur það að vera öryrki? Enginn sem veit hvað það er.

Góðar kveðjur

Ragnhildur fjöryrki 

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.11.2007 kl. 01:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragnhildur fjöryrki.

Ég er sannfærð um að ef við látum alltaf vita af því að,

"það er ekki í boði að tala svona við mig".

Höfum kærleikann að leiðarljósi, þá vegnar okkur vel.

Ljós og orkukveðjur

frá Millu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband