Fáklæddar konur eða klám.

Hef ekki séð þessar síður á Leikjarneti, fór
þangað inn en fann ekkert.
Fáklæddar konur í leikjum ráðum við ekkert við,
og margir eru þeir leikirnir sem eru miður barnavænir,
og hafa þeir ekkert með fáklæddar konur að gera.
Ég tek það framm að ég er algörlega á móti klámi
og klámauglýsingum og er algjör óþarfi að bæta
þeim við ósmekklegu flóruna á Leikjaneti.
Mér hefði fundist þörf á að hafa Leikjanet barna og svo,
svona fullorðins, þá gæti maður bara læst þessu fullorðins.
Ég hef séð svona auglýsingasíðu sem trúlega er um talað
í þessari frétt, hún birtist nefnilega í bæjarblaðinu
hjá okkur, bara opin og aðgengileg fyrir alla.
Þeir segja að það sé afar erfitt að eiga við þetta,
en ég talaði við mbl.is og spurði hvernig þeir færu að
til að halda þessu frá td. bloggsíðunum.
Maðurinn sem ég talaði við sagði það ekkert mál,
hjá þeim þyrfti fólk að sækja um aðgang að bloggsíðu
og þessir menn gefa aldrei upp neitt þegar þeir hakka sig inn
á einhverjar síður, til að birta manni þennan ófögnuð.
Ef þetta er eins og ég sá, þá er þetta meira en bara fáklæddar konur
á ferð. Þeir sem eru með þessar síður eins og Leikjanet,
öll umræðuhorn og aðrar síður sem auðvelt er að komast inn á
verða bara að vera vakandi.
STÓRA MÁLIÐ ER!!! FORELDRAR halló!!! Það eruð þið fyrst og fremst
sem þurfið að vera vakandi yfir því sem börnin ykkar eru að gera.

mbl.is Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Dætur mínar láta mig vita ef að þær sjá eitthvað klámtengt en sem betur fer hefur það bara skeð einu sinni.

Huld S. Ringsted, 17.12.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Ásgerður

Þarf að fylgjast betur með syninum, hann er oft inn á leikjaneti.

Milla, ég fékk engann póst

Ásgerður , 17.12.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Ásgerður

Jæja, er búin að komast til botns í  þessu , ég hafði rétt fyrir mér. Dóra mamma þín, er systir ömmu minnar Unnar. (ég er dóttir Rúnu)

Hitti þig í fermingarveislunni hjá Dagbjörtu (Ástudóttur). Fannst ég eitthvað kannast við þig hehe

Kv, Ásgerður frænka

Ásgerður , 17.12.2007 kl. 11:29

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín það er gott að þær láta þig vita,

en allur er varinn góður.

Kveðja þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2007 kl. 15:35

5 identicon

Ábyrgðin er auðvitað fyrst og fremst foreldranna!

Ekki það að ég sé á nokkurn hátt hlynnt klámi á síðum, hvað þá á leikjasíðum sem börn sækja, þá skil ég það betur (þ.e sem auglýsingar)  hjá þeim sem reka svona síður, en það er samt sem áður forledranna að hafa augun hjá sér.. börn komast líka á allskonar klámsíður á netinu, sem eru einnig ólæstar!

Ég er sammála því að sniðugt væri að hafa frekar tvær aðskildar síður, annarri sem hægt er að læsa.

Sysursynir mínir eru einmitt mikið inni á þessari síðu.  

Alfa Dröfn (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:37

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður auðvitað ég man þetta alt núna,

sæl frænka mín, en ég ætla að leiðrétta þig strax,

amma þín hún Unnur og systur hennar Inga og Helga voru hálfsystur þorgilsar afa míns

pabba hennar mömmu, en Bekka var alsystir afa Ég á sko margar góðar minningar frá því ég var lítil og við komum í heimsókn í fjörðinn til langafa og Guðrúnar konu hans,

þá vorum við að leika okkur saman Erla og Rúna

og ég. það var virkilega gaman að þú skildir gera vart við þig. kveðja þín frænka Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2007 kl. 16:00

7 Smámynd: Ragnheiður

Milla mín, ég þótti nú heldur taugaveiklað foreldri hér á árum áður þegar ég krafðist þess að sjá hvað börnin væru að gera í tölvunni. Tölvan alltaf höfð þar sem umgangur var. Í dag eru þetta einmitt þær ráðleggingar sem fólk fær helst í sambandi við netnotkun barna sinna.

Svo langar mig að þakka þér sérstaklega vel fyrir allar hlýjar kveðjur og innlegg á síðum okkar systranna. Ég get talað fyrir okkur báðar, okkur þykir ofsalega vænt um þennan hlýhug.

Ragnheiður , 17.12.2007 kl. 18:19

8 Smámynd: Ásgerður

HAHA,,,ég sagð að ég væri ekki í ættarmálum, var að enda við að tala við mömmu, þegar ég skrifaði þetta, en samt tókst mér að rugla þessu

Kveðja frá frænku í Kef.

Ásgerður , 17.12.2007 kl. 18:28

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var sko rosa grimm í tölvumálum meðan ég var með börn heima. Strákurinn sem er 19 ára fékk bara að vera á netinu í 2 tíma á dag fram að 16 ára, svo skoðaði ég hvað hann var að gera og einu sinni þegar hann hafði farið á klámsíðu lokaði ég á hann í viku, það var góð lexía á þeim tíma.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 19:22

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gaman að vera búin að fá þig sem blogvinkonu kæra

frænka. þú verður að segja mér meira af þér.

Stelpur þið eruð frábærar, ég var svo lánsöm er ég var að ala upp mín börn að það voru engvar tölvur,

sonur minn fékk eina í fermingargjöf, en þá var ekkert internet. Enda hafði hann um annað að hugsa, var í boltanum og björgunarsveitinni það var alveg nægilegt fyrir hann.

Takk fyrir mig Ragga mín, sá sem gefur hlýhug fær hlýhug.

Ásdís flott á þér hárið, algjör gella.

Kv. til ykkar allra Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2007 kl. 21:09

11 identicon

En hvað með þá tölvuleiki þar sem krakkarnir geta leikið sér af því að drepa fólk í tuga ef ekki hunduða tali, er það allt í lagi?

Stefán (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 02:18

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Stefán, Ráðlegg þér að lesa orð fyrir orð það sem ég rita um þetta mál, þá færðu svar.
Ég tala um að það sé algjör óþarfi að bæta kláminu við hina ósmekklegu flóru síðunar. Stefán minn kæri ef að þú læsir bloggin mín þá vissir þú að ég er algjörlega á móti ofbeldi af hvaða toga sem þau eru, svo óska ég þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

                                Jólakveðjur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.12.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband