Börn og áfengi.

Mig langar aðeins til að tala um áfengisneyslu.
Á kvöldi eins og gamlárskvöldi eru öll börn hrædd,
Mörg segjast ekki vera það, en eru það samt og mér finnst
að fólki beri að virða það ef t.d. börnin segjast ekki vilja fara út,
eða ekki fara á brennu ekki halda á blysum eða stjörnuljósum, það
gæti farið svo að þau biðu þess aldrei bætur,
ef við neyðum þau til að gera það sem þau ekki vilja.
Oft á tíðum erum við að þjóna barninu í sjálfum okkur með því að ota
þeim í eitthvað sem þau vilja ekki.
Nú ef börnin okkar eru óörugg, þá passar alls ekki að hafa vín um hönd,
Allir breytast við það að bragða vín.  sumir verða ágengari og skilja ekkert í þessum
aumingjaskap í börnunum, gera jafnvel lítið úr þeim fyrir framan annað fólk.
Ég hef horft upp á þetta, og ég hef sjálf reynslu alveg frá því að ég var barn,
að því að verða hrædd um leið og var farið að hreifa vín.
Þeir sem hafa ætíð vín um hönd á tyllidögum okkar landsmanna
geta kannski spurt sjálfan sig:,, Eiga börn ekki sama rétt á lífshamingju og aðrir?"
Jú þau eiga það. Hugsið út í þetta kæru foreldrar.
                              Gleðilegt ár og vaknið kát og hress
                              með börnunum ykkar á fyrsta degi nýs árs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband