Löngu tímabært að hætta að draga tennur úr miðbænum.

Sumir tala um að húsin séu ljót og niðurnídd,
en það er verið að vernda þau til að gera þau upp,
er það ekki annars?
Það er ekki fallegt að byggja dýrið við hliðina á Fríðu,
en munið þegar dýrið var að deyja þá kyssti Fríða það
að því að hún elskaði dýrir og viti menn þá breytist dýrið í
hinn fegursta prins, og þau lifðu í sátt við allt og alla það sem eftir var.

Ef að við hugsum aðeins um fegurðina, byggjum upp Fríðu í miðbænum
Gerum hana að þeirri fegurð sem henni ber.
Byggjum síðan upp dýrið eins og varnarmúr í kringum Fríðu
Þá erum við komin með yndislega borg
sem allir geta verið stoltir af.

Ég fæddist á Hringbraut  beint á móti Þjóðminjasafninu,
Fólkið mitt vann í miðbænum og þegar ég var stelpa þá var sko
gaman að skoppa um bæinn, það iðaði allt af mannlífi, fyrirtækjum og
verslunum og þótt ég  flyttist síðan í Laugarnesið þá skokkaði ég iðulega niður í bæ
og þótti það ekkert tiltökumál.
Ég elskaði borgina mína.
Endurvekjum hana eins og mögulegt er.

                                        Góðar stundir.
 


mbl.is Að draga tönn úr fallegu brosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góð grein!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.1.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Heidi Strand

Góðan dag. Í fæðingarbæ mínum Þrándheimi var heilt hverfi frá 18. öld sem átti að víkja fyrir umferðaræð meðfram Niðará. Gömlu timburhúsin voru flest frá 18. öld og orðin illa farin. Allt var í niðurníðslu vegna ástandsins, en skipulaginu var breytt og hverfið gert upp í sitt gamla horf . Það er í dag vinsælasta hverfið í bænum og þangað flykkjast ferðamenn. Hverfið heitir Bakklandet i Trondheim.Þar er iðandi mannlíf og starfsemi á borð við verslun, gallerí og verkstæði.

Heidi Strand, 13.1.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir það Jóhanna Magnúsar og Völudóttir.
Frábært að kenna sig við bæði foreldri.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2008 kl. 09:54

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábært innlegg hjá þér Heidi, ég sé Bakklandet í anda, kom í eitt svona þorp í Danmörku fyrir morgun árum það var eins og að koma
100.ár aftur í tímann, yndislegt. það er að sjálfsögðu regin munur á þessum tveim löndum hvað varðar landslag.
Allt flatt í Danaveldi, en fjöll og  firðir í Norge, ég hef líka komið þangað,
bara nokkuð mörg ár síðan.
                                

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2008 kl. 10:03

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var næstum því alin upp í Tjarnargötunni, man vel þessa góðu gömlu daga.  Góður pistill Milla. 

PS.  Elsku ekki ávarpa mig sem Ingibjörgu það er þá eins og mamma sé að skamma mig.  Hef alltaf verið kölluð Ía. 

Ía Jóhannsdóttir, 13.1.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín kæra ekki vill ég virka á þig sem móðir þín með skammir,
þetta var alveg eins heima hjá mér, ef mamma kallaði: ,,Emilía"
þá vissi ég að eitthvað væri að gerast.
Þetta voru æðislegir tímar þegar maður var að alast upp,
og manst þú að allir þekktu alla.
                                Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2008 kl. 10:56

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Eftir ærlega úttekt frá fagurfræðilegu sjónarmið, skoðaði ég umræddan reit og hússkrifli í gær. Því miður sá ég enga ástæðu til að láta þau standa, hvort sem húsin væru gerð upp eður ei. Hornhúsið sem er friðað er fallegt en þar er ekkert samræmi með hinum húsunum (kofunum). Hef ekki hugmynd um hvernig nýjar tillögur líta út en það hlýtur allt að vera betra en þetta. Bak við þessa kofa er stórt hús (sem mætti flikka uppá) á Skólavörðustígnum sem skín í frá Laugaveginum og er lítil prýði.

Þegar verið er að tala um að byggja nýtt, þá þarf það ekki allt að vera sömu mistökin og Morgunblaðshöllin á sínum tíma.

Eva Benjamínsdóttir, 13.1.2008 kl. 15:45

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sást þú ekki Silfur Egils í dag? Ef ekki þá verður það endurtekið
veit ekki hvenær, ef þessi hús verða byggð í sína upprunalegu mynd
þá verður þetta glæsilegt.
Jú það verða nefnilega sömu mistökin og morgunblaðshúsið á sínum tíma, engin spurning.
Í þýskalandi er verið að rífa niður heilu miðbæina til að byggja upp í upprunalegri mynd, vegna þess að hitt formið var ekki að selja neitt
og svo er verið að gera víða.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2008 kl. 16:01

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég sá ekki Silfrið vona að ég missi ekki aftur af því. Það getur svo sem vel verið að það borgi sig að endurbyggja í upprunalegt horf og að það verði fagurt? En ég velti fyrir mér þátíð og nútíð þegar kemur að því að hýsa eitthvað í húsunum og sé ekkert fyrir mér annað en rándýra veitingastaði, sem túristar gengju framhjá...Það breytist allt og við líka.

Það væri sjálfsagt eina lausnin að byggja gamlan bæ í borginni, þar sem fólk gæti farið inn í sögustund og fengið í æð gamlan sögulegan tíma og hafa þá allt þar einsog var, fólk, klæðnað, mat osfrv. Það yrði skemmtilegt leikrit allan ársins hring. Árbæjarsafn II í miðbæ Reykjavíkur (við tjörna td.) (Eins og t.d. Plymouth í Massachusetts).

Torfubaráttan var allt annað mál, finnst mér, ég var alla leið með verndun þeirra húsa og guði sé lof að sú barátta gekk eftir. 

Eva Benjamínsdóttir, 13.1.2008 kl. 17:30

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Tjörnina átti þetta að vera

Eva Benjamínsdóttir, 13.1.2008 kl. 17:50

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva mín það er ekki það sem fólk vill ,fá einhvern gamlan bæ.
það vill gamla bæinn á sínum stað, og það verða engir rándýrir veitingastaðir. þegar þú ert búin að sjá Silfur Egils þá veist þú hvað ég er að tala um mín kæra frænka.
Eva mín Silfrið er endurtekið  í kvöld kl.23.05.
Það verður að skipuleggja heildina annars verður engin heild, og engin hefur ánægju af því. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur.

                                    Kveðja þín Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2008 kl. 18:06

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Fyrirgefðu Milla mín ég komst ekki til að svara þér fyrr en nú eftir Silfur Egils. Hef verið sloj í dag eftir partýnótt á efri hæðinni. Annars mjög góður Menningar rúntur í gær, í 'krass' borginni Reykjavík. Krassaði meira að segja sjálf en gerði það á striga.

Þetta var mjög áhugaverður þáttur hjá Agli. Ég get ekki séð að það verði nokkurntíman fræðilegur möguleiki að byggð verði upp Reykjavík svo öllum líki. Það er alltof mikið skipulagsleysi nú þegar, að peningum verður ekki eitt í gamla heildarmynd af Laugaveginum einsog verið er að gera í milljónmanna borgum erlendis. 'Dream on popkorn'. En ég segi og meina það, að ég vil láta rífa þessi húsaskrifli og vanda til verka í uppbyggingu nýrra húsa eða nýs húss, sem kæmi til með að mynda eitthvert samræmi við götuna, taka mið af friðaða hornhúsinu t.d.

Ég hef heldur enga trú á að nýja byggingarverklagið dugi í nokkur hundruð ár frekar en það gamla.

Sem sagt, fylla upp í gatið í gómnum smekklega, ójá.

Takk fyrir mig frænka mín og góða nótt. kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 14.1.2008 kl. 01:14

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað sem verður um okkar kæra miðbæ þá, fannst þér þessi þáttur ekki góður?
Það á að byggja þarna Hótel og það verður eins og önnur
morgunblaðshöll. "I am going to dream on in a popkorn rain".
það má byrja smátt og halda svo áfram eftir því sem peningarnir duga hverju sinni. Mín skoðun er að fyrst verður að koma heildarskipulag,
síðan að byggja upp þessi gömlu hús, þá koma húseigendur í miðbænum og gera eitthvað fyrir sín hús,
því þá fer borgin að selja.
Það verður spennandi að sjá hvað gerist.
                    Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband