Er maðurinn kannski próflaus?

Nei ég bara spyr svona asnalega,
það eru margar leiðir til að drepa á bílnum.
Fyrir það fyrsta, að halda ró sinni sem þessi maður
gerði ekki, drepa á bílnum, kveikja á vá ljósunum,
stýra síðan bílnum þangað til hann stoppar.
Enn það er alveg nauðsynlegt að kveikja vá ljósin til
þess að aðrir ökumenn sjái að það er eitthvað að,
það er að segja ef fólk fattar að það sé eitthvað að.
Gott að þurfa ekki að nota þau,
en Íslendingar mættu gera það oftar og vita hvenær
ber að nota þau.
                                Góðar stundir.


mbl.is Bensíngjöfin festist í botni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur

Svona getur gerst á örskotsstundu, og þegar það gerist, til dæmis við svona gatnamót, er ekki alltaf tími til að hugsa um að smella váljósum í gang, heldur er kannski meira verið að einbeita sér að því að valda ekki stórslysi.

En, ákaflega vel athugað hjá þér, og alveg rétt :) 

Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 30.1.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mikill rosalegur morgunhani ertu Milla mín.  Ég er rétt að byrja á fyrsta kaffibollanum. Já það er þetta með vá ljósin eins og þú kallar þau, fólk sem keyrir með mér í bíl furðar sig alltaf á því hvað ég nota þau mikið.  Ég held að margir haldi að þau séu aðeins uppá punt í mælaborðinu.  Hlý kveðja inn í daginn. 

Ía Jóhannsdóttir, 30.1.2008 kl. 09:56

3 identicon

eee, Hvað með að "slíta tengslinn" þar að seigja að stíga á kúplinguna og bremsa??? eða setja í neutral ef að um sjálfskiptan bíl er að ræða, svo er þa nú þannig að bremsur á bílum eru altaf umþaðbil fjórum sinnum öflugri enn bélinn svo að ef að gæjinn/gellan hefði stígið á bremsuna hefði bíllinn stoppað. mér kemur það altaf frekar spanskt fyrir sjónir þegar að það koma fréttir sem þessar

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 10:16

4 identicon

maðurinn hefur nú líklegast ekki tekið eftir að bensínið er fast niðri fyrr en hann tekur löppina af pedalanum og ætlar að fara að bremsa.... væntanlega ekki gert ráð fyrir að bensíngjöfin væri FÖST inni.... fyrsta sem ég myndi hugsa er að reyna nu bara að koma mér frá bílum og fólki... vá ljósin virka nú lítið þegar það er gert ráð fyrir að bíllinn sé kyrr... og bíllinn væntanlega á e-h ferð og  líklegast að fara hraðar.... svo virkar ekkert rosalega vel að ýta á bremsuna á meðan bensínpedalinn er FASTUR!!!!!!!! prófiði að stíga bensínið í botn og bremsið, drepið á bílnum, setjið hann í hlutlausann eða kveiktu á "vá" ljósunum... tjékkið hvað skeður... TALIÐ SVO!

Robert (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 10:37

5 identicon

svo var það nátturlega bara vitleysisskapur í manninum að keyra yfir allarakreinarnar í stað að beina bílnum frekar styðstu leið útá tún éða einhvert þar sem hinir bílarnir eru ekki... og verslanir :S

Robert (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér Ólafur, en ef maður er pollrólegur þá er maður bara sekúndubrot að ýta á vá takkann.
Nafnið þitt hugnast mér vel.    
                              

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2008 kl. 10:49

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Ía mín já ég fer ætíð  snemma á fætur, fer í sjúkraþjálfun kl. 8. þá fer ég á fætur kl.6. því ég þarf nefnilega minn tíma á morgnana
eins og þú og er í fúlu ef ég fæ ekki frið með það.
hjartameðulin þurfa sinn tíma að koma mér í gang
Góðar kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2008 kl. 11:05

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgeir og Róbert það er hægt að útlista þetta á alla vegu
ætli við getum nokkuð dæmt þetta nema að lenda í því sjálfur.
Þótt maður sé nú að ropa þetta út í loftið.
Róbert ert þú búinn að prófa þetta allt sem þú telur upp,
væri gaman að vita það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2008 kl. 11:10

9 identicon

Ef að bensíngjöfinn festist í botni, hefur hann líklegast nú stíðið hana í botn til að byrja með, já? og já ég hef lend í því að bensíngjöf festist hjá mér, ég steig bara á bremsunaa og setti í hlutlausan, spáði síðan í þessu blessaða "vá" ljósi eftir að ég var stopp með snúnínginn í botni.

Prufið bara á bílunum ykkar ef að ykkur þykir ekkert alltof vænt um þá að bremsa meðan að þið standið á bensíngjöfinni, bíllinn stoppar og vélinn líka!  Sumir eru bara verri ökumenn enn aðrir, það er ekki eins og altof margir halda, sjálfsögð mannréttindi að hafa bílpróf.

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:08

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgeir gott að þú ert búin að prófa allt í þessu dæmi,
held ég prófi þetta ekkert á mínum bíl þó hann sé ekki neitt flottur.
Þú talar um að það komi þér spánskt fyrir sjónir þegar það koma fréttir af þessu tagi, málið er það að þeir hafa ekkert annað betra að segja okkur. Frekar fátæklegt.
Það er rétt hjá þér að bílstjórar eru misjafnir, sumum er það ekki gefið að aka vel, en reyna eins og þeir geta, aðrir eru fæddir bílstjórar,
enn aðrir eru stæla bílstjórar sem eru alveg óþolandi í umferðinni.
Enn ég vona bara að þessi unga kona sem lenti í þessu jafni sig fljótt á þessu áfalli.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.