Útrásin ekki að stöðvast.

Auðvitað er útrásin ekki að stöðvast, við þurfum á henni að halda.
En það þarf að stjórna af skynsemi.
Ef við mundum alltaf vera bara hér heima með okkar starfsemi,
Það sjá nú allir hvernig það yrði á endanum,
við erum svo lítið land, verðum að vera víðsýn,
fara í útrás til að efla fyrirtæki, hvort sem það eru bankar,
hátæknifyrirtæki eða verslanakeðjur.
Og ekki segja mér að þið haldi að það sé bara gert
til að sumir menn verði ríkari.
Að sjálfsögðu eru menn að auka sínar tekjur,
mundum við ekki öll gera það? Hefðum við tækifæri.
En því stærri og arðmeiri sem fyrirtækin eru,
því meiri atvinna, meiri innflutningur, meiri tekjur í
ríkiskassann.
Tökum til hliðsjónar hundarækt,
ef að við mundum ekki flytja inn hunda til ræktunar
Þá væru alltaf sömu hundarnir í undaneldinu,
og hvað gerist, jú á endanum fæðast afar miklir gallagripir.
óalandi og óhafandi, sem var reyndin með gömul góð fyrirtækin
sem lognuðust útaf vegna stöðnunar.
Gæti ég lengi talið, en læt gott heita.
                                          Góðar stundir.


mbl.is Íslenska útrásin að stöðvast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband