Hef hingað til ekki út talað mig um þessi mál Hannesar, EN!

Þetta nýasta, að það þurfi að safna fyrir Hannes Hólmstein,
það keyrir nú alveg um þverbak.
Mér finnst það forkastanlegt, að safna fyrir mann sem ætíð
hefur haft nóg fyrir sig.
Ég spyr vill hann það, og mun hann taka á móti söfnunarfé?.

Talað er um að auðmaður sæki að honum fyrir að nota
málfrelsi sitt á Íslandi.
Er það ekki dómsstólana að dæma um það
hvort hann er sekur eða saklaus
í því að hafa nýtt niður þann mann sem sækir að honum.

Oft á tíðum hafa mér fundist ummæli Hannesar Hólmsteins,
óvægin í garð fólks og málefna.
Hann er afar vel máli farinn, en má aðeins passa sig í
orðavali svona á stundum.
                                              Góðar stundir.


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Verð að vera sammála þér þarna..En sá að þú hafir verið að vinna í stórum stelpum þá hefur þú væntanlega verið að vinna með ná frænku minni henni ósk eða hvað? smá forvitni í mér hafðu ljúfan dag

Brynja skordal, 31.3.2008 kl. 08:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég held það nú, hún Ósk er yndisleg kona og það var svo gaman hjá okkur öllum við unnum svo vel saman. Ég væri örugglega ennþá að vinna þar hefði ég ekki kynnst manninum sem ég kalla engilinn,
en hann á náttúrlega nafn og heitir Gísli og fluttist ég til Ísafjarðar til hans, svo ákvað ég að elta hluta af börnunum mínum til Húsavíkur.
Nú búa allar dætur mínar hérna, bara sonurinn fyrir sunnan.
                  Kveðja til þín Brynja mín
                            Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Brynja skordal

já hafði oft heyrt hana dásama Guðrúnu og þá varst það þú gaman að þessu Hitti einmitt ósk í gær...já trúi því að þú viljir vera nálægt börnunum þínum á Húsavík enda fallegt þar

Brynja skordal, 31.3.2008 kl. 09:40

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Málfrelsi eða meiðyrði???

Hvað sem því líður..........ER ÞETTA EKKI DJÓK???

Fjandinn fjarri mér að ég taki þátt í svona vitleysu.

Solla Guðjóns, 31.3.2008 kl. 10:07

5 Smámynd: Erna

Ég mundi nú vilja heyra eitthvað um þetta mál frá honum sjálfum. Sennilega er þetta allt satt og rétt, þögn er sama og samþykki.  Mig grunaði nú ekki að maðurinn væri svo illa staddur að hann þyrfti á svona söfnun að halda, en það er víða pottur brotinn..Bestu kveðjur til þín Milla mín

Erna, 31.3.2008 kl. 10:24

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér en mér langar að heyra hvað hann mun segja.Kveðja Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 10:54

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allir þekkja alla á þessu landi voru Brynja mín og ef þú hittir Ósk þá mátt þú bera henni kveðju mína.

Ekki ætla ég að taka þátt í því að styrkja hann, en ég spyr eins og Solla er þetta ekki grín???
Stelpur, ef þessi maður er í kröggum , þá er það hans mál ekki okkar.
en gjarnan vildi ég heyra hvað hann hefur að segja um þetta mál.
                         Bouncing Hearts            Knús á ykkur. Bouncing Hearts 
                                       Milla.





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2008 kl. 11:43

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já já örugglega, þeir eru svo góðir við okkur blessaðir bankarnir.
                        Knús til þín Sigga mín.
               Bouncing Hearts                   Milla. Bouncing Hearts 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.