Strákar svona hegðun er bönnuð.

Þessi mótmæli fóru í upphafi vel af stað, og studdi ég
aðgerðir strákanna, og ekki er ég að segja að
uppþotið við bensínstöðina við suðurlandsveg hafi
verið þeirra gjörningur, en þeir áttu að koma sér í burtu
hið bráðasta er fólk sem ekki var á þeirra vegum hóf
óspektirnar.
Allt fór úr böndunum þarna uppfrá, og eiga allir þátt
í því og ekki síður lögreglan.

Þetta atvik í gær, er lögreglumaður var sleginn í andlitið
var forkastanlegt.

Ekki vilja trukkarar kannast neitt við þennan mann, segja
hann ekki á sínum snærum, ekki veit ég neitt um það,
en ef hann er það, af hverju í fjandanum kannast þeir þá
ekki við manninn, og fordæma samt hans gjörðir.

Ég tel að menn eigi að standa saman. 
Ofbeldi er aldrei fyrirgefanlegt og er til skammar fyrir alla.

Ég er einnig sammála því að ríkisstjórnin á alla sök á
seinaganginum á afgreiðslu þessara mála.

En það er alveg sama hvað hver gerir eða ekki gerir
hótanir og fólk beðið um að svipta sig lífi, 
ég veit ekki hvað og hvað, er ekki líðandi, hver sem á í hlut.
Við erum ekki villimenn. Gætum að heiðri okkar, þó við séum að
ná fram okkar réttindum.


mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Ég held að svona læti skili aldrey neinu góðu, þvert á móti eins og hefur synt sig nú.

Knus til þín ljúfust

Kristín Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Erna

Góðan dag frú Milla . Mér þykja þessi mótmæli á síðustu dögum vera að breytast úr mótmælum yfir í óeirðir.Og það er sko alls ekki það sama. Vona að þú eigir góðan dag Milla mín.

Erna, 25.4.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Samþykki allt sem þið segið, þori ekki að segja orð, nei annars,
það er satt, nú má fólk fara að vara sig.
   Eða ég tek til minna ráða.           
Knús inn í daginn Milla.                                                                 Club Box 5
 
                     





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Brynja skordal

Góðan dag milla mín er að kíkja aðeins áður en ég legg í hann til Manchester hafðu það gott með þínu fólki um helgina knús kveðja

Brynja skordal, 25.4.2008 kl. 09:50

5 Smámynd: M

Þetta er orðið gott

M, 25.4.2008 kl. 10:29

6 Smámynd: Johnny Bravo

Mér er sama hver lokar vegum og afhverju, ég vil að lögreglan haldi þeim opnum.

Ég studdi þá í byrjun það er farið núna, þeir verða að stofna stéttarfélag og fara í verkfall, ein þeir eru allir verktakar og geta það ekki eins og staðan er í dag. 

Johnny Bravo, 25.4.2008 kl. 11:07

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er hlynnt mótmælum, en ekki ofbeldinu sem eru orðin í kringum þessi sem eru algjörlega farin úr böndunum, og trúlega aldrei ætlunin hjá þeim að þetta færi svona.
Ég sem hélt að flestir væru í vinnu hjá Eimskip eða Samskip.
                       Takk fyrir innlitið Johnny

Já Emm þetta er orðið.

Elsku Brynja mín góða ferð og skemmtu þér ofsa vel.
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2008 kl. 11:30

8 identicon

Án þess að ég þekki Sturla nokkuð þá sýnist mér að hann þurfi að fara að taka sér hvíld hann er greinilega búin að vera undir miklu álagi undanfarið úr öllum áttum. Ég held að það þoli enginn svona álag til lengdar. Hann er kannski ekki búin að átta sig á aðstæðum þegar fréttamenn eru farnir að spyrja hann út úr og veit varla hverju hann á að svara.  Það er örugglega ekki gaman að standa í eldlínunni dag eftir dag og fá kannski 100 símtöl frá arfavitlausum bílstjórum og öðru fólki daginn út og daginn inn. Reiðin beint í æð allan daginn ég held að það þoli það enginn dag eftir dag, mér finnst ekki skrítið að stundum verði svörin ekki vel úthugsuð. En það er svolítið eins og þessir menn megi heldur ekki vera eins og þeir eru, þeir eru nú svolitlir villimenn í eðli sínu og er það ekki bara allt í lagi á meðan þeir eru ekki að berja mann og annan. Lögreglan hleypti reyndar illu blóði í menn með aðgerðum sínum þannig að margir eru algjörlega brjálaðir ennþá ekki búnir að ná sér niður þrátt fyrir að nokkrir dagar séu liðnir frá atburðunum á Norðlingaholti.  

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:09

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held að ég sé nú alveg sammála þér í þessu Jónína, þetta er ekki auðvelt fyrir nokkurn mann.
Jú það er í lagi að þeir séu svolitlir villimenn, þeir eru nú sterku duglegu strákarnir okkar, þurfa að takast á við ýmislegt á sínum ferðum, sem allur almenningur mundi bara bíða eftir næsta bíl til að redda málunum.
Ég er stolt af þeim, þó ég fordæmi ofbeldi, sem ég hef ekki séð þá beint beita. megi öllum farnast vel í þessu máli.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2008 kl. 12:26

10 identicon

Já Guðrún mín ég held einmitt að það sé málið að þeir geti tekist á við hin ýmsu mál í sinni vinnu sinnt því sem enginn annar myndi leggja sig niður við að gera og kannski einmitt af því að þeir eru svolitlir villimenn í eðli sínu, óhamið skap er einn þátturinn í því. Ætli það kannist ekki margir við það sem eru í milliferðum á landbyggðinni hversu gott það er að elta flutningabíl í þreifandi bil vegna þess að þeir hafa betri yfirsýn yfir vegina með ljósbúnaðinum sínum. Ég man allavega þá tíma þegar ég var að þvælast yfir fjallveg í vitlausu veðri fyrir tíma farsímanna og fannst öryggi í því að vita af flutningabíl á eftir mér hann myndi þá hirða mig upp ef minn bíll myndi stoppa. Ég get líka bætt því hérna inn að í öll þau skipti sem bíllinn minn hefur bilað á þjóðveginum þá hefur það verið flutningabílstjóri sem hefur stoppað og leyft mér að fljóta með sér á leiðarenda.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:56

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína, kannast við það líka að notast við að aka í kjölfar þessara stóru bíla, með engan farsíma, stundum var maður með talstöð,
ja hérna það sem maður er ekki búin að upplifa, það væri efni í heila bók.
                     Kveðja til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband