Fyrir svefninn.

                       Þjóðsögur

Alstaðar í heiminum eru til margar gerðir af
einni sögu sem margir Íslendingar þekkja mjög vel,
Selshamurinn. En hérna koma tvær þeirra sú fyrri
sem allir þekkja Selshamurinn og sú seinni frá Japan,
Himneska slæðan, eða Haguromo.

                       Selshamurinn

Einu sinni var maður nokkur austur í Mýrdal, sem gakk
hjá klettum við sjó fram að morgni dags fyrir fótaferð;
Heyrði hann glaum og danslæti inn í hellinn,
en sá mjög marga selshami fyrir utan. Hann tók einn
selshaminn með sér, bar hann heim og læsti hann niður
í kistu. Um daginn nokkru seinna kom hann aftur að
hellisdyrunum; sat þar þá ungleg kona og lagleg;
var hún alsber og grét mjög.
þetta var selurinn sem átti haminn, er maðurinn tók.
maðurinn lét konuna fá föt, huggaði hana og tók hana 
heim með sér. var hún honum fylgisöm, en felldi skap
sitt miður við aðra. Oft sat hún og horfði út á sjóinn.
Eftir nokkurn tíma fékk maðurinn hennar, og fór vel á
með þeim og varð barna auðið. Haminn geymdi bóndi
alltaf læstan niður í kistu og hafði lykilinn á sér,
hvert sem hann fór. Eftir mörg ár reri hann eitt sinn
og gleymdi lyklinum heima undir koddabrún sinni.

Aðrir segja að bóndi hafi farið með heimamönnum sínum
til jólatíða, en kona hans hafi verið lasin og ekki getað farið
með honum; hafi honum gleymst að taka lykilinn úr vasanum
á hversdagsfötunum sínum þegar hann hafði fataskipti;
en þegar hann kom heim aftur, var kistan opin og konan horfin.
hafði hún tekið lykilinn og forvitnast í kistuna og fundið haminn;
gat hún þá ekki staðist freistinguna, kvaddi börn sín, fór í
haminn og steyptist í sjóinn. Áður en konan steypti sér í sjóinn,
er sagt hún hafi þetta fyrir munni sér.
  " mér er um og ó,
    ég á sjö börn í sjó
    og sjö börn í landi."
Sagt er að manninum fjéllist mjög um þetta.

þegar maðurinn réri til fiskjar,
var selur oft að sveima í kringum skip hans,
og var eins og tár rynnu af augum hans.
Mjög var hann aflasæll upp frá þessu, og ýmis höpp
báru upp á fjörur hans. Oft sáu menn það, að þegar
börn þeirra hjóna gengu með sjávarströndinni synti
þar selur fyrir framan í sjónum, jafnframt sem þau 
gengu á landi aða í fjörunni, og kastaði upp til þeirra
marglitum fiskum og fallegum skeljum.
En aldrei kom móðir þeirra á land aftur.

Seinni sagan kemur á morgun.         Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þessa sögu hef ég lesið takk fyrir og góða nótt Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú ert svo dugleg að skrifa Milla mín. Verst að ég hef lítinn tíma til að lesa allt sem þú bíður uppá og það svekkir mig smá. Annars verð ég að segja þér hvað sótti að mér í gær, ég var alveg ómöguleg.... Þá finn ég mjög mikilvægt bréf í ruslpóstinum, sem ég varð að svara. Nú eru miklar líkur á því að ég fari eitthvað norður í land í sumar og sennilega í endaðan júní, áður en ég fer vestur. Ekkert neglt niður ennþá en miklar líkur á að við sjáumst.

Ljós til þín elsku frænka

Eva Benjamínsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: M

Góða nótt kæra Milla

M, 28.4.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég las þessa sögu í Blá-, Rauð-, eða Grænkápu í 4 - 6. bekk.
Ég held ég hafi verið í 4. bekk vegna þess að ég man sterklega eftir því að ég hafi trúað þessari sögu.
Mér finnst íslenskar sögur, byggðar á íslenskum atburðum fyrir mörgum öldum áður alltaf jafn flottar.
Síðasta skipti sem ég fékk í skóinn, jólin 2006 fékk ég á spólu Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, þar sagði Árni sögurnar, og fleiri, fleiri leikarar léku í henni. Þar á meðal sonur Árna, Örn Árnason.
Margrét Eir söng gömul lög, og ég held mjög mikið upp á þessa spólu.
Síðasti bærinn í dalnum er líka klassísk, uppáhalds myndin mín, frá 1998 eða svoleiðis. Hildigunnur Þráinsdóttir, Gunni, hans kona og þrjú önnur léku í þeirri mynd

Góða nótt mín kæra Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar saman, Þjóðsögur og margt annað höfum við öll lesið eða heyrt um, en við erum fljót að setja í geymsluminnið og köllum það ekki svo gjarnan fram.
Mér finnst gaman að rifja upp og lesa aftur og aftur þessar gömlu hermdur, að ég fór akkúrat að lesa um galdra og þjóðsögur núna var þessi sýning á Laugum, þær gerðu þetta þema snúllurnar mínar og vinkonur þeirra á Laugum, sem eru líka tvíburar.
Þær gerðu samantektarrit um galdra og ýmislegt í kringum þá til að fólk skildi betur þemað sem þær útbjuggu.
og mun ég halda áfram að birta ykkur það sem í ritinu stendur.

Gaman að heyra þig segja þetta Róslín mín, enda stúlka með þinn þroska hlaust að hafa áhuga á þessu sem og öðru sem gott er að vita.

Sigga ég gæti skrifað miklu meira ef ég héldi að það kæmist til skila.

Eva mín yndislegar fréttir vona að þú komir, þú hefur samband.

Hallgerður það gleður mig að lýta morgunkveðju þína, og leita ég eftir henni, er sest við tölvuna á morgnanna.
                     njótið dagsins snúllur
                       Milla.
Ég ætla að njóta hans inni
við kertaljós, þó að það sé bjart.                  Frosty 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband