Auðvitað er þetta fagnaðarefni.

Ef að það hefði náð fram að ganga að ekki hefði verið tekið á móti
flóttafólkinu, vegna ummæla Magnúsar Þórs hefði það verið hneisa fyrir
Akranesbæ.

En Karen Jónsdóttir fulltrúi F-lista hefur ákveðið að ganga til liðs við
Sjálfstæðisflokkinn,
og er það skiljanlegt í ljósi þeirra skoðana sem sumir flokksmenn F-listans hafa,
en það vissi að sjálfsögðu Karen er hún gekk til liðs við flokkinn.
Óska ég ykkur alls hins besta í nýrri bæjarstjórn.

Á flokkur sem hefur svona hugsandi menn innanborðs nokkra framtíð fyrir sér?,
Ekki að mínu mati.
Það þarf að hreinsa til fyrir næstu kosningar, engin mun gleyma þessu.


mbl.is Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, það eru aldeilis fréttir af Skaganum. Mér hefur alltaf fundist það ömurlegur hlutur þegar fólk skiptir um flokka á miðju tímabili, það væri mikið hreinlegra að hætta bara. Annars held ég að þetta sé besta manneskja, hún Karen (hún er barnabarn Gísla Vill. og Karenar). Og ég skil hana alveg að hafa viljað koma sér úr sama flokki og Magnús Þór, vegna þess sem hann hefur látið frá sér fara varðandi flóttafólkið.

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef ætíð verið þeirra skoðunar að þetta sé ekki rétt ,
en svo er  hægt að ganga fram af mönnum,
að þeir hreinlega verði að skipta um flokk.
Allir hafa lesið ummæli Magnúsar Þórs í blöðunum, bæði núna og fyrir síðustu kosningar, maðurinn vill ekki útlendinga inn í landið, en honum finnst örugglega allt í lagi að við förum og bæði búum og lærum erlendis. En ég ætla ekki að út tala mig um þessi orð hans meir, en út af þeim urðu þessi slit.
Það hefur nú oft verið þannig í bæjarpólitíkinni að menn hafa tekið sig saman og leyst málin, sama í hvaða flokki þeir eru, og finnst mér það virðingavert. Gísli lýsti því yfir að þó hann gengi í lið sjálfstæðismanna núna, þá væri hann ennþá sami jafnaðarmaðurinn.
Ég dáist að fólki sem framkvæmir svona lagað er þörf krefur.
Gangi þeim bara allt í haginn.
Mér datt það í hug nafna að þetta væri yngri útgáfa af Karen
trúlega höfum við þá hist sem stelpur mamma hennar og ég.
                        Kveðjur til ykkar allra
                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín netfangið mitt er millagisli@gmail.com
                        Knús kveðja 
                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2008 kl. 19:09

4 identicon

Ég vil minna þig á Guðrún að fylgi Frjálslyndra mældist hæst í sögu flokksins eða 11,2% rétt eftir að grein Jóns Magnússonar birtist á sínum tíma. Þetta fylgi fór einungis niður vegna þess að þeir drógu í land með mest allan málflutninginn. Það má því leiða líkum að öflugur þjóðernisflokkur gæti komið sterkur inn með enn harðari málflutning en þetta.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:32

5 identicon

Það er einginn mumur á Frjálslyndum og Sjálfstæðis ,og þess vegma munar ekki miklu kvorumegin við strikið er staðið ,og ef þetta bjargar eitthverju þá er það hið besta mál ,og ekkert nema gott um það að segja .

Jón ReynirSvavarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Johnny, Eigi finnst mér það vera fylgi til að hrósa sér af, enda hugnast mér eigi flokkur með þessa stefnu sem um ræðir.
og þeir sem styðja stefnuna, eru þá ekki hlynntir því að við förum erlendis til náms eða til aðseturs, þá er bara ein leið fyrir þetta fólk,
Það er moldar kofinn, fólk verður að hugsa að víðsýni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 07:31

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jón Reynir það er nú munur, t.d. í fiskveiðistjórnun, en kannski verður það eins og með félag smábátaeigenda sem átti að vinna að hag þeirra, en er farið að vinna að hag kvótafurstana, maður veit aldrei
og getur engu treyst.
Ég þekki marga góða og heiðarlega menn í frjálslynda flokknum, en hversu lengi það er ekki gott að segja.

Já mér hugnast þetta mál á skaganum bara vel, og megi þeim ganga allt í haginn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband