Skoðun Geirs aftan úr fornöld.

Ég er svo undrandi á formanni sjálfstæðisflokksins,
er það nú ekki í fyrsta skipti, hef nú varla heyrt nokkuð
frá honum sem að notum kemur,
en lokksins er heyrist eitthvað í manninum þá segir hann:
,, Ég vill ekki ganga í  Evrópusambandið".
Ja há! hélt að það væri nú í lagi að skoða það mál.
Þorgerður Katrín kemur þó fram af einlægni og segir:
,, Það er í lagi að skoða málið, það er þá búið að ræða það".
Flott hjá henni, enda að mínu mati á hún að verða næsti
formaður flokksins.
Hún hefur kjarkinn, víðsýnina og þorir að tala.
mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Já hún er búin að sína fram á merkilega hæfileika í flokks-pólitíkinni. Nú ef hún gæti fært smá af þeirri kunnáttu í menntamálin og kannski líka kænskuna....

Skaz, 17.5.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þorgerður Katrín er flott, ég mundi vilja sjá hana sem formann.

Huld S. Ringsted, 17.5.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún verður næsti formaður það er ég viss um.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 12:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skaz viltu heimfæra hvað það er sem hún hefur ekki gert, og hvað þú ert óánægður með?.                       

Að mínu mati er hún eina von flokksins.
Knús á ykkur stelpur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 13:09

5 identicon

Sótsvartur almúginn á Íslandi er yndislegur. Hann flettur ofan af fáfræði sinni í þúsundatali á bloggi mbl.

 http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/

 Mæli með þessari lesningu um ESB. Þetta snýst ekki bara um lægri vexti og afnám verðtryggingar, lægri tolla og minni verðbólgu eins og allir virðast halda.

nonni (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 13:29

6 Smámynd: Íslands-Bersi

Þetta snýst um sjálfstæði landsins en ekki afréttara eftir slæma drykkju og sukk

Íslands-Bersi, 17.5.2008 kl. 13:42

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín þú misskilur þetta ég er ekki að tala um að ég sé hlynnt
því að ganga í Evrópusambandið.
Ég er að meina hrokann í orðum þeim að segja: ,, ég vill ekki".
En ég meina það að allt í lagi er að kjósa Þorgerði í formannsstólinn kæla aðeins niður rostann í karlpeningnum.

Annað ég hef ekki hundsvit á því hvað er best og hver hefur það að óathuguðu máli???.

Nonni þú getur kallað mig fáfróða, en ég tek það bara ekki til mín.
Allir gera það sem þeir hafa þroska til hverju sinni,
einnig þú, er það ekki???.
En Nonni ert þú ekki sótsvartur almúgi eða ertu einn af þeim ríku?.
Læt þig vita það góurinn að ég held bara ekki neitt um neitt og þarf að taka við mínu frá miðlurum þessa lands úr sjóðum sem ég er búin að borga í allt mitt líf og þeir að hafa það fé til ávöxtunar,
og ég fæ engu ráðið.
Tel ætíð heppilegt að blogg sé lesið vandlega áður en menn hella úr sér grautnum sem innra með þeim býr.
              Eigið samt góða helgi herramenn
                    Nonni og Íslands-Bersi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 14:26

8 identicon

Hér í Svíþjóð erum við að fá okkur fullsödd af yfirgangi ESB. Það er ekki nóg með að Brussel hafi skoðanir á því hvernig rækta eigi grænmeti - nú er ljóst að hið Norræna módel um lágmarkslaun er ekki ESB að skapi. Samkvæmt nýlegum dómi eru Norðurlönd sem eru með í ESB skyldug til að leyfa fyrirtækjum frá austur Evrópu að vinna innan landanna á smánarlaunum.

Allt í nafni frjálsrar samkeppni.

villa (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 20:16

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Villa takk fyrir að upplýsa mig, og ég veit vel að það eru vankantar á þessu, og segi ég líka að ég hafi ekki hundsvit á þessu, en það megi skoða málið.
Aðallega fer hroki þessara manna sem tala svona í mig.
Þeim ber að leifa þjóðinni að fá vitneskju um hvað aðild hefur í för með sér, það er allavega lýðræði.
                          Kveðjur til Sverige.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 21:20

10 identicon

Ég er ekki sjálfstæðismanneskja, ég er óflokksbundin, en ég tek ofan fyrir Geir. Hlustið þið á það sem hann er að segja, því það er sannleikur. Ég bjó í hjarta evrópu í 30 ár og er ný flutt aftur heim. Ég varð vitni að því þegar evrópa sameinaðist, landamærinn opnuðust og allt breyttist. Svo kom evran og rústaði restinni fyrir meðalmanninum. 11 milljón þjóðverja búa UNDIR fátækramörkum,,, í köldum íbúðum...   4 hvert barn í Berlín líður skort. TIL HAMINGJU EVRÓPA!!!  Flott mál maður! Þetta er svipað í allri evrópu nema Lúxemburg sem er ennþá ríkt land.

 Geir talaði úr mínum munni í kvöld. Við ERUM mjög sérstök þjóð. Viljum við selja okkur fyrir efnishyggju? Halló? Ég ráðlegg hverjum einasta íslending með skoðanir, að lesa ÖLL evrópulögin áður en þeir dæma Geir og hans staðreyndir. Síðan ættu þeir að lesa allt um Jón Sigurðsson heitinn. Nei ég hef ekki lesið öll evrópulögin en ég upplifði tonn af þeim. Rockhard reality!

Ég elska þetta land og dáist að þjóðinni með allann sinn dugnað, og þegar maður upplifir í hnotskurn hvað þetta evrópusamband er, þá þakkar maður fyrir að koma hingað heim og taka þátt í samhentu reddingarþjóðfélagi sem stendur sig eins og stórveldi. Það má margt betur fara hér á landi, en ég vona að ég þurfi aldrei aftur að upplifa að búa undir evrópubákninu. Að ég þurfi aldrei aftur að borða bara útlenskt kjöt eða grænmeti. Íslensk matvara er lostæti!

Ef þið bara vissuð hvað Ísland er mikil paradís. Ég bjó í 88 miljón manna þjóðfélagi og borgaði 6 sinnum meira í rafmagn og hita en ég borga hér á landi. Ég þakka Guði í hvert sinn sem ég drekk ískalt vatn úr krananum, því það er ekki búið að fara 7 sinnum í gegnum mannslíkamann. Mér finnst að þjóðin mætti taka sig aðeins á, og Geir mætti rassskella alla ríkisstjórnina opinberlega á Austurvelli :=)

anna (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:52

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna takk fyrir þennan góða pistil og er ég sammála þér um ágæti Íslands, elska sjálf þetta land.
eins og ég hef sagt hér áður þá var ég ekki að tala um að ég væri
með því að ganga í Evrópusambandið, því ég þekki það ekki neitt.

Þú mátt dásama Geir að vild hann er afar góður heimamaður.

Enn Anna mín ég hef enga trú á honum að því að hann er ekki löngu búin að rass-skella alla ríkisstjórnina.
það er líka orðið of seint.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 22:11

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Micha takk fyrir þitt innlegg, en ég læt ykkur Önnu eigast við í þessari viðureign þó margt gæti ég sagt.
                       Kveðjur og góðan sunnudag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 14:20

13 identicon

Ég er búin að svara Micha´meðal annars á bloggi Guðrúnar Sæmundardóttur.

anna (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband