Hvað gefa þær af sér til þjóðarbúsins.

Ekki hef ég mikið vit á því hvort þær eru réttmætar,
eður ei Hrefnuveiðarnar.
Talað hefur verið um að veiða verði þær sökum þess sem
þær borða.
Að þær borði frá þeim fiski sem við þurfum að veiða okkur til
framfæris og matar.

En hér áður og fyrr var ekki veitt nándar nærri svo mikið
sem veitt hefur verið undanfarin tuga ára,
svo helst þetta ekki allt í hendur?,
ofveiði sem stunduð hefur verið af mannavöldum,
versnandi skilyrði fyrir fiskin í sjónum og minnkandi hvalveiðar,
og svo margar aðrar ástæður sem ég hef hreinlega ekki
vit eða nennu til að telja upp.

Langar að vita.
Hvað eru Hvalveiðar að gefa okkur mikið í þjóðarbúið?.
Hvað er til mikið kjöt síðan í fyrra?.
Hvað margir borða Hvalkjöt núorðið?.
Til hvers er verið að halda úti rannsóknarveiðum ef
flestir eru hættir að borða þetta kjöt.

Spyr ein sem ekki hefur mikið vit á þessum málum, en
hefur það á tilfinningunni að það sé verið að stunda
þessar veiðar, bara af því að það hefur ætíð verið gert.


mbl.is Óánægja með hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Mér er svo sem nokkuð sama um þessar veiðar, en skil þær samt ekki beint. Það er sannarlega ekki nauðsynlegt og ekki erum við að svelta og vantar hrefnukjöt í matinn. Mér finnst eiginlega óþarfi að vera að æsa upp umheiminn með þessum veiðum, enda til hvers að vera að hræra upp í andúðinni gegn okkur með ónauðsynlegum veiðum? En, eins og ég sagði - þá skipta þessar veiðar mig svo sem ekki miklu máli. Knús í daginn þinn mín kæra Milla og hafðu það yndislegt!

Tiger, 20.5.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta var stundum á borðum á æskuheimilinu, mér fannst þetta ekki gott. Eina sem ég sakna frá hvalveiðiárunum er súrt rengi, það fannst mér gott þó ég borði allajafna ekki súran mat að öðru leyti

Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Tiger míó, knús
             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín súrt rengi  hefur aftur á móti ekki smakkast mér þó ég borði allan anna súrmat.
Manstu bölvað brækjubragðið af hrefnukjötinu en maður borðaði þetta, en frekar lítið, maður var bara saddur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.5.2008 kl. 21:27

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðrún, ef ég man rétt skiluðu hvalveiðar frá 2 - 3% af þjóðartekjum en hvalirnir borða tugfalt meira en við veiðum. Þannig að þetta eru mjög miklir hagsmunir

Sigurður Þórðarson, 21.5.2008 kl. 00:23

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir upplýsingarnar Sigurður, en hvað hafa 40 hrefnur að segja í því? Er eiginlega hvorki með eða á móti, en langar að fræðast.
                          Kveðja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband