Er innrás hafin?

Það á að fjarlæga dýrið og það hið bráðasta,
eru menn að bíða eftir því að dýrið drepi einhvern?
Þetta er ekki einhver lítill sætur bangsi eins og sumir
vilja halda fram, heldur drepur hann hiklaust,
ef grænlenski vinnumaðurinn hefði ekki bjargað hundinum
í hús þá hefði bangsi drepið hann með einu höggi.
mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Það er nefninlega málið, þetta er ekki einhver lítill sætur bangsi. Hverju ætli sá grænlenski myndi svara ef hann væri spurður? Ætli hann myndi vilja láta dúlla við að ná honum lifandi og flytja út aftur?

Ef hann er einn af þeim sem koma hingað á vegum landbúnaðarskólans í verklegt nám þá má meira að segja búast við því að hann hafi séð svona aðstæður heima hjá sér. Ekki það að ég tek ekki endilega svo sterkt til orða að skjóta hann strax, heldur láta sérfræðingar (ekki bara umhverfissinna)um að taka þá ákvörðun og sætta okkur svo við hana. Það er mjög auðvelt fyrir mig að sitja hér inni í húsi á Akureyri þar sem alveg öruggt er að enginn svona skepna kæmist nálægt mér og koma með einhverja besser vissera yfirlýsingar um hvað best er að gera.

Eigðu ljúfan seinnipart, með engan ísbjörn í nágrenni.

Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 15:21

2 identicon

ahhhh,,,, ekki er ég nú sammála þér í þetta skiptið Milla mín. En eigðu góðann dag.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

LITLA HVÍTA GREYIÐ!
Aleinn og ráðalaus, og líka í útrýmingarhættu, ég ætla að fara að kjassa við hann, því flestöll dýr kunna að meta mig, svo er ég líka ljón

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.6.2008 kl. 16:50

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hvad er eiginlega í gangi á íslandi eru teir farinir  ad klóna ísbirnina eda hvad??????Vonandi ná teir honum ádur en fólk og fleirri dýr koma til skada...

Knús á tig .

Gudrún Hauksdótttir, 16.6.2008 kl. 17:02

5 identicon

Ég held að fólk sem talar um það að ná birninum lifandi viti ekkert um hvað þau eru að tala, þetta eru ekki lítil sæt gæludýr sem einhvern langar til að hafa nálægt sér.  Alveg er ég sammála þér um þetta Milla mín. Ekki vildi ég hafa hann ranglandi í nágrenni við mig með börn úti að leika. Dóttir mín er nú hrædd við að setja börnin sín út vegna þess að haförninn sveimar hér oft yfir svæðinu ekki veit ég hvernig hún myndi bregðast við ef það væri hvítabjörn í nágrenninu. Það eru eflaust öll dýr í hættu vegna hans jafnvel hestar, sauðfé og annar búpeningur. Hver ætli bæti skaðann við æðarvarpið? Örugglega verður það ekki bætt ef ég þekki rétt til þessara mála.

Eigðu góðan dag Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Erna

Má ég fá hann það yrði þá ekki í fyrsta skipti sem ég tæki að mér óvelkomnar skepnur  En með fullri alvöru þá eru þetta stórhættulegar skepnur og það þýðir ekkert að vera með einhverja svona tilfinningasemi gagnvart þeim. Vona að allt fari vel í þessu máli.

Erna, 16.6.2008 kl. 17:40

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

 Æ ekki drepa grei skinnið alveg komið nóg af hryllingsmyndum af bjarnadrápi.....

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 17:41

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æji Milla, þú ert nú svolítið krútt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.6.2008 kl. 19:09

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín eitthvað verður að gera við dýrið.

Erna sko ísbjörninn fannst ekki á haugunum, svo þú þarft ekki að taka hann að þér, það er sko annað með hana Tinnu þína.

Jónína mín það er rétt hjá dóttur þinni að hræðast haförninn. maður veit aldrei hvað hann gerir.
Ísbirnirnir virðast vera farnir að koma þó langt sé í ísjaka.
hvað veit maður hvar fleiri eru.

Guðrún það er ýmislegt í gangi á fróni voru.

Rósin mín farðu nú ekki þér að voða.

Magga mín hvað villt þú gera við dýrið?

Anna Guðný það er satt við vitum afskaplega lítið, en vitum þó að
dýrið er hættulegt og við vitum ekkert hvar næsta dýr er,
kannski bara á Húsavík

Ég er nú voða sein að svara núna, það var verið að setja nýja vírusvörn og allt það hjá mér. Og þetta er búið að taka sinn tíma.
En núna á ég að vera varin fyrir , ég held bara öllu,
eða þannig.
                       Knús á línuna Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 19:14

10 Smámynd: Erna

Ertu með ísbjarnarvörn  Vona samt að Gísli komist í gegn um þessa nýju vörn  

Erna, 16.6.2008 kl. 19:30

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað er ég með Ísbjarnarvörn, allar varnir sem hægt er,
Sko Erna mín Gísli fer í gegnum þær varnir sem ég leifi
heldur þú að maður leifi bara manninum að vaða uppief það mundi gerast.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 19:46

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir hættunni sem stafar af svona "villidýrum".  Ekki vildi ég vera ábúandi á þessum bæ, með börn og búalið.

Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 19:48

13 Smámynd: Erna

 Ég er í kasti núna  Ég er svo varnarlaus fyrir svona yndislegri Millu sem betur fer  En það styttist í heimsókn ég ætla að heyra í Dóru minni og þinni, og vita hvernig stendur á um næstu helgi

Erna, 16.6.2008 kl. 20:00

14 Smámynd: Anna Guðný

Við erum sloppin, þetta verður ekki tekið af skattpeningunum okkar. Björgólfur Thor og co. ætla að borga brúsann. En verst ef þarf að bíða fram á miðvikudag.Ansi langur tími með ísbjörn á bæjarhlaðinu.

Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 20:08

15 Smámynd: Heidi Strand

Einu sinni fór ísbjörn inni tjald á Svalbarða, náði sér sofandi þýskan ferðamann, synti með hann út á ísflak og át hann. Á meðan sat vinur ferðamannsins að horfa á maltiðið gegnum kíkir.
Við erum svo vön dýragörðum og fallegum dýralífsmyndum að við eigum erfitt að gera okkur grein fyrir hættunni.

Heidi Strand, 16.6.2008 kl. 20:12

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Veit fólk allmennt um hvað er verið að ræða ..bjarga...bjarga.....Umhverfissinnar og umhverfisást og hvað allt þetta nú heitir.Ekki hef ég hugmynd um hvort þetta sé vitlegt eða ekki...mannúðlegt eða ekki.....En hversvegna að leifa einu dýri að drepa og éta æðarfugla og urpt meðan hann bíður eftir að vera bjargað....er þetta ekki tvískinningur.......

 Fæðukeðjan já .....en samt.....

Solla Guðjóns, 16.6.2008 kl. 20:37

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Björgólfur kemur til hjálpar, rétt hjá þér Anna Guðný við erum sloppin.

Já Heidi þetta er hræðilegt, ég skil ekki hvað þeir eru að hugsa.

Solla fæðukeðjan hvað, ekki hef ég mikið vit á þessu, en finnst þetta bara óhuggulegt.
                               Knús knús, nei ekki á ÍSBJÖRNINN
                               Heldur á ykkur
                               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 21:08

18 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú ert mögnuð
Knúss

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.6.2008 kl. 21:11

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis dúllan mín.Knús.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 21:42

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Já mér finnst það líka hverning sem á það er litið

Solla Guðjóns, 16.6.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband