Fyrir svefninn.

Bóndi einn í Borgarfirði var að koma úr réttunum og var
drukkinn mjög.
hann ætlaði að verða samferða nokkrum kunningjum sínum,
varð viðskilja við þá, en hesturinn skilaði honum heim.
Hann bindur nú hest sinn og ber að dyrum.
Heimamaður kemur til dyra. Honum þykja kynlegar aðfarir
húsbóndans, en gengur inn og bóndi á eftir.
hann sest nú niður og segir: ,,Get ég fengið að borða?"
Honum er færður skyrhræringur með útáláti.
Þá segir bóndi:
,, Þetta er alveg sama gutlið og heima,
hræringur og undanrenna."

Kona ein sagði við mann sinn: ,, Ég fór til spákonu í gær,
og nú veit ég, að ég verð gömul".
,, Þú hefðir nú ekki þurft að fara til spákonu til þess að
vita það," svaraði bóndi hennar.
,, Þú hefðir ekki þurft annað en að líta í spegil."

                 Er nekt synd?

           Er synd við súlur að kela
           og seðlana plokka af "dela"?
           Í vafa er sett
           hvort valdi ég rétt
           að geymana, gefa og fela.

              Hver velur þær sem fá
              að dansa á súlum.

          Oft ég reyni að öðlast hól
          en aldrei valin.
          þó undir mínum auma kjól
          sé auðlind falin.

              Ferðu í óvissuferðir?

          Sárt er að vita en svo er gerð
          sjaldan er til í slaginn.
          Utan þá heilla- og háska ferð
          er hóf ég á brúðkaupsdaginn.

Þessar orti hún Ósk.

                              Góða nótt.Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín, ég missi alltaf af þér vegna bloggtímaleysis

Huld S. Ringsted, 27.6.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt kæra Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.6.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

jæja dúllan mín, nú er illt í efni! Mæðgur komnar í samkeppni um athygli mína  Lofa að gleyma þér ekki í bloggheimum þó frumburðurinn og sálufélagi minn sé mættur á svæðið.....

sweet dreams

Rannveig Þorvaldsdóttir, 28.6.2008 kl. 01:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar.

Huld mín ég veit að þú hefur nóg að gera, það er svo gaman hjá þér
og njóttu þess bara.
Þú getur bara látið heyra í þér seinna, við gleymum þér ekki neitt.

Knús Rósin mín

Rannveig læt þig bara rétt vita, þú færð nú ekki mat og kaffi hjá mér ef þú gleymir mér. þú bara ræður.

Ladý Vallý.

Kurr mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband