Ósanngirni skilnaðar.Koma nú konur og menn.

Það er ýmislegt sem gerist er fólk skilur. hver ósanngirnin
á fætur annarri dúkkar upp.
Sorgin, hatrið, reiðin, sjálfsvorkunnin og bara allur pakkinn
kemur í öldum yfir fólk, en hver tapar eða græðir á svoleiðis
framkomu, engin græðir, allir tapa og þá mest börnin.

Ég tala nú ekki um tengda-fjölskyldurnar, sem vilja leggja orð
í belg, með, hverjum var um að kenna, það er náttúrlega aldrei
þeirra eigin börnum að kenna.
Skítkastið byrjar á báða bóga, og hver skildi fara verst út úr því
þegar fullorðið fólk hagar sér eins og óvitar og vanþroska fólk.
Jú það eru börnin þeim þykir vænt um mömmu og pabba,
og vilja ekki hlusta á svona skítkast, og hvert eiga þau að leita
þegar ömmur og afar taka líka þátt í skítkastinu og jafnvel tala
um það við börnin og spyrja þau stórum.

Að mínu mati er málið það, ef fólk vill skilja þá gerir það rétt í að
framkvæma það fljótt og vel. það kemur engum það við nema
hjónunum sem eru að skilja og börnum þeirra.
Tengdafólk á að taka sig saman um að styðja við bakið á þeim
ef þau biðja um það, "takið eftir" ef þau biðja um það.
Og hlú að börnunum eins og hægt er.

Hefur einhver eitthvað um þetta að segja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er alveg skelfilegt þegar svona rugl fer af stað, hef kynnst því sjálf í gegnum minn skilnað á sínum tíma. Að fullorðið fólk skuli ekki geta séð sóma sinn í að setja börnin í fyrsta sætið og láta af svona reiði og skítkasti mun ég aldrei skilja.

Þegar allt fór á flug þegar ég skildi þá kallaði ég saman fjölskyldufundi á báða bóga, sagði liðinu að mér væri nákvæmlega sama hvernig það talaði um mig það angraði mig ekki en ef að börnin mín yrðu einhvern tímann vitni af þessum leiðindum þá væri mér svo sannarlega að mæta! sem betur fer sáu allir að sér og í dag eru allir að haga sér eins og fullorðið fólk og allir vinir.

Eigðu góðan dag Milla mín og vonandi kemstu á opnun eftir viku, það væri gaman að sjá þig

Huld S. Ringsted, 28.6.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Huld mín já og vonandi kemst ég á opnun,
en það stendur til að ég fari suður, sjáum til.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Lady Vallý
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eins og þú veist þá eigum við Bjarni 7 börn samtals en ekkert saman þó svo við hefðum alveg getað gert það sökum aldurs, en við ákváðum að elska þau börns sem komin voru, þurftum ekki okkar eigið til að sanna ást okkar, ef ég elskaði hann og hann mig eins mikið og við sögðum þá var það bara eðlilegt framhald að elska börn hvort annars jafn mikið. Svona hefur þetta verið hjá okkur og núna eru þau og hafa verið síðustu 15 árin, börnin okkar.  Auðvitað hafa orðið smá hnútar af og til, en alltaf hefur tekist að leysa málin og höfum við oft lúffað til að hlutirnir bitni ekki á börnunum. Ég verð þó að viðurkenna að þetta er enn betra eftir að börnin komust yfir 16 ára aldurinn, þá  blandast hinir foreldrarnir minna inní og þannig eigum við endalaust góðar stundir.  Takk fyrir þessa færslu elsku Milla og kær kveðja norður, vona að hlýni fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 14:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Uss þetta er nú meira ruglið lagði mig aðeins kl 12.30 vaknaði kl.16.00, fór að þrífa takkaborðið og eitthvað eru nú stafirnir skrýtnir,
það hlýtur að lagast.

Einar minn takk fyrir þitt innlegg, ljót saga hvað kemur tengdaforeldrunum þetta við? bara spyr. og þau eru ljótt fólk.
                      Bestu kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 16:44

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga það er svo oft þannig að annar aðilinn vill skilja en hinn ekki þá er þessi hinn sem gerir margan uslann með sinni framkomu, getur ekki hugsað í skildum, bara um sjálfan sig og hvað hann/hún á bágt.
Stundum er um ung börn að ræða, þau alast upp við þessa togstreitu og eru alla tíð eins og þú segir í lausu lofti.
Minn yngsti var 18 ára og elsta var 32 ára, en hótanir og andstyggð var afar mikil og ætlaði hann bara að afneita þeim að því að þau bjuggu hjá mér, en ekki gat hann gefið þeim neitt nema óreglu.
Síðan fór hann bara út á land, og öllum létti, en hann hefur afar lítið samband við þau. Og barnabörnin mín þekkja hann ekki neitt,
vita bara þessi eldri hvernig hann lítur út.
 Það er yndislegt þegar fólk getur skilið og verið vinir.
                          Kærleik til þín Sigga mín.
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 16:56

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín það eru ætíð hnökrar, en þegar hægt er að laga þá er allt í lagi, en eins og þú kemur inn á þá blanda hinir foreldrarnir sér inn í málin og það er aldrei gott nema ef hægt er að koma sér saman um hlutina, þið eruð yndisleg þú og Bjarni það veit ég þó svo að það hafi verið hnökrar, er það ekki ætíð.
Knús til ykkar kæru vinir og vonandi fæ ég að sjá ykkur í sumar.
                        Milla frá Húsavík sem er ekki lík sjálfri sér.
                        annars er að hlýna, get haft gluggana opna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 17:07

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Má til að segja ykkur jákvæða sögu. Einu sinni voru hjón sem skildu, áttu einn dreng. Konan giftist aftur og þau fengu sér hund.
Komu sér saman um að sá fyrrverandi mundi kaupa sér hús í sömu götu og þau, og gerði hann það. þetta gekk afburða vel, drengurinn gat hlaupið á milli næstum að vild og þegar mamma hans og stjúpi fóru í ferðalag þá var fyrrverandi með drenginn sinn og líka hundinn.
Drengurinn er fullorðinn í dag og er mjög vel settur í lífinu.
hann þurfti aldrei að hafa áhyggjur, og hann hlustaði aldrei á rifrildi.
Svona ætti þetta að vera.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 17:14

9 Smámynd: Ásgerður

Skilnaður skilur því miður eftir ör í hjarta barnanna, svona yfirleitt, þekki það vel sjálf.

Það er einhvernvegin þannig hjá sumum, að þegar þeim líður illa, þá vilja þeir að öllum öðrum líði illa líka

Kærleikur til þín frænka

Ásgerður , 28.6.2008 kl. 19:02

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég get því miður ekki sagt mína sögu sem var mjög sorgleg en þetta er mjög góð grein hjá þér Milla mín og takk fyrir.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2008 kl. 19:12

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín við þekkjum þetta báðar, en líður okkur ekki bara sæmilega í dag?
                          Ljós og orku til þín kæra frænka
                             Þín Milla.


Katla mín vonandi hefur þú náð þér upp eftir þinn skilnað.
Ljós og orku til þín, vertu dugleg.
                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 19:48

12 identicon

Það er yndislegt að lesa það sem nafna mín Sigurðardóttir segir, þetta er svo svipað hjá mér og henni. Við Pétur minn eigum 5 börn samtals; ég á son sem er að verða 27 ára og dóttur sem er nýorðin 9 ára. Pétur á son sem er að verða 20 ára og svo dóttur sem er að verða 12 ára og son sem er nýorðinn 7 ára. Við hefðum sennilega getað komið með eitt lítið saman, þó að ég hafi verið komin yfir fertugt, en ákváðum að gera það ekki, af nákvæmlega sömu ástæðu og Ásdís nefnir. Móðir tveggja yngri barnanna hans Péturs býr hérna í Eyjum og er sambandið mjög gott á milli okkar þriggja. Það byrjaði ekki vel, við lentum upp á kant við hvor aðra. En fljótlega eftir að við Pétur byrjuðum saman, varð hún ófrísk og á meðgöngunni leitaði hún til okkar, vegna ýmislegs sem hún átti í erfiðleikum með og þá bráðnaði ísinn. Ég segi það ekki, það er margt í hennar fari og margt í sambandi við hennar uppeldi á börnunum, sem pirrar mig óendanlega, en ég tala um það við bara Pétur einan, læt börnin aldrei heyra það. En við höfum fundið það greinilega hvað þetta hefur betri áhrif á börnin að upplifa góð samskipti á milli mömmu þeirra og okkar. Það er alveg með eindæmum hvað fólk getur farið að haga sér fíflalega, bæði þau sem standa í skilnaðinum og tengdaforeldrar, eins og dæmið sem Einar nefnir. Það fólk hefur ekki spáð í hvað það var að gera barnabörnunum sínum.

Kær kveðja til þín Milla mín, líði þér sem best

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 22:09

13 identicon

Ég verð nú að segja að ég er óskaplega stolt af sjálfri mér og mínum viðbrögðum, þegar fyrrverandi maðurinn minn sagði; " gúddbæ, ég er fluttur til annarrar" þegar ég gekk með okkar þriðja barn.  Mikið er ég þakklát í dag enda eru börnin mín bara í nokkuð góðum málum, þrátt fyrir allt og allt sem tengist svona rosalegu raski fyrir litlar sálir!! Þetta hefði getað orðið einhver hrikalegur horror...

Takk fyrir, skemmtilegur lestur.

Alva Kristín Ævarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 02:55

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já nafna mín þetta er ætíð erfitt svo fer það bara eftir því hvernig við konurnar tökum á málunum, því það eru yfirleitt við sem þurfum að miðla málum til að byrja með, ég er ekki að lasta karlana í því en við erum bara diplómatískari en þeir, þó ætíð séu undantekningar.
Ég fer aldrei ofan af því að börnin þurfa frá upphafi að fá mikinn kærleik, en þau þurfa líka að vita mörkin.

þegar ég skildi við Birgir Pabba Dóru minnar, en hann var sko æskuástin og vorum við skilin eftir 2 ár. Ekki var hann slæmur maður en hann skildi ekki hlutina á réttan hátt, ætla ég ekki nánar út í þá sálma, En ég þakka það Lillý heitinni konu hans, það samband sem var og var Dóra mín mikil vinkona hennar, pabbi hennar var ætíð úti á landi að vinna. Lillý var góð kona og eru þau saman núna handan glærunnar. Við konurnar skiljum betur þörfina hjá börnunum.

Það eru líka til konur sem láta stjórnast af afbrýðisemi og hafa eins lítinn umgang eins og hægt er, og koma aldrei fram við blessuð börnin eins og vera ber.

Knús kveðjur til þín nafna mín
        milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 09:28

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Alva Kristín, gott að heyra að þér hafi gengið vel með þetta mál, þó ég viti að það hafi verið erfitt með sjálfri þér,
Þú átt hrós skilið, og það að þú sért stolt af sjálfri þér segir mér að þú ert í góðum málum.
 Kærleikskveðjur til þín. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 09:32

16 Smámynd: Tiger

Já mín elskulegasta Milla, það er svo mikið satt að oftast lenda þeir sem síst skildi í svona stríðsástandi á milli fólks í skilnaði - börnin nefnilega.

Ótrúlegt líka þegar foreldrar nota börnin eins og vopn gegn hvort öðru. Engin ætti að láta börnin lenda á milli í deilum vegna skilnaðar, slíkt er bara til vanza fyrir viðkomandi.

Tiger, 1.7.2008 kl. 01:38

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Tiger minn það er bara verst að fólkið skilur ekki að það er að gera vitleysu, og blessuð börnin orðin alveg rugluð að ruglinu,
því þau hafa ekki þroska til að skilgreina þessa hluti.
                            Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.7.2008 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.