Hver þremillinn!

Fjandinn hafi það er ekki hægt að hafa hamingjudaga
í friði fyrir brennivíns-ofdrykkju? Hvað er að ykkur kæru
landsmenn, haldið þið virkilega að brennivín sé ætlað til
skemmtunar?
Ef þið haldið það er það hinn mesti misskilningur.

Brennivín er til vansa fyrir alla þá sem ekki kunna að
umgangast það með vitsmunina í lagi.

Hvenær ætlið þið, slána, kjána, bjánar þessa lands að
skilja að þið eruð að skemmaleggja fyrir öllum þeim sem
vilja bara hafa gaman og njóta lífsins í faðmi fjölskyldunnar
Grilla, leika sér og hlusta á góða tónlist.


mbl.is „Óhamingja“ á Hólmavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Skál

Erna, 29.6.2008 kl. 15:35

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá einmitt komment á einhverju bloggi frá heimamanni sem sagði að allt hefði farið svo vel fram og verið skemmtilegt, nema bara þetta sem kom í fréttinni, en svona breytir oft einn dropi, veig heillar skálar.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 15:41

3 identicon

Ekki trúa því sem þið lesið fyrr en þið hafið öruggar heimildir. Ekkert var um slagsmál og lögreglan kannast ekki við það sem talað er um í þessari frétt. Svo er líka komin nýrri "frétt" af hátíðinni.

Valur (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 16:03

4 identicon

það er náttúrlega vangefið hvað mbl á það til að bulla í fréttum inn á milli, þannig maður á virkilega erfitt með að trúa öllu sem maður les hérna.

aron (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 17:08

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er ekki hægt að koma þá í veg fyrir svona rangar fréttir hver færir þeim þær.
Fannst það nú frekar ótrúlegt að Hólmarar væru með svona ósiði.
Erna ég skal skála við þig er leikurinn er búinn í kvöld,
Áfram Þýskaland Je je.sagði ég einhverja vitleysu?
Sigga mín hamingjan situr eftir er runnið er af fólki.

Hef líka heyrt í fólki sem var ekki var við neitt og heyrði ekki neitt.
                  Knús á línuna.
                   milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: Erna

Milla mín sendu okkur ...mér og Dóru  baráttuhug. Ég veit hvað þú ert sterk . Þú og þínir þýskarar ég veit að þú ert að stríða okkur en eitt skal ég segja þér Milla mín við Dóra kunnum að taka tapi  Við höfum gert það áður. En það er bara ekki í boði í kvöld.

Erna, 29.6.2008 kl. 18:24

7 identicon

Smá misritun hjá þér Milla mín, þú átt örugglega við Hólmvíkinga. Vestfjarðarvíkingana. Vona að það hafi ekki verið tengdasonurinn og dóttir mín sem voru að slást þarna. Þau mættu að sjálfsögðu á hátíðina í hans heimabyggð. Mér finnst nú eins og fyrirsögnin á þessari frétt hafi verið sett upp í hálfgerðri stríðni. Það er svo oft með svona fréttir Milla mín að það neikvæða er alltaf dregið upp það þarf ekki að vera mikið. Það þarf bara að hafa mottóið hans Árna Helgasonar að leiðarljósi að neikvæðar fréttir s.s slagsmál og annað í þeim dúr sé ekki frásögu færandi.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 18:39

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína auðvitað er ég ekki að tala um Hólmara, þeir eiga heima í stykkishólmi. Fyrirgefðu vinan.
Er að tala um Hólmarvíkurbúa, sem er hið vænsta fólk, en það eru ekki ætíð heimamenn sem láta ófriðlega, sjaldnar.
Áttu von á því að þau hafi verið að slást, dóttir þín og tengdasonur.

Ég er nú sjálf ættuð þarna að vestan reyndar fæddist langa langafi minn að Ávík í Trékyllisvík, hinir á Ísafirði og í Holti í Önundarfirði.
það er móðurvængurinn.

Eins og ég segi hér að ofan, er ekki hægt að koma í veg fyrir svona ´
frétta flutning. En svo vaknar önnur spurning á maður bara aldrei að taka mark á neinu?

Það er svo sem ekki mikið klám í þessu bloggi mínu, geri smá grín í restina, en ég skil ekki þessa drykkju alla tíð,
það er nú bara mín skoðun, það er aldrei hætt fyrr en allt er komið í óefni. Mér skilst að það hafi verið þannig hér áður og fyrr að fólk fór á skemmtun, drukku, slógust, svo var bara sæst og fengin sér sopi hjá hvor öðrum. það er af sem áður var þó það væri að mínu mati jafn ógeðfellt.

Er ekki allt orðið neikvætt í henni veröld, nema það sem þú skapar með sjálfri þér heima við.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 19:11

9 identicon

Jæja Milla mín nú er ég búin að yfirheyra dótturina og fá fréttir af því að þetta voru ekki þau að slást, en það gat svo sem vel verið það var talað um heimafólk og aðkomufólk, þau tilheyra þeim hópi. Þau sögðu að enginn sem þau þekktu hefðu heyrt af neinum slagsmálum á Hamingjudögunum.

Það er skemmtileg myndanetsíða sem er haldið út á Hólmavík og hún heitir http://www.123.is/holmavik/  Ég fer oft inn á þessa síðu af því að myndirnar á henni sýna líðandi stundu. Daglega lífið hjá Strandamönnum og þá ekki síst mismunandi blæbrigði náttúrunnar hvort sem er að vetri eða sumri.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:40

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var nú gott enda trúðir þú því nú ekki, er það nokkuð? held að þú þekkir þitt heimafólk.
Er þá bara ekki hægt að láta blaðið éta þetta ofan í sig, þoli ekki svona lygar. Takk fyrir að senda mér link á síðuna 123/holmavik,
ég fer ætíð inn á BB og skutul, það er svo gaman að fylgjast með og sjá jafnvel vini sína á mynd.
 Kær kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 20:55

11 Smámynd: Anna Guðný

Við könnumst heldur betur við þennan fréttaflutning hér á Akureyri. Helgar eins og verslunarmannahelgar. Þá fer ég með börnin min um bæinn marga klukkutíma á dag og langt fram á kvöld. Við skemmtum okkur konunglega en svo er ekki talað um neitt nema fyllirí og ólæti í fréttum. Þessi ólæti eru  yfirleitt eftir ball þ.e. eftir 04.00 og í kannski 2-3 tíma. Þetta er svona yfirleitt. En það finnst engum fréttamönnum ástæða til að tala um þessa 21-22 tíma sem allt í í góðu lagi almennt.

Verðum spennandi að sjá hvernig til tekst hér um verslunarmannahelgina. Ég hlakka til að ælta að vera mikið á ferðinni og njóta þess sem er í boði.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 22:00

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín ég veit að blaðamenn ýkja oft mikið, en þeir eiga ekki að birta óstaðfestar fréttir.
Ég er búin að gera fyrirspurn um þetta mál í mínu fyrsta bloggi í dag.
En oft eru svona útihátíðir hið versta mál, allavega að sögn þeirra og maður sér það í fréttum hvernig allt lítur út í kringum fólkið, sem ætti í raun að ganga vel um.
                  Knús í daginn.
                   Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 08:34

13 identicon

Ég vil bara benda á það að þessi frétt  er kjaftæði !! ég var nú sjálf í flestum partýunum og var nú ekkert af okkur "under age" krökkunum að drekka ekki einu sinni aðkomu krakkarnir nema aðal partýdýrin og þá  rákum við þau úr partýunum!

Íbúi á Hólmavík (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband