Mannfyrirlitning og ekkert annað.

Heim með manninn Paul Ramses! Hvað er eiginlega að
vissu fólki í þessu þjóðfélagi?
Margir/flestir vilja ekki útlendinga til landsins, af hverju ekki?
Eru menn hræddir við það sem þeir ekki þekkja, eða er þetta
minnimáttarkennd, mannfyrirlitning eða bara hroki?
Það er alveg komin tími til að fólk kynnist öðrum en sjálfum sér,
sumir hafa ekkert víðsýni, hvernig er lífið án víðsýnis, ég bara spyr?

Við erum orðin alþjóðasamfélag, gerum okkur grein fyrir því,
og vinnum að því að gera þetta að skemmtilegu og uppbyggilegu
samfélagi fyrir okkur öll.

Svo er annað okkur finnst allt í lagi að flytja erlendis, bæði
til vinnu og náms, og finnst það afar skrítið ef eigi er vel á móti
okkur tekið, en hvernig erum við að bregðast við útlendingum
hér á voru Fróni.


mbl.is Mótmæla meðferð á flóttamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef lesið mikið um þetta mál á blogginu í dag. Það er varla nokkur stafur um þetta í fréttum.  Hvað er þarna í gangi? því fór þetta mál svona hljóðlega? mig langar í útskýringar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 16:52

2 identicon

Ég segi að þetta verði tekið fyrir í kastljósi eða íslandi í dag...

Björn Bjarnason verður jafnvel tekin í viðtal þar sem hann kemur sér hjá því að svara spurningum fréttamanna, sama hversu vel skorðaðar sem þær eru.

Þetta verður þagað í hel eins og allt annað.

Það væri ótrúlega gaman að sjá vel rökstudda ástæðu fyrir þessari frávísun hans Pauls.

Veit samt ekki hvort það er að fara gerast.

Sigurður Fjalar Sigurðarson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín það er viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu á eyjan.is þar færðu nokkuð góða útskýringu, Það er von að þú spyrjir hvað sé í gangi það skilur það nú engin, ekkert frekar núna en endranær.
Knús vinan mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigurður Fjalar það er hætt við því að þetta verði þaggað niður ef ekkert verður að gert, já vel rökstudda ástæðu, ef af því verður þá verður hún ekki sú sem við viljum.
              Kveðja til þín.
               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kurr mín, eins og við höfum svo oft komið inn á þá vantar náungakærleikann í æði marga í þessu samfélagi.
             Knús knús
                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 17:21

6 identicon

Fáránlegur samanburður að bera saman íslendinga sem flytjast erlendis og pólitíska flóttamenn frá afríkulandi.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nú af hverju ekki? Ég er að bera saman manneskjur,  við erum öll
mannverur sem eiga sama rétt í lífinu, nefnilega virðingu.

Það skiptir ekki máli hvort fólk eru pólitískir flótta menn eða Íslendingar sem flytja erlendis.

Auðvitað ber að skoða öll mál, en mannréttindi eiga að vera í fyrirrúmi.
                         Kveðjur til þín Johnny.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 18:47

8 identicon

Er það sem sagt óvirðing að þínu mati að synja flóttamönnum um hæli hér á landi? Eigum við að samþykkja alla eða skoða öll mál, hvert fyrir sig? Ef fregnir bærust út um heim að við gerðum það myndu milljónir streyma hingað.

Mér dettur ekki í hug að bera virðingu fyrir öllu fólki enda er virðing áunnin en ekki eitthvað sem fólk fær í fæðingargjöf eins og þú telur vera.

Mannréttindi er hægt að túlka á ótal vegu en er í dag fyrst og fremst "buzz" orð kommúnista sem hafa lifað við góðæri of lengi og skilja ekki hvað lífsbarátta er.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:13

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú lest ekki kommentið mitt vel, ég sagði:,, Auðvitað ber að skoða öll mál."
Virðing getur verið áunnin, en hana ber að sýna að örðu óreyndu, ef fólk reynist ekki vert virðingar þá er ósköp auðvelt að umgangast það ekki, þá á ég við alla.

Mannréttindi er hægt að túlka á ótal vegu en er í dag fyrst og fremst "buzz" orð kommúnista sem hafa lifað við góðæri of lengi og skilja ekki hvað lífsbarátta er

þessi orð mátt þú útskíra afar vel, þau eru frekar óviðeygandi við konu sem þú þekkir ekki neitt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 19:24

10 identicon

Ég las nú commentið vel og svaraði þessu beint eins og þú sérð með að lesa svar mitt betur.

Túlkaðu þessi orð eins og þú vilt eða hafðu þau í huga og reyndu að komast að meiningunni. 

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:50

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Getur þú ekki rökstutt þessi orð þín? "Buzz" hvað þíðir það?
Ég skil vel lífsbaráttuna en hvað tengist hún kommúnista?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 20:08

12 identicon

Ert þú virkilega að tala um rökstuðning? Þú sem rökstyður ekki nokkurn skapaðan hlut í grein þinni!

"Buzz" orð eru t.d. orð eins og "hatur" og "rasismi" sem er skellt fram í sífellu og þau orð sem notuð eru til að reyna að varpa slæmri mynd á fólk með orðunum einum saman. Önnur "buzz" orð eru t.d. "lýðræði" og "mannréttindi" en allir sem aðhyllast ekki jafnaðarmannaútgáfuna af þessu eru líka vondir menn........ Það sem einkennir "buzz" orðin er að oftast eru þau notuð til að varpa rýrð á fólk eða þá til siðferðispredikunar. Raunveruleg merking orðanna skiptir oftast engu.

Hvað varðar þessi "hræðilegu" orð mín var þessu ekki sérstaklega beint til þín en það sem ég á við er að þegar fólk hefur búið í góðæri lengi byrjar það að fá þær grillur að hægt sé að skapa hverjum og einum einasta manni góð lífsskilyrði og bjarga öllum. Við nánari skoðun gengur þetta auðvitað ekki upp og hefur margsinnis í sögunni farið illa t.d. í Rómarveldi ef ég tek eitt elsta og þekktasta dæmið.

Lífsbaráttan tengist nefnilega ekki kommúnisma en kommúnistar skilja hana ekki og halda því fram að allir geti verið jafnir og haft það gott án þess að hafa nokkuð fyrir því.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 20:24

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ef þú hefur ekki meint þessi orð til mín, þá allt í lagi með það,
skil samt ekki hvað þú ert að blanda, eigum við að segja pólitík inn í þetta litla mál mitt. Við höfum öll ólíkar skoðanir en ég held að ég sé ekki að niðurlægja neinn yfir höfuð og nota því orðið "Buzz"aldrei og mundi aldrei gera.
Það er ekkert að rökstyðja í minni gein, en ef þú villt einhvern rökstuðning, spurðu þá.
Við getum að sjálfsögðu farið langt aftur í söguna og aldrei hefur verið hægt að bjarga öllum, en ef engin hefði reynt að bjarga einhverjum værum við ekki til.
Hver segir að lífsbaráttan sé tengd kommúnista?
hún er bara tengd baráttu okkar hvar í flokki sem við erum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 20:37

14 identicon

Þetta mál er hápólitískt um það verður varla deilt. Þú ferð einfaldlega með rangt mál þegar þú segist ekki nota "buzz" orð. Upprunalega greinin þín er full af þeim og byggð í kringum þau.

Það bjargar ekki íslensku þjóðfélagi að taka við flóttamönnum þótt það bjargi eflaust lífi þeirra. Lífsbaráttan er ekki tengd kommúnisma eða jafnaðarstefnum (ég tók það reyndar sérstaklega fram áðan) enda skilja þeir sem aðhyllast stefnurnar hana ekki. Það bjargar okkur ekki að taka við þessum flóttamanni eða öðrum flóttamönnum. Þvert á móti kostar það okkur fjármuni og önnur vandræði eins og hafa komið í ljós t.d. í Danmörku og Svíþjóð. 

Hvernig væri nú að laga ástandið hérna heima áður en fólk byrjar á annað borð að tala um að veita flóttamönnum hæli hér? 

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:02

15 identicon

Hárrétt Sigga en engu að síður eru moggamenn ekki sama sinnis en þeir bönnuðu vefsíðu mína og sendu mér bréf frá lögfræðingi fyrir það eitt að tjá skoðanir mínar.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:25

16 Smámynd: Anna Guðný

Mikið er ég sámmála því að nota ekki "buzz" orð. Ég vil ekkert tjá mig um þennan fóttamann. Hafði bara ekki heyrt minnst á hann fyrr en í gær. Og las líka í dag að konan hans væri ólög hér. Væri gaman að vita söguna alla.

En mér finnst nú orðið ansi hart ef ástandið á Íslandi er svoleiðis að fólki finnist sjálfsagt að það þurfi að vakta flugvallargirðingar fyrir einhverjum  vitleysingum sem æða út á völl án þess að gera sér nokkra grein fyrir hugsanlegum afleiðingum.

Hafðu það gott Milla mín.

Anna Guðný , 3.7.2008 kl. 23:34

17 Smámynd: Tiger

Ég verð að vera sammála þér Milla mín með að það vantar stundum vel uppá kærleika og skilning í þjóðfélagið, eða þá sem ráða ferðinni hingað og þangað um þjóðfélagið.

Ég vona að það verði farið vel í saumana á þessu máli og ég væri til í að fá skothelda ástæðu þess að blessuðum manninum var vísað burt - ekki einhverjar anzi þunnar útskýringar. Sannarlega vil ég að hvert og eitt svona mál verði skoðað vel og vandlega áður en eitthvað er gert.

Eigðu ljúfa nótt mín kæra ..

Tiger, 4.7.2008 kl. 01:03

18 Smámynd: Anna Guðný

Er búin að vera að lesa mér til um þetta mál hérna á netinu. Og eftir því sem mér skilst þá er þetta ósköp einfalt mál. Þeir sem þekkja til, vita hverju hann má eiga von á þegar heim kemur.Og það er ekki eins og þetta sé bara hver sem er. Hann hefur meira að segja dvalið hér áður. Og ef það er eitthvað land sem þessum manni á að finnast hann velkomin í, þá er það Ísland.

Anna Guðný , 4.7.2008 kl. 01:26

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk öll fyrir ykkar innlegg.
Anna Guðný mér finnst að þessi maður, kona hans og barn eigi bara að eiga heima hér.

Tiger minn við erum sammála um að það vantar kærleikann og skilninginn, vona ég svo sannarlega að úr þessu máli verði skorið á mannúðlegan hátt.

Takk Sigga mín já okkur ber að virða skoðanir hvors annars, en ekki að reyna að troða okkar upp á aðra með endalausum ennum.


Rétt hjá þér Sigga Hilmars, við erum ekki á réttri braut
að mínu mati.


Hvað varðar þig Johnny, sem ert ekki einu sinni undir nafni hér
þá bara hreinlega tölum við ekki sama tungumál.

Eigið góðan dag kæru vinir.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 06:56

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Milla mín.

Þakka þér fyrir að skrifa um þetta alvarlega mál. Ég hef líka skrifað um það og rifjað um ljóta atburði sl. aldar sem verða ekki afmáðir. Því miður er Björn Bjarnason og hans fylgissveinar að gera sama ljóta gjörninginn og forverar hans.

Guð blessi þig og varðveiti

Baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 18:03

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæl Rósa mín, það þarf ekkert að þakka mér vinan, en samt hlýlegt að fá svona orð frá þér, en mér þykir það sjálfsagt að rita um það sem manni finnst miður fara.
Og sammála er ég þér að margt ljótt hefur verið gert á hlut mannsins
í okkar landi.
Ég gæti verið langa daga að rita um ljóta atburði, en svo merkilegt sem það er, ef maður minnist á slíkt við fólk í dag,
Þá segir það bara: ,,Já hræðilegt," og svo ekki meir.
Guð blessi þig einnig Rósa mín.
Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband