Eru engin takmörk fyrir hrokanum?

Ég er nú kannski svo grunnhyggin, að vita ekki, að Borgarstjóri
getur bara hagað sér að vild, en ég taldi þó víst að ef einhverjum
væri vikið frá störfum þá ætti varamaður að taka við.
Hefur það ekki verið gangur mála, svona yfirleitt?

Reyndar er maður svo undrandi dag eftir dag,
já hvernig er hægt að láta þessa vitleysu viðgangast.
Ólafur F. Magnússon tjáði Ólöfu Guðnýu Valdimarsdóttur að hún
nyti ekki lengur stuðnings hans sem fulltrúi F-lista og óháðra í
skipulagsráði og jafnframt að hann ætlaði að skipa
Magnús Skúlason í hennar stað á næsta fundi borgarráðs.

Ólöf Guðný hélt áfram í skipulagsráði eftir að hún lét af störfum
aðstoðarmanns með vilja og stuðningi borgarstjóra og annarra
borgarfulltrúa. Hvernig var þetta eiginlega, vildi  hann ekki hafa
hana sem aðstoðarmann, eða var hún búin að fá nóg?

Allavega er þetta afar skrítið allt saman,
þessi maður hagar sér eins og einræðisherra og er bara látin
komast upp með það.
Hvers vegna er hann látinn vaða uppi þó að hann sé borgarstjóri?
Er fólk ekkert orðið þreytt á því að láta skipa sér út og suður,
og ekki eru ástæðurnar rökstuddar á neinn handa máta.

 


mbl.is Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Hann kemst upp með það vegna þessa að sjallarnir eru tilbúnir að leggja allt undir til að vera í meirihluta. Þannig er nú bölvuð "tíkin".

Knús á þig mín kæra

Ásgerður , 29.7.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín eitthvað býr undir og sér maður alveg í gegnum það,
Hef bara aldrei held ég upplifað svona stjórnun og sora á allan handa máta
þetta er orðið frekar ljótt.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er alveg merkilegt að sjá, hún gerði ekkert annað en að segja það sem satt er, fyrst fjalla um málið í skipulagsráði.

Ragnheiður , 29.7.2008 kl. 13:03

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Meira en merkilegt, held að maðurinn sé kolgreisý.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2008 kl. 13:12

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga viltu þá meina að þeir vilji losna við þessa konu?
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2008 kl. 16:21

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Augljóst! held að þeir láti allt yfir sig ganga til þess að halda honum,
meirihlutanum. Vonandi að allt gangi betur er Hanna Birna tekur við,
ég veit að hún er hörkukona.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2008 kl. 18:54

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jæja takk að láta mig vita, vissi að það var eitthvað spúký við þetta.
Mér líst heldur ekkert á þetta, hvað á að láta þetta ganga langt?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2008 kl. 20:52

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Silla mín, það hafa nú engir einræðisherrar verið bæjarstjórar í Sandgerði,
allt voru og eru þetta öðlingsmenn, og þó að menn hafi hnútukastast, þá voru það yfirleitt bestu vinirnir sem það gerðu.
Ekki mundi ég vilja vera í borgarstjórn.
Kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband