Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka.

„Þetta mun ekki breyta þeirri staðreynd að stuðningur ríkisstjórnarinn
við þessa framkvæmd er óhaggaður,“ segir Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra um þann úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur
umhverfisráðherra að þær fjórar framkvæmdir sem tengjast byggingu
álvers á Bakka við Húsavík fari í heildstætt umhverfismat.
„Þetta mun ekki seinka því að stóriðja rísi á Bakka um einn einasta dag."

Merkilegt að allir ráðamenn eru afar undrandi yfir vinnubrögðum
Umhverfisráðherra, sem ég er svo sem ekkert hissa á, ekki vegna þess
að þær séu ólöglegar, heldur vegna þess að þær eru siðlausar, með
tilliti til þess að ekki var gert slíkt hið sama í Helguvík.

Það er eins gott að Össur standi við þau orð sem rituð eruð hér að ofan
ritað með rauðu letri.

Það er einnig gott ef að sjálfstæðismenn mundu standa við sýn orð,
merkilegt hvað þeir eru undrandi allir upp til hópa blessaðir öðlingarnir
sem aldrei kannast við neitt.
                                                      Góðar stundir.


mbl.is Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Á Íslandi búa tvær þjóðir, önnur þjóðin vill vinnu fyrir sína þjóðin og sitt fólk, hin þjóðin sem hangir að mestu á ríki og bæ og er í öruggum höndum með áskrift á sínum launum, sú þjóð vill ekki að hin þjóðin fái vinnu eða hafi vinnu  eða eigi tilverurétt til mannréttinda. Og hatar  landsbyggðarfólk. Það er glæpur.

Rauða Ljónið, 2.8.2008 kl. 11:43

2 identicon

Góðan daginn Milla mín.

Við skulum vona að þeir standi við orð sín, blessaðir.

En sólarkveðja til þín og kvitt kvitt eins og ég lofaði í Blómabúðinni!

Jóna Matt (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna! það er aldeilis skoðun hér á málum.
En eigi er ég nú að skilja þennan rökstuðning, það eru nefnilega menn og konur um allt land sem þiggur laun frá ríki og bæ svo ekki geta þeir hatað eitthvað fólk í sínum eigin byggðakjarna.
Það er nú svo margt sem er glæpur.
Kveðja til þín Rauða ljón.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bleeeeesuð Jóna mín gaman að fá kvittið.
Eins gott að þeir standi við orð sín, því nefnilega, eins og þú kannski veist þá á ég afar erfitt með að þola gaspur í öpum, sem ekkert meina með því, nema til að koma sér í mjúkinn hjá manni.

Þú ert í sömu sólinni og ég svo gleði og ljós til þín Jóna mín.
Milla. Love You A Ton 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 13:10

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þórunn gerði grein fyrir afstöðu sinnar varðandi Helguvík; sagði að þetta væri komið of langt í ferlinu og því væri ekki hægt að senda það í heildstætt mat. Hinsvegar er Bakki ekki kominn það langt, þannig að það er augljóst að best sé að meta það í heild en ekki í áföngum. Hér er verið að reyna vinna faglega, en ekki fara fram blint áfram eins og áður hefur verið gert.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 2.8.2008 kl. 13:12

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er þetta Jóna Matt, sú eina sanna sem vann í Íslandsbanka með Tótu systir minni?? bara forvitin.  Ég vona svo sannarlega að sjórnarmeðlimir geti sameinast um hvernig þetta á að vera, kannski er þetta allt eitt leikrit eins og GUðni sagði í hádegisfréttunum, reyndar finnst mér að hann langi orðið áberandi mikið í ráðherrastól á ný.  Kveðja í norðrið.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 13:14

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Langbrókin mín að sjálfsögðu, eins og hans er vani.
Össur segir einnig:
„Þetta mun ekki seinka því að stóriðja rísi á Bakka um einn einasta dag."

Hvernig getur hann sagt þetta, þar sem vitað er að þetta mun seinka framkvæmdum.

Ég held að það sé svo komið að ég treysti engum af þessum mönnum og konum yfir þröskuldinn hvað þá annað.
Enn knús til þín.
Milla.  Kisses 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 13:17

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónas Tryggvi Þórunn sú mæta kona sagði og hefur sagt eitt og annað, en það er verið að mismuna að okkar mati byggðarlögum
þessa lands og það er það sem um ræðir núna, sama hver skilgreining á málinu er.
Oft hefur mér fundist harkalega að henni vegið, og tekið upp hanskann fyrir henni, þarna er eins og það hafi bara eitthvað þurft að koma til að, "annaðhvort" þjónusta hennar skoðunum í álversmálum,
eða einhver kippir í enda til að tefja álverið hér á Bakka svo Helguvík verði á undan, þeir mega það alveg en ekki fara í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut.
Kveðja og takk fyrir innlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín þetta er sú hin sama, hitti hana sem oftar í gær hún sagðist oft lesa bloggið mitt en aldrei kvitta, og eins hjá þér ég sagði að hún gæti nú látið heyra í sér bara að segja kvitt-Jóna en vonandi segir hún eitthvað um málefnin því hún veit sínu viti konan sú.
Hún er að vinna hjá Atvinnuþróunar félaginu, (held að það heiti það)
Það er til húsa í húsinu sem er áfast gamla Kaupfélagshúsinu og
þar er líka Esar Blómabúðin svo að við hittumst oft.

Guðni er eins og allir vita athyglissjúkur og vill að sjálfsögðu komast í stól aftur, vonandi ekki.
Þetta leysist með álverið það er óvissan í kringum þetta sem er svo óþolandi.
Knús Milla. Love You A Ton 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 13:44

10 Smámynd: Heidi Strand

Hér er flott hugmynd frá Eddu

http://eddabjo.blog.is/blog/eddabjo/entry/599006/

Heidi Strand, 2.8.2008 kl. 15:45

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo sannarlega rétt hjá henni, það verður að taka til á öllum stöðum,
Veistu Heidi ég held að það þurfi kraftaverk til.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband