Fyrir svefninn.

Bara fullt að gera í dag, fór í morgun til næringarsérfræðings.
Þó ég viti næstum allt sem hún talaði um þá er ætíð gott að
fá bæklinga og láta minna sig á sitthvað, maður gleymir ætíð
einhverju. Okkur talaðist svo til að ég sæi hana aftur eftir mánuð.
Læknirinn minn sé ég eftir 3. vikur svo segið að það sé ekki
stuðningur í gangi.

En minn besti stuðningur er bróðir minn sem er að ganga í gegnum
það sama og ég, nema hann byrjaði 1. maí.
Og síðast en ekki síst þið, kæru bloggvinir þið eruð frábærar og kann
ég vel að meta það.

Fór síðdegis með 2 kassa af bókum í kynlega kvisti, vorum aðeins að
taka til hjá okkur, þær selja þetta til styrktar góðum málefnum.
Er ég kom heim kom litla ljósið í heimsókn, horfði á eina mynd.
Hún ætlaði svo heim, kom aftur sagði að mamma sín væri ekki heima
við hringdum hún var komin heim hafði bara farið að kaupa bensín.
svo ég sagði litla ljósinu mínu að drífa sig hún fór í dyrnar kom og sagði
amma, það er svolítið hvasst viltu keyra mig heim? ég sagði er hvasst?
já amma það er alveg satt, nú ég ók auðvitað ljósinu heim.

Hún er alveg yndisleg. 

                  *********************************
 

Þeir skáldabræður Elías Mar og Gunnar Dal voru og eru ugglaust
enn góðir kunningjar.
Ávelmektardögum kaffihússins að Laugaveg 11 sóttu þeir báðir þann
veitingastað nokkuð reglulega og léku sér þá gjarnan að því að setja
saman vísur af hinum ýmsu bragarháttum.
Einhverju sinni er Elías sat á ellefu og Gunnar kom inn,
Kastaði sá fyrrnefndi fram þessari vísu:

                Gengur í salinn Gunnar Dal
                gáfnahjali meður.
                Hann er gal og helt total.
                Hans er kalinn reður.

                Gunnar svaraði fyrir sig á eftirfarandi hátt:

                Þótt ýmsir hjari eins og skar
                uns þeir snarast héðan.
                Elías mar af öllum var
                aumast farinn neðan.

                                 Góða nótt.Sleeping
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæl vinkona, þú hefur horfið af bloggvinalistanum mínum, listinn hjá mér þolir ekki að missa eina einustu konu. Ég tapaði 5-6 bloggvinum þegar bloggið hrundi um dæginn og er smá saman að  átta mig á  hverjir hurfu.

Góða nótt Milla

Sturla Snorrason, 28.8.2008 kl. 22:31

2 identicon

Sæl Milla...

 Það er svo gaman og gefandi að lesa bloggið þitt. Nærandi fyrir sálina. G'oða nótt og láttu þér líða sem allra best.

Hindin (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Erna

Gangi þér vel Milla mín og nýttu þér allan þann stuðning sem þér býðst. En mundu að þetta er þinn ávinningur. Guð gefi þér góða nótt. Kveðjur í kærleikskot

Erna, 29.8.2008 kl. 00:19

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 29.8.2008 kl. 07:53

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elsku skjóður mínar, takk fyrir hlý orð
ég elska þig líka Dóra mín, alltaf sami púkinn þessi dóttir mín.
Nú verð ég að drífa mig á námskeiðið á eftir að sjæna mig
Knús kveðjur í daginn.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.8.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband