Kemur mér eigi á óvart.

Nei þetta kemur mér eigi á óvart, það er verið að spara.
Og sjálfsagt þykir að láta það bitna á heilbrigðisgeiranum
eins og gamla fólkinu okkar.
Er nú líklegast í lagi að bara einhverjir hugsi um það,
jafnvel þeir sem engin skilur og þá er ég ekki að hafa á móti
erlendu vinnuafli, en það þarf að kenna því Íslensku.

              ********************************

Takið til dæmis börnin, þau geta nú bara verið á götunni,
það verður víst tekið við þeim er út í óefni er komið,
svo ég tali nú ekki um alla þá sem vantar liðveislu og hefur
vantað svo mánuðum skiptir.
Ætíð er níðst á þeim sem síst eiga það skilið.

            **********************************

Jæja elskurnar mínar, verð ekki við tölvuna fyrr en seinnipartinn,
er að fara á Fræðsludaga um geðheilbrigðismá.
Það kallast að þessu sinn, Valdefling í verki og er haldin að frumkvæði
og í boði Félags- og tryggingamálaráðuneytisins og að sjálfsögðu í
samstarfi við fagfólk, notendur og aðstandendur í Norðurþingi.
Stendur yfir í dag og á morgun allir eru velkomnir.
þar sem ég hef mikinn áhuga á þessum málum þá ætla ég að drífa mig,
segi ykkur meira frá þessu seinna.

Verndið um sjálf ykkur og sjáið ljósið, það veitir okkur gleði
.


mbl.is Fá ekki að vinna sem sjúkraliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einkennileg stefna hjá Reykjavíkurborg en klárlega þeirra stefna. Sækir þú um stöðu hjá borginn er alls ekki víst að þú fáir svar frá þeim ef menntunarstig þitt er hátt - einstaklingur með framhaldsnám að ég tali nú ekki um meistaragráðu er ekki eftirsóttur starfskraftur því þá þarf að borga hærri laun. - Og við sem státum okkur af vel menntaðri þjóð.

Hulda (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:56

2 identicon

Þetta kemur mér heldur ekki á óvart Milla mín, en það er gott að þetta kemur fram fyrir almenningssjónir.

Ég get orðið svo pirruð yfir því hvernig staðið er að málum aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Öldruðum er hrúgað saman í stórar óvistlega einingar þar sem fjöldinn er allt of mikill. Þetta er eins og að vera í heimavistaskóla í ellinni þar sem hver einstaklingur fær lágmarksþjónustu.  Því miður hef ég horft upp á ljóta hluti gerast á svona stað sem aldrei hefði átti að sjást við ummönnun aldraðra en ég hefði auðvitað átt að klaga þá meðferð sem manneskjan fékk hjá ummönnunaraðila en það horfðu margir á og enginn sagði neitt. Það eru ekki allir í þessu starfi af hugsjón því miður.

Mestur hluti starfsfólksins er ófaglærður og svo ef þær gerast svo djarfar að mennta sig til þess að fá hærri laun þá fá þær ekki starfið. Því miður er fullt af fólki að sinna öldruðum sem kann ekki málið og skilur ekki menningu landsins. Ekki myndi ég treysta mér til að fara að tala um gamla búskaparhætti eða gömlu dagana við útlendinga sem kunna kannski bara fáeinorð í málinu.

En þetta sýnir okkur hversu naumt er skammtað af fjármunum til rekstursins á dvalarheimilunum, það er ekki möguleiki að breyta neinu allt verður að vera í svo föstum skorðum. Hvar eiga þá allir brúarliðarnir sem eru að mennta sig núna og hafa að stórum hluta unnið á þessum stöðum að fá vinnu?

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Anna Guðný

Allt annað. Hvernig líst þér á blogghitting laugardaginn 6. september kl. 16.00 á Bláu Könnunni?

Anna Guðný , 29.8.2008 kl. 11:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þörf og góð ábending Milla mín. Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 29.8.2008 kl. 12:38

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hulda takk fyrir þitt góða innlegg.
kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.8.2008 kl. 17:41

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú veist þetta allt Jónína mín og takk fyrir þitt innlegg, sem ævilega er gott.
Ég gæti sagt margar sögur en læt niður liggja.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.8.2008 kl. 17:45

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mér líst vel á það  6/9 kl 16.00.
knús á þig
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.8.2008 kl. 17:48

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásthildur mín
kveðja
Milla.

Helga mín sjáumst eftir rúma viku
Knús
Milla.

Sigga mín, svo rétt.
kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.8.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband