Fyrir svefninn

         Til skóla mæta góðir ungar
          til að vitkast betur,
         sálargreyin við skilnað, þungar,
         en við sjáum nú hvað setur.


Fórum að Laugum í dag, þar fór fram skólasetning,
að vanda var hún  gefandi og skemmtileg. Síðan var
boðið til veislu  í matsal skólans, og þarf vart að taka
það fram  að veitingar voru afar góðar.

Mér þykir með eindæmum ljúft að fylgjast með öllu því
sem fram fer í skólanum, og hef ég gert það síðan
englarnir mínir byrjuðu sem nemendur þarna.

                 *********************
Langar líka til að segja ykkur að það er vigtardagur hjá mér
á sunnudögum, og í vikunni sem var að líða missti ég 900 gr.
og er ég bara ánægð með það, þetta eflir mann og styrkir til
að vera enn þá duglegri.

                Alla morgna glöð ég vakna
                en að komast fram úr tekur á,
                alla-vega þess ei mun ég sakna
                er aukakílóin eru frá.

                Stuðningur vina er mér kær
                veitir mér þrek og vilja
                til að færast markinu nær
                og allt í kringum það skilja.



Takk fyrir mig.Heart
                                         Góða nótt
.Sleeping

                                         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 31.8.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert að standa þig vel í átakinu.  Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 31.8.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Knús og kærleikur til þín elsku Milla mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar vinur mínar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.8.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt elsku Millan mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.8.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Ragnheiður

Ég er að hugsa um að taka mig á og reyna að tapa nokkrum kílóum í leiðinni

Ragnheiður , 31.8.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, góður árángur hjá þér.

Kærleikskveðjur

Kristín Gunnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 07:13

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Flott hjá þér Milla 900gr á viku er bara meiriháttar!  Farðu samt ekki of geyst, það borgar sig aldrei.  Kveðja inn í góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:45

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Hugs Glitter Graphic - 2

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:47

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn bestu skjóður heims.
Stína mín flott myndin af þér krúsin mín, Ía þetta fór bara en svo hægir alltaf á er fram í sækir, þeir tala um 500 gr á viku sé gott, svo 1 kg á mánuði, held að ég yrði nú ekki ánægð með það.
Ragga mín ertu ekki bara fín eins og þú ert?
Knús á þig Rósin mín.
og til þín Búkollan mín fagra.
Linda mín bestu kveðjur.

Knús kveðjur á allar skjóðurnar mínar.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband