Hvað áttu þeir að bíða lengi?

Það gat nú verið að blessaðir ráðamennirnir færu í fílu.
Allt þarf að vera undir borði hvað þá snertir.


Forsætisráðuneytið harmar að Breiðuvíkursamtökin skuli hafa valið
þá leið að kynna fyrirliggjandi drög að frumvarpi, sem er á þessu stigi
vinnuskjal í ráðuneytinu, opinberlega í fjölmiðlum án þess að leita
samþykkis eða samráðs um slíkt.

Er þetta ekki þeirra mál og þeirra líf.
Það voru framdir hræðilegir glæpir gegn þessum mönnum og ef ríkið á
ekki að bera ábyrgð á þessu, þó að það séu eigi til lagaákvæði fyrir því,
þá hver?
Þetta er bara eitt af þessum málum sem engin þorði að segja neitt um
og ef einhver sagði eitthvað þá var það nú bara þaggað niður.

Síðan varð þetta opinbert og á þar af leiðandi að vera upp á borðinu fyrir
alla til að fylgjast með.
Baráttu kveðjur til Breiðuvíkursamtakana og allra annarra sem voru vistaðir
á öðrum stöðum á landinu.


mbl.is Birt án samþykkis ráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Ríkið ber ábyrgð og hefur ekki sýnt neitt annað en þeir ætli að axla hana. Hversu opinbert viltu hafa þessar skýrslur? Á að vera opinbert að Jón Jónsson eigi að fá x háar bætur því honum var nauðgað svona og svona? Það er ekki að ástæðulausu að stjórnvöld vilja fá að vita hvað þér langar að henda í fjölmiðla og hvað ekki í svona málum.

Vissulega eru bætur til þolenda kynferðisbrota almennt lágar hérlendis. Ríkið getur samt ekki farið að taka geðþóttarákvarðanir og gefa Breiðarvíkurdrengjunum 10-20 milljón kr. hærri bætur heldur en 15 ára stelpu sem hefur verið nauðgað af ættingja í 6 ár. Meðalvisttími drengjanna var 21 vika, afhverju eiga þeir frekar kröfu á að fá 1000% hærri bætur en stelpan? Af því þetta voru ríkisstarfsmenn en ekki pabbi þeirra? Stjórnvöld eru bundin því að gæta jafnræðis.

Það er ekki nema að bætur verði almennt hækkaðar með lögum en þá þarf til 32 Alþingismenn sem samþykja það (eða einfaldan meirihluta viðstaddra). Þá þarf það að gilda um ÖLL kynferðisbrotarmál, ekki bara um Breiðarvíkurdrengi. Við viljum jú að stjórnvöld gæti jafnræðis gagnvart öllum þegnum landsins en ekki bara sumum.

Páll Ingi Pálsson, 4.9.2008 kl. 14:44

2 identicon

Það hefur eflaust átt að láta þetta fara í gegnum samþykkt á þinginu áður en upp kæmist um þvílíkar smánarbætur átti að greiða. Af hverju ekki bara að greiða 300 kr. ég sé ekki muninn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það má vel vera Langbrókin mín, en ég var nú bara að hlusta á þetta í gær í þingfréttum, var það kannski eftir að Breiðaravíkursamtökin settu þetta í blöðin.

Páll Ingi mér hefur eigi annað skilist en það sé verið að breyta þessum lögum yfir heildina, en kannski er það misskilningur í mér,
já líklegast ekki fara þeir nú að hækka bætur til þolenda yfirhöfuð.

Þú skilur mig nú eigi rétt ef þú heldur að ég sé að tala um að við fáum að vita hvað hver fær og fyrir hvað. þar veist þú eigi mikið um mína skoðun á þessum málum yfirhöfuð, en ég vill ekkert leynimakk eins og einkennir ráðamenn þessarar þjóðar.

Bætur eru skammarlega lágar og athugaðu að ríkið vistaði þessa menn á heimili fyrir að þeir töldu vandræðadrengi, sumir voru bara sendir sökum vandræða á heimilum þeirra.
Ekkert eftirlit var með þessum heimilum og ber því ríkið ábyrgð á að þessir drengir voru eyðilagðir fyrir lífstíð.
Takk fyrir þitt innlegg Páll Ingi.
Kveðjur
Milla.

Nei Jónína mín ég sé heldur ekki muninn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.9.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband