þetta er miðjan á hruninu.

Stórtíðindi urðu á Wall Street um helgina, þegar tvö sögufræg
fyrirtæki þar hurfu af sjónarsviðinu, til viðbótar
Bear Stearns-bankanum, sem fór á hausinn fyrir hálfu ári.
Lehman Brothers var fjórði stærsti  fjárfestingabankinn í
Bandaríkjunum, stofnaður fyrir 158 árum. Merril Lynch var
stofnaður 1914.



Hefur ekki verið búist við þessu alllengi? það tel ég.
Undirbúningur hruns er búin að hanga við borðröndina all
lengi og nú er það komið upp á borðið.
Svo er sagt af ráðamönnum hér á landi að okkar bankar séu
svo vel settir að þeir muni standa allt af sér. Ja hérna, halda
menn að við séum hálfvitar, sem kunna ekki að leggja saman
 2+2 og fá út 4.
Það er verið að tala um að verðbólgan fari niður á næsta ári.
Já trúir fólk því?

Til viðbótar þessum fregnum hafa fréttist borist af því, að stærsta
tryggingafélag í heimi, American International Group (AIG), eigi í
miklum erfiðleikum og hafi leitað á náðir bandaríska seðlabankans
um neyðarlán.

Og alþjóðlegur hópur banka hefur tilkynnt, eftir fund með
bandarískum embættismönnum í New York, að lagt verði í sjötíu
milljarða dollara sjóð til að aðstoða fjármálafyrirtæki sem eigi í
vandræðum.

Fréttaritari BBC segir, að samanlagt séu þetta mestu tíðindi sem
orðið hafi á einum sólarhring á Wall Street síðan á þriðja áratug
síðustu alda
r
.

það er ekki hægt að telja mér trú um að þetta hafi ekki áhrif.
Og það verður gaman að sjá hvernig okkar bankar, ríkið, og
 tryggingarfélögin ætla að bregðast við er það fer að eignast
allar íbúði, bíla og fyrirtæki í landinu.
Eða á kannski að fara að lána manni núna fyrir öllum skuldum
með okurvöxtu, það væri svo sem eftir öllu
.

 


mbl.is Sögufræg fyrirtæki á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, já það er alt að fara í kaldakol. OG til hamíngju með horfnu kílóin

Kristín Gunnarsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sástu Silfur Egils í gær.  Ósköp var nú Geir minn var um sig.

Ía Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 11:49

3 identicon

Það hafa ekki allir rekið sín fyrirtæki eins og hálfvitar á endalausum lánum.  Nú eiga eftir að sitja eftir þau fyrirtæki sem voru rekin á ábyrgan hátt og eyddu ekki um efni fram.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Stína mín

Ía ég heyrði í honum það var nóg

Lady Vallý hvernig er heilsan? er wkki bara allt í góðu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 14:40

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bragi Þór líklegast og vonandi er til mannfólk sem hugsar um heildarmyndina,
en afskaplega er nú erfitt að stofna og reka fyrirtæki í dag á þess að taka lán,en yfirbyggingin þarf eigi svona mikil að vera.

Ég skal segja þér maður minn að hann afi minn startaði netabelgjagerð í kreppunni miklu sem svo er kölluð, aðeins unnu 2 menn við það til að byrja með, en gekk vel.
Hann afi minn fór aldrei til að fá lán fyrr en hann byggði eigið húsnæði yfir sína starfssemi sem þá var orðin stórt fjölskyldufyrirtæki,
það var árið ca 1960 man ekki alveg.
En svona var Ísland þá.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 14:52

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú Sigga mín það var ríkisstjórnin og bankarnir okkar standa enn þá en hversu lengi.?Evran mun ekki bjarga neinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 16:38

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta hefur áhrif út um allan heim, en sum lönd græða aðrir tapa og fyrir þá sem ekkert eiga kemur þetta ekki við neinn, skiljanlega.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 17:34

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jamm..það eina sem gerist við að stinga hausnum í sandinn er að maður hættir að sjá.....

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 20:17

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

heldurðu ekki að það sé akúrat það sem ráðamenn hafa gert um
langa hríð?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband