Fyrir svefninn.

Alltaf uppgötvar maður eitthvað nýtt, sem betur fer því annars
væri nú lífið eigi skemmtilegt.
Þær englarnir mínir fóru heim í dag, það er búið að vera ljúft að hafa
þær þessar elskur, ætíð er skrafað og kafað í bæði landsmál og annað
sem þær vilja koma á framfæri.

Áður en Gísli minn ók þeim heim fór hann með mig í vinnuna, það var að
vanda afar skemmtilegt. Kom heim klukkan 4. og fórum við gamli minn
í Kaskó, hann hljóp inn að kaupa fyrir mig AB mjólk.

Komst að því að til er fólk sem vill ráða þó það þurfi eigi, geti eigi,
hafi ekki vit á, bara jafnvel til að það geti sagt að það hafi komið
með þetta eða hitt upp á borðið.
Best að koma ekki nálægt svoleiðis fólki.

          En ég held samt áfram.

Veit ekki hvenær ég hóf þessa ferð
né hvaðan var lagt af stað.
Og óljóst er fleira því ekki mig grunar
hvar aka ég muni í hlað.

Læðist um hugann ljúfsár minning
líkt og mig hafi dreymt.
Eins og í leiðslu áfram held ég
erindið löngu gleymt.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Frá Vaðbrekku.
                                    Góða nót
tHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Knús og kveðjur.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 28.10.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hlý kveðja inn í nóttina. 

Ía Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk skjóðurnar mínar, Auður mín ljóð eru yndisleg og mannbætandi,
Þau kenna okkur svo mikið.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott ljóð, góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, kæra Milla, og dreymi þig vel.

Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Góða nótt Milla mín.         Snjókomu kveðjur frá mér he he he

Erna Friðriksdóttir, 28.10.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð að segja eins og Auður, ljóðið gjörsamlega grípur mig. Góða nótt á þig og víkina alla

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 22:15

8 Smámynd: Brynja skordal

Er ekki mikið við tölvuna þessa dagana en vildi bjóða þér góða nótt Milla mín Elskuleg

Brynja skordal, 28.10.2008 kl. 22:15

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða snjóanótt mín kæra rugla á HúsavíkKærleikskveðja rugludósin í fjöleignarblokkinni í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:15

10 identicon

Góða nótt, Milla mín!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:15

11 Smámynd: Erna

Milla mín góða nótt og dreymi þig vel

Erna, 29.10.2008 kl. 01:26

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar.
hafið það nú alveg sérlega gott í dag.

Knús og kærleik
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 06:24

13 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig mín kæra Milla

Helga skjol, 29.10.2008 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband