Hugarástand.

Það er merkilegt þetta hugarástand.
Ég fór snemma að sofa í gærkveldi, því að ég þurfti að vakna árla
í morgunn eða kl 6.
Viti menn vaknaði um 2 í nótt og var andvaka, fór að hugsa um
allt sem er að gerast þessa daganna bæði í heimsmálunum og
hér heima fyrir.

Það sem er það gleðilegasta við að vakna á morgnanna, fyrir utan
að vakna og vera sæmilega heil og biðja góðan guð að blessa mig og
alla mína, það er tilhlökkunin að komast í tölvuna
og lesa kommentin ykkur kæru bloggvinir, við fyrir svefninn.
Þau ilja mér um hjartaræturnar.

Eitt af því versta sem ég veit er þegar fólk lifir ekki í lífinu með öðrum
heldur hefur sínar einstrengilegu skoðanir alveg sama á hverju gengur.
fólk sem þetta, á örugglega afar erfitt, kannski fáa vini, en það finnur
líklegast eigi fyrir því, það er svo upptekið af eigin egói.

              *********************************

Ég er ansi hrædd um að fólk reyni að vera ofurduglegt í því að standa sig
barnanna vegna og bara allra svo á endanum springur allt því einhvern tímann
þarf fólk að pústra út.

Tel að það sé bara allt í lagi og jafnvel nauðsynlegt að útskýra vel fyrir
börnunum hvað er að gerast þá er allt miklu léttara bæði fyrir foreldra og þau
sjálf. Það er nefnilega þannig að er spennan er orðin mikil í börnunum, og þau
hreinlega vita eigi af hverju þeim lýður illa þá fara vandamálin að koma upp
á skólalóðunum og í öllum leik.

Eineltið og ótuktaskapurinn  eykst og þau jafnvel gera sér enga grein fyrir
því sem þau eru að gera.
Því öll börn vilja vera góð. Hjálpum þeim til þess með því að tala opinskátt
við þau um þessi mál og af virðingu.

                   ***************************************

Nú ég dottaði svona undir morgunn, en það er í lagi því ég get lagt mig er ég vill
er ekki að vinna og á engin lítil börn sem ég þarf að sinna.
Nú ef að ljósin mín koma þá er það eigi fyrr en eftir hádegi.

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Ekki er ég að tapa neinu,en ábyggilega hefur þetta þjóðar ástand áhrif á mig. Ég er gjörsamlega búinn að snúa öllum tíma við,eða réttara sagt vaki megnið af sólarhrinhgnum og ég bý einn.

Verðugt rannsóknarefni.

Kærleikskveðjur inn í daginn

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 07:05

2 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Góðan daginn Milla og megi þessi dagur bera eitthvað gott í skauti sér.

Ég bý með Emmu og það er í raun bara mjög gott. Mér líkar það vel.

Sérstaklega þegar karlmenn eru eins miklir svikarar og raun ber vitni.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 29.10.2008 kl. 07:24

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Andvöunætur geta oft leitt til góðs sbr. þessi færsla.  Góðan daginn Milla mín vildi ég sagt hafa.

Ía Jóhannsdóttir, 29.10.2008 kl. 08:23

4 identicon

Já sjáðu nú bara Milla mín ég er vöknuð svona snemma, nei ég sef ágætlega þrátt fyrir allt það sem gengur á í þjóðfélaginu vona bara að þeir sem mest á mæðir geri það líka. Ég hef að minnst kosti verið dugleg að senda þeim ljós góða strauma þessum elskum sem eru mest hataðir þessa dagana, ekki vildi ég vera í þeirra sporum svo mikið er víst.

Knús til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessaður Þórarinn, maður þarf eigi að vera að tapa, til að manni lýði illa, heldur bara umtalið sem hefur vansæl áhrif á fólk og smitar í börnin.

Við verðum að höndla þetta, og sætta okkur við stöðuna þó við látum svo vita hvað okkur finnst um gang mála.
Takk fyrir þitt innlit.
Kveðja Milla.


Vona að það verði gaman í vinnunni í dag hjartað mitt.
Þín Mamma

Það eru nú eigi allir karlmenn svikarar Gleymmerei mín
eigðu góðan dag með Emmu þinni hundarnir bregðast okkur ekki.
Knús Milla

Það segir þú satt Ía mín og hef ég svo sem ekkert á móti því að vera vakandi í mínu góða rúmi.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 09:03

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki ég heldur Jónína mín, ég var nú síðast í gær að segja mitt álit á þessu máli sem er að sjálfsögðu okkur öllum í hag, sem sagt halda ró takast á við málin án þess að við eða börnin bera sálarlegan skaða af, ég var nú bara hökkuð í spað hvort ég væri virkilega að meina að engin ætti að bera ábyrgð? Ég sagðist nú bara hafa verið að segja hvað væri öllum fyrir bestu úr því sem komið er.

Ég hef að sjálfsögðu skoðun á þessum málum og það langt aftur í tímann, en það bjargar engu, allra síst börnunum.

Knús til þín og þú ert rosa dugleg að vakna svona snemma
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 10:09

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, góður pistill hjá þer eins og altaf.

Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 10:09

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Stína mín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 10:17

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Mikið er þetta rétt hjá þér Milla mín, við þurfum að setjast niður með börnunum okkar og útskýra fyrir þeim hvað er í gangi, og eins þurfum við að passa okkur hvað við látum út úr okkur þannig að börnin heyri þau taka öllu svo bókstaflega sem að maður segir. Við verðum öll að reyna að standa saman og styrkja hvort annað, ekki lifa í eigin hugaróra heimi.

Knús á þig mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.10.2008 kl. 10:36

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn. Ég var vakandi í morgun eldsnemma en nennti ekki að kveikja á tölvunni.  Hér er sól og blíða og sonurinn á leið til landsins í tvo daga, hlakka mikið til að knúsa hann.  Annars er allt mjög gott að frétta af okkar afleggjurum og enginn kvíði eða vandamál í gangi. Kærleikskveðja til þín elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 11:30

11 identicon

Daginn ljúfust. Ég er með allt mitt á hreinu þeas þessi veraldlegu gæði. En ég hef ríka samúð með fólki sem hefur farið illa út úr þessu öllu...Og það er ansi margt sem ég skil ekki frekar en margur. Blessi þig inn í daginn

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:55

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er yndislega mikil ró í pistlinum tínum ..takk takk.Gott ad lesa med kaffibollanum mínum  tó ég sé búin ad vera uppi sídan 5 í morgunn.Veistu tegar ég er andvaka sem er frekar sjaldan tá fer ég alltaf nidur hita kakó og tek mér bók í hönd og leyfi mér ad sofna útfrá henni.

Eigdu gódann dag ljúfust.

Gudrún Hauksdótttir, 29.10.2008 kl. 12:10

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt Guðborg mín þau taka eftir öllu, og okkur ber að segja þeim sannleikan og létta á þeim.
Ein sem ég á sagði við ömmu sína er þetta var að skella á, amma þýðir þetta þá að við eigum enga peninga?
Knús til þín Guðborg mín og verndaðu snúllurnar þínar yndislegu.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 12:58

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er gott að allt er í lagi hjá þínum, því það er erfitt að fara út í búð í dag og maður bara sér vöruna hækka.
Knús í knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 12:59

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að vita Langbrókin mín, auðvitað er margt sem maður eigi skilur og vill gjarnan fá skýringu á, en hana fáum við aldrei, allavega ekki sannleikan svo best er að gera gott úr þessari stöðu.

ljós í daginn þinn ljúfust.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 13:03

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nafna mín, er ég verð pirrandi andvaka þá fæ ég mér te, þoli ekki kakó.
en ég fer nú yfirleitt snemma á fætur svo ef klukkan er orðin 5 er ég vakna þá fer ég bara á fætur og nýt þess að vera ein með sjálfri mér við kertaljós, eins og þú.
Takk fyrir mig ljósið mitt.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 13:07

17 Smámynd: Tiger

 Mín ljúfa hjartarófa!

Alltaf jafn ljúf Millan mín, svo mikil ljúfmennska sem ætíð blæs frá þinni átt. Ég er sammála þér með að við ættum algerlega að leyfa börnunum að fylgjast með - segja þeim frá og útskýra hlutina. Það má ekki bara ýta þeim frá án nokkurra útskýringa - það gerir engum gott. Ef málin eru hins vegar rædd og börnin fá að vera með - þá leysir það margan vanda hjá þeim og þau verða ekki eins spennt eða ringluð.

Andvökur koma alltaf af og til upp hjá mér - en þá fer ég bara fram og fæ mér að borða - svo trítla ég bara aftur uppí og sofna oftast fljólega aftur - sæll og saddur ..

Knús og kram á þig dúllan mín og láttu þér líða vel!

Tiger, 29.10.2008 kl. 15:08

18 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Alltaf góðir pistlar hjá þér ruglan mínÉg var líka andvaka ,og sofnaði eftir kl 4.30

maður veit ekki alltaf af hverju maður er andvaka

En svona er þetta bara 

Kærleikskveðja og knús til þín ruglan mín

Rugludósin í fjöleignarhúsinu í vesturbænum 

Ólöf Karlsdóttir, 29.10.2008 kl. 16:04

19 Smámynd: Erna

Ég var nú bara vakandi í alla nótt og var á launum við það  En þú ert flott eins og alltaf Milla mín og skrifin þín frábær. Knús snúllan mín

Erna, 29.10.2008 kl. 16:12

20 identicon

Kærar kveðjur til þín, elsku dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:18

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger míó míó maður verður að vera ljúfur, það gefur okkur gildi.
Það er málið ekki leyna neinu fyrir þeim.

Andvaka, borða, en ég má ekki borða á nóttunni bar að fá mér te
veistu að vera andvaka er eigi svo slæmt, maður hugsar allskonar vitleysu en sumt kemur fram sem vit er í.

Knús í knús ljúfasti.

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 16:34

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi Óla mín verður þetta ekki allt í lagi hjá þér?
Knús í knús rugludósin mín
Milla ruglan á Húsó

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 16:35

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Erna mín þú yljar mér ætíð inn í hjartarætur.
Ég lagði mig eftir hádegið og svaf til að verða 16.00, en það er bara allt í lagi.
Knús í knús í næturvaktina þína
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 16:38

24 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég svaf vel frameftir enda þurfti ég ekki að mæta í vinnu fyrr en klukkan fjögur. Hafðu það sem allra best.

Helga Magnúsdóttir, 29.10.2008 kl. 19:16

25 Smámynd: Líney

knús  í kotið

Líney, 29.10.2008 kl. 19:26

26 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Jú Milla mín ég verð í fínu lægi það eru engin lyf til við svona vitleysu

Sko held ég sé búin að snúa sólarhringnum við vaki á nóttinni 

Og sef á daginn 

 Kærleiksknús rugludósin í fjöleignarhúsinu í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 29.10.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.