Fyrir svefninn.

Bræðurnir á Fjalli í Þingeyjarsýslu þóttu nokkuð góðir
með sig, eða að minnsta kosti eigi mæddir af sjálfdæmi.
Þó orti einn þeirra:

             Allir hafa einhvern brest.
             Öllum fylgir galli.
             Öllum getur yfirsést.
             Einnig þeim á fjalli.

           ******************************

 Þegar vélbáturinn Skúmur strandaði við Grindavík síðast
liðinn vetur, lýsti fréttamaður ríkisútvarpsins björguninni
meðal annars svo, að hún hefði tekist með slíkum ágætum,
að skipbrotsmennirnir "vöknuðu ekki einu sinni."

         *******************************

Jón Sigló er maður nefndur. Hann orti eitt sinn eftirfarandi
vísu. Ekki er kunnugt um tilfellið, en hægt að hugsa sér
ýmislegt:

          Notaðu bæði kjaft og kló
          og kærleika til vara.
          Þá ertu efni í Oddfellow
          eða Frímúrara.

         ******************************

Jæja nú eru allir komnir til síns heima, Gísli er að aka
englunum mínum fram í Lauga.
Milla og Ingimar komin heim með ljósin mín.
Við borðuðum öll saman í kvöld og var fiskurinn vel þeginn.

Ég fann í morgunn rautt efni og ákvað að sauma vængi fyrir
gestaherbergið, þar var eigi vel hægt að draga fyrir, vöktu
þær mikla gleði er þau komu öll heim því þetta var svo
jólalegt og nú fer ég bara að skreyta á fullu.

Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir bræður á Fjalli eru frændur mínir  GN elsku Milla

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var gaman að heyra.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Bræður á Fjalli eru líklega skyldir dætrum mínum, þær eru ættaðar frá Hrauni í Aðaldal. Leitt að komast ekki til Ak í gær, knús og kveðja. Góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.11.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín og sofðu vel.

Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða nótt

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 23:15

6 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Ég er ættuð frá Svalbarði í Þistilfirði, við Langanes.

Já ég er norðlensk, með norðlenskum hreim.

Gaman að heyra að þið skemmtuð ykkur vel, spjallað og hlegið.

Vonandi hafið þið ekki hlegið að mér, nei nei líklega ekki.

Hafðu það sem allra best Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:15

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég sé að bloggvinahittingur hefur heppnast vel

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:19

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir mig elsku Milla  mín  Sleepingog góða nóttina mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:17

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúna mín mér var að detta í hug hvort þeir væri þá ekki frændur Dóru einnig.
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 08:20

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Dóra mín við áttum góða helgi saman.
Knús í daginn þinn
Mamma

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 08:21

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleymmerei mín hér á bæ er aldrei hlegið að fólki, allir hafa sinn tilverurétt og virðingu.
Skjóðan mín hverra manna ert þú, ég þekki vel til í þystilfirðinum.
Þrjú af börnunum mínum eru ættuð frá Hvammi í Þystilfirði.
Var gift manni þaðan.
Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 08:25

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga, Hólmdís, Sigrún, Linda, Silla og Auður góðan daginn til ykkar allra og eigið flottan dag í dag
Milla.

Ps. það hefði verið gaman að hafa ykkur allar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 08:28

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn og njóttu vel kæra Milla. Fékk smá kast hér þegar þú talar um rauða vængi, sá fyrir mér einhvers konar englavængi svífandi í looftinu hehehe... en fattaði síðan hvað þú varst að meina, langt síðan ég hef heyrt þetta orð um gluggatjöld hehhehehe.......

Ía Jóhannsdóttir, 24.11.2008 kl. 09:25

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já veistu ég hefði átt að kalla þetta hliðargardínur/ gluggatjöld

Þegar ég flutti hingað var ég með svona gluggatjalda fóbíu og keypti mér hvíta rimla fyrir stofu og eldhús, en á eftir að kaupa mér fyrir herbergin og auðvitað varð ég að setja eitthvað upp fyrir jólin
og svo alla púðana þær eru svo miklar blúndur stelpurnar mínar hér.Ekta prinsessur á bauninni .
Þegar milla mín og þau óku upp að húsinu í gær þá sagði sú litla
amma er búin að fá nýjar gardínur Hún sér sko hlutina sú litla.
Knús í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 09:47

15 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, gott hjá þér að vera buin að setja upp vængina

Kristín Gunnarsdóttir, 24.11.2008 kl. 10:53

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki veitir af Stína mín, vængi verður maður að hafa á jólum.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband