Hvað er ábyrgð?

Já hvað er ábyrgð? Sumir henda þessu orði frá sér í tíma og ótíma,
Hvort sem það á við eður ei.
Minn skilningur á þessu orði er sá: " Þú berð ábyrgð á öllu því sem
gerist í þínu lífi, því þú leifir því að gerast".
Í þessum orðum er allt sem þú tekur að þér í lífinu.

Í Fréttablaðinu í gær var spurt: "Hvað er ábyrgð?"

Frábær svör fengust og langar mig til að eftirhafa svar
Herdísar Egilsdóttur, alþjóð veit hver sú mæta kona er.

Móðurmál okkar á mörg meiningarþrungin orð.
Þau eru misjafnlega hörð af sér í daglegri klisjukenndri notkun.
Þau orð sem líða mest og missa smá saman meiningu og áhrif
eru einmitt þau orð sem rista dýpst í vitundina og eitt af þeim
er ábyrgð. Þessa daganna heyrist sem aldrei fyrr dynja á eyrum
orðið ábyrgð og ábyrgðarleysi og þau orð sem af þeim eru dregin.

Ágyrgðin eða ábyrgðarleysið finnur sér farveg í gjörðum, orðum og æði.
með óábyrgum orðum er hægt að eitra líf saklauss fólks og eyðileggja
orðspor þess og möguleika í lífinu.
Líklega er þessi tegund ábyrgðarleysis ein sú lúmskasta og hættulegasta
vegna þess hversu hratt hún vinnur, erfitt er að leiðrétta afleiðingar
hennar og sá ábyrgðarlausi gerir sér oft ekki grein fyrir hve mikill
skaðvaldur hann er.
Ábyrgð eða ábyrgðarleysi í gjörðum er sýnilegra en skiptir þó sköpum
í lífi fólks. Ábyrgðarleysið  vinnur oft óbætanlegan skaða ef þeir sem
standa álengdar stara galopnum augum á það sem fram fer en gera
ekkert til að skakka leikinn. Ábyrgð í starfi er oft undarlega metinn þar
sem oft reynist þyngra í metum að gæta fjármuna en fólks.
Að axla ábyrgð þýðir að taka á sig byrði annarra og lofa að leggja
hana ekki frá sér fyrr en annaðhvort þörfin fyrir þennan stuðning er liðin
hjá eða annar ábyrgur tekinn við.
Ábyrg manneskja nýtur trausts og virðingar og er litið á hana sem
máttarstólpa í hverju samfélagi. En einnig slíku fólki getur mistekist
svo óbætanlegur skaði hlýst af.
Það hlýtur að taka vel á þá sem vilja vel. það fylgir því ævilega kvöl
að bregðast trausti þeirra sem á mann trúa.
Megi hin sanna merking orðsins ábyrgð í orðum sem gjörðum vera
í heiðri höfð um ókomna framtíð til heilla landi og lýð.
Ég vill til einföldunar gera greinamun á tvenns konar ábyrgð,
ábyrgð gagnvart lögum og siðferðilegri ábyrgð.

Frábærileg lýsing á orðinu ábyrgð.
Eigið góðan dag í dag
Milla
.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður pistii..........það mættu vera fleiri Herdísir.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.11.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Dóra mín

Hólmdís ef það væru Herdísar í öllum skólum þá væri ástandið örugglega betra.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 12:11

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Góður pistill hjá þér Milla mín um ábyrgð.......... Reyndar er ég ekki alveg sammála  því  að ég beri ábyrgð á öllu í lífinu, því ég leyfi því að gerast ........... Sumt hefur gerst í lífi mínu sem að ég alls ekki get tekið ábyrgð á og vildi engan vegin að það gerðist..........þó það gerðist.......

En sumt  auðvitað axla ég ábyrgð á og mun gera það.   Bestu kveðjur á þig

Erna Friðriksdóttir, 24.11.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Herdísi! Takk fyrir þennan pistil Milla mín.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín kær ég veit alveg hvað um ræðir og auðvitað berum við eigi ábyrgð í svoleiðis tilfellum og er ég als ekki að meina það, það er einnig margt í mínu lífi sem gerst hefur sem ég ber enga ábyrgð á eins og að missa mína bestu vinkonu og ég hef aldrei eignast aðra í staðin fyrir hana og margt get ég talið upp.
Fyrirgefðu Erna mín þetta orðalag á bara við um allt í okkar lífi sem við ráðum yfir.

Ljós og kærleik til þín Erna mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín herdís er ein af þessum fágætu sem hefur gefið okkur hlutdeild í sínu lífi.
Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 17:56

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín ég svara þér eins og Ernu og hjálpi þér auðvitað veit ég þetta.
ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 17:57

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottur pistill, takk fyrir mig.

Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:33

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Æji þú ert alla tíð svo næs Milla mín........

Erna Friðriksdóttir, 26.11.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband