Fyrir svefninn.

Jæja nú er Gísli minn kominn á fullt, var að taka til útiseríur
á morgun á að setja þær upp, tókum líka gestaherbergið í
dag, á morgun á einnig að taka fram aðventuljósin og athuga
hvort þau eru ekki í lagi, skelli þeim svo bara í gluggana og skreyti
svo bara allt heila batteríið, nema jólatréð bíð aðeins með það.

Það er að segja ef Gísli fæst frá nýju robot ryksugunni, hef nú bara
ekki á ævinni vitað aðra eins vitleysu, einn bróðir minn sem á svolitla
peninga, býr í Japan, var hér heima um daginn fór hann og verslaði
svona tæki fyrir okkur systkinin, þær kosta 84.000 hver. 
Maður á ekki bót fyrir boruna á sér og á svo bara allt í einu Robot
upp á 84.000, læt nú Gísla þennan hlut algjörlega eftir, enda eru
karlmenn miklu tækjasjúkari en konur.W00t

Fórum til Millu minnar í kaffi í dag þau gáfu okkur þýskar áleggspulsur
eigi er það nú af verri endanum, einnig Ítalskan gordonsola ost
nú og ýmislegt annað. þetta verður geymt til jólanna og borðað með
góðu chiabatta-brauði, tappinadi og svoleiðis gormetmat.Whistling

Litla ljósið var búin að sega við mig áður en hún fór út að hún ætlaði
að gefa mér augnskugga svona glimmer þegar hún kæmi heim frá Köpen
fékk ég fjögra lita augnskugga í dag ég sagði að við gætum átt hann saman
hún fær nefnilega svo oft að mála sig hjá ömmu og á sitt eigið dót til þess.
Hún sættist á það og valdi strax að hvíti og bleiki pössuðu vel fyrir hana.

Núna er ég bara að hugsa um að fara að hvíla mig og lesa
Twilight það er fyrsta bókin um hana Bellu eftir Stephenie Meyer,
ég ætla eigi að lýsa henni nánar því hún var að koma út á Íslensku
en ég er að lesa hana á ensku, þær vildu endilega lána ömmu
þessar bækur englarnir mínir á Laugum,
 en þær eru búnar að lesa þær allar og bíða bara eftir
myndinni eftir fyrstu bókinni, sem er að slá öll sýningarmet erlendis núna.

                       Eigi get þeirra verið án
                       bóka af öllum gerðum,
                       það var okkar heilla lán
                       að læra úr þeim við verðum.

Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Robotar voru auglystir hé fyrir um 25.000 á tilboði.
Kannski eru þeir ekki eins öflugir.

Góða nótt Milla mín.

Heidi Strand, 24.11.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Erna

Hér er líka verið að grúska í jóladóti og setja upp nýjar gardínur í stofuna, verð nú að nýta skyttuna áður en að hann fer út á sjó Góða nótt Milla mín og kveðja til Gísla og róbótans ég veit að þeir eru samrýmdir núna

Erna, 24.11.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: M

Þvoði gluggana í gær og kallinn setti upp seríurnar. Er hálf feimin að kveikja svona senmma á þeim, en held það geri okkur ekkert nema gott þessa dagana.

Góða nótt Milla.

M, 24.11.2008 kl. 20:58

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það eru komin ljós í glugga í nágrenni við okkur en Stjáni og Úlli harðneita að setja nokkuð upp fyrr en á sunnudaginn. Rétt skal vera rétt segja þessir íhaldssömu feðgar.

Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Örugglega ekki Heidi því ég hringdi niður í byggt og búið og spurði hvað þeir kostuðu, en ég var að hugsa um að fá hann endurgreiddan og gefa góðu fólki, þá var mér tjáð af mínu fólki að það væri nú ekki ég sem sæi um þrifin á gólfunum heldur Gísli minn.

Erna mín þeir verða eins og límdir Gísli mun sitja í sófanum og horfa á robótinn eins og um fagra konu væri að ræða.

Nýjar gardínur fyrir stofuna, þær eru nú svo flottar sem þú ert með
jæja ég skil þetta alveg krúsin mín
Milla

Það er rétt hjá þér Emmið mitt við höfum bara gott af því að dreifa birtu í kringum okkur, með ljósum og skrauti

Ég segi nú það sama og feðgar hjá þér Helga mín, ljósin hjá mér fara í gluggana í dag en svo verður kveikt á þeim á sunnudaginn
ég er bara með aðventuljós fyrir utan tvær skrautseríur í stofuglugganum sem er ætíð kveikt á

Vallý mín ekki spyr ég að myndarskapnum, en skil, eina sem ég geri hreint fyrir jólin eru gluggarnir og smá í eldhúsinu set handprjónuðu jóladúkana mína á borðin.

Góðan daginn elsku Dóra mín.

Eigið allar góðan dag í dag
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2008 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband