Afsökunnarbeiðni! Eigið þið annan?

Ung vinstri græn gagnrýna  framgöngu Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, gagnvart G. Pétri Matthíassyni, fyrrum fréttamanni Ríkisútvarpsins, og krefjast þess að Ríkisútvarpið fari að fordæmi G. Péturs og biðji þjóðina afsökunar á að halda að sér upplýsingum um ráðamenn.

„Viðbrögð útvarpsstjóra í þessu máli bera merki ritskoðunar á fréttaefni sem kemur almenningi mjög við, og er grafalvarleg árás á málfrelsi fréttamanna. Ung vinstri græn skora á Pál Magnússon að biðjast afsökunar á að hafa hótað G. Pétri með lögfræðingum fyrir að hafa sýnt þjóðinni það sem RÚV hefur leynt hana, algerlega óviðeigandi framkomu forsætisráðherra gagnvart fjölmiðlamanni sem hafði í sér dug til að spyrja stjórnvöld erfiðra spurninga," segir m.a. í ályktun samtakanna.

Hvað er eiginlega að? eins og segir í góðu myndbandi.

Hvað er RÚV gamalt? nei bara spyr til að minna fólk á að allar götur
hefur það verið ritskoðað  af þeim flokkum sem setið hafa í stjórn
hverju sinni.

Það er með ólíkindum hvað blessaðir Útvarpsstjórarnir hafa þurft að
taka á sig í gegnum árin, fela gögn, reka menn, ritskoða og hvað veit
ég svo sem hvað meira af skítverkum þeir þurfa að inna af hendi fyrir
yfirvaldið.
Verð nú bara að segja fyrir mína parta að veldi ég nú frekar að hætta
heldur en að vinna svona gjörninga.

Og ef fólk er svo bjartsýnt að halda að RÚV stjórinn biðji afsökunar
þá er það hinn mesti misskilningur, því finnst hann velur eigi að hætta
yrði hann rekinn ef hann bæðist afsökunar á þessum sem öðrum málum,
hann er undir handajaðrinum á veldinu.

Eigið góðan dag í dag.
Milla.
Heart


mbl.is Vilja að RÚV biðji þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 27.11.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góður pistill. Takk fyrir skilaboðin

Og mundu að eiga góðan dag Milla mín.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 27.11.2008 kl. 09:04

3 identicon

Er í skólanum kveðja Óla

Óla rugla (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:05

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eigðu góðan dag......afsökunarbeiðni...hahaha

Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 09:53

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Knús á þig mín

Guðborg Eyjólfsdóttir, 27.11.2008 kl. 09:54

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:49

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 11:35

8 Smámynd: Anna Guðný

Mér þætti gaman að fá að vita hver réttindi og skyldur fréttamanna og blaðamanna eru í svona málum. Hver virkilega á upptökur á viðtölum sem fréttamenn Ruv, jafn og annarra fjölmiðla hafa tekið. Í fljótu bragði sýnist mér  að viðtöl fastráðinna fréttamanna Ruv séu eign Ruv og því hefur fréttamaðurinn ekkert leyfi til að taka með sér efni út af stöðinni. En blaðamenn eru trúlega fleiri sjálfstæðir og því er þá efnið þeirra sjálfra oftar.

Það er svo allt annað mál hvort sanngjarnt er fyrir þjóðina að þessi viðtöl séu ekki gerð upinber. Þannig að í mínum augum eru þetta tvö aðskilin mál.

Annars bara hafðu það gott Milla min

Anna Guðný , 27.11.2008 kl. 13:37

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvort sem hann á þessar spólur eður ei, tek ég upp hanskann fyrir
G Pétri.
Knús til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2008 kl. 14:28

10 identicon

Já ég held einmitt að það sé málið eins og Anna Guðný segir að sennilega á Ruv þetta efni þar sem fréttamaðurinn er í vinnu hjá þeim. Það er örugglega allt efnið hjá Ruv ritskoðað og líka í blöðunum Milla mín það er nú bara þannig og hefur eflaust alltaf verið.

Ljós inn í daginn þinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:40

11 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 27.11.2008 kl. 16:49

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2008 kl. 17:03

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já eins og ég segi í pistlinum þá er það ritskoðað og hefur ætíð verið.
Trúlega á RÚV efnið en gott hjá honum að samt.
Knús kveðjur á ykkur skjóðurnar mínar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.