Fyrir svefninn.

 Vitið þið að ég er búin að vera ofurdugleg í dag, sko miðað
við mitt úthald svona yfirleitt, sem er eigi neitt til að hrópa
húrra fyrir öllu jafna.

Fór í þjálfun í morgun Auðvitað ók Gísli mér alveg inn í anddyrið
í þjálfunin, sótti mig sömu leið.

Er heim var komið fengum við okkur te og brauð, setti síðan í
heilsubrauð og meðan það bakaðist þá tók Gísli niður allt
jólaskrautið og ég skreytti aðventubakkann, gluggann í
eldhúsinu  og stofunni var aldrei búin að klára þá að fullu.
Setti svo bara upp skraut hist og her er eigi búin
geri þetta smá saman svona fram í desember.

Hér er búið að vera brjálað veður í dag svo gott var að dunda
sér inni við.
Borðuðum gufusoðin þorsk með kartöflum, grjónum, lauk og papriku.

Það var hringt í mig í morgun og seinkaður tíminn minn í sneiðmyndina
sem ég átti í fyrramálið, það var bara fínt því veðrið verður svona áfram.

Hér kemur kvæði eftir Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur
samið 1989.

                Að sigra

        Stundum kemur örvæntingin
        til mín eins og refsinorn
        og öskrar í eyru mín:
        Þú getur ekki gengið,
        þú getur ekki notað
        hendur þínar.

        Þegar sorgin sker í hjarta mitt
        heyri ég hlýja rödd hvísla:
        Hugur þinn skynjar heiminn
        í sárustu sorg og dýpstu gleði.

       Og ég finn kærleika umvefja mig
       í nálægð vina minna
       eins og stjörnur jóla
       sem lýsa sáttfúsum augum okkar.
       Og lífsgleði mín kemur á ný
       og sigrar.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Drifkraftur er þetta í þér kona  Fallegt ljóð eftir Ásdísi Jennu.  Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Lúfust ertu ljósið mitt

þú  lætur verkin tala.

góða nótt heillin mín.

Sigríður B Svavarsdóttir, 27.11.2008 kl. 21:05

3 identicon

Góða nótt og kærar kveðjur héðan úr Akurgerðinu!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hva dugleg ertu, ég hef ekkert skreytt hjá mér, fallegt ljóðið hennar Ásdísar Jennu.

Hafðu það gott og góða nótt.

Kv Gleymmerei og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 27.11.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fallegt ljóð Milla takk fyrir að setja það hér inn.  Já ég sá að Palli minn var heiðraður um daginn.  Hann átti það svo margfallt skilið blessaður karlinn.  Hef ekki hitt hann nokkuð lengi núna, vonandi á næsta ári.  Það er helst ef það eru haldnir konsertar í Vín með Ranveigu Fríðu þá mætir hann alltaf.

Kveðja inn í góða nótt og vonandi fer að lægja þarna hjá ykkur.

Ía Jóhannsdóttir, 27.11.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 27.11.2008 kl. 22:29

7 identicon

Hún er svo mikil dúlla hún Ásdís Jenna við getum margt af henni lært.

Knús og góða nótt og dreymi þig alla fallegu englana.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:10

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég er hér ,flott lesningKnús í kotið þitt Óla í vestur

Ólöf Karlsdóttir, 28.11.2008 kl. 00:24

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæj káta duglega kona. Yndislegt ljóð

Solla Guðjóns, 28.11.2008 kl. 02:10

10 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 28.11.2008 kl. 06:48

11 Smámynd: Anna Guðný

Góðan dag frú Milla. Snjóar í dag?

Hafðu það gott í jólaveðrinu

Anna Guðný , 28.11.2008 kl. 07:37

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir. Mörg ljóðin segja okkur svo margt bara ef við viljum hlusta og sjá.

Dóra mín það verður nóg fyrir ykkur að gera er þið komið í frí, en svo þurfum við líka að spila.

Sigga mín sömuleiðis og kveðjur til ykkar sömuleiðis Doddi minn.

Sigrún mín maður verður að hafa drifkraftinn í lagi annars leiðist manni bara.

Ía mín hann átti það svo sannarlega skilið þessi frábæri maður,
ef þið hittist þá manstu að bera honum kveðju mína.

Byrja að skreyta Gleymmerei mín, kemur þú kannski heim um jólin.

 Heidi mín knús á þig.

Jónína veistu að ég svaf eins og engill í nótt.

Óla mín og Lady Vallý flottastar á suðurnesjum

Ekki ert þú síður kát Solla mín

Helga og Anna Guðný snjóar ekki líka hjá ykkur á Eyrinni

Knús í knús til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.11.2008 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband