Desemberuppbót.

Það er svolítið gaman að hugsa um þetta, Desemberuppbót,
hvað er það og hvernig kom hún til í upphafi?
Er náttúrlega uppbót, en er eiginlega búin að gleyma
því hvort hún er tekin af laununum okkar og vinnuveitandi
borgi á móti, eins og með orlofið eða hvað.
Kannski bara uppbót á launin yfir árið?

Fór bara allt í einu að hugsa þetta er ég borðaði morgunmat
í morgun og þá hversu mikill munur er á desemberuppbót fólks
hér á landi, þetta er náttúrlega viss prósenta af launum, en er
þetta nokkurn tíman minna en 50.000, nema hjá okkur þurfalingum
þessa lands eins og þeir sumir kalla okkur.
Getur einhver svarað því?
Ég fékk nefnilega svona tekjuáætlun frá TR í henni stendur hvað
ég fæ í  uppbót ca 22.000 og þar af borga ég fullan skatt,
flott uppbót eða finnst ykkur ekki?
Ætíð verið hálf undrandi yfir gjafmildi TR, en samt spurt mig að því
hvað þeir hjá því batteríi hefðu í uppbót.

Jæja ekki þíðir að fást um það, maður heldur bara gleðileg jól og
nóg er til af kærleikanum í minni fjölskyldu til að gera það.

Hér er enn þá leiðindaveður og ég held að ég fari bara ekkert út í dag
kannski við bökum smákökur það er svo gaman.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mig minnir að desemberuppbót af fullri vinnu í heilt ár sé 50 þús og minnkar svo eftir starfshlutfalli.

Eigðu góðan dag Milla mín

Huld S. Ringsted, 28.11.2008 kl. 07:42

2 Smámynd: Anna Guðný

Þú reynir bara að opna glugga í  þá átt að bakstursilmurinn berist í Eyjafjörðinn. Hafðu það gott í dagl ljúfan.

Anna Guðný , 28.11.2008 kl. 07:43

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Huld mín mér finnst samt þetta hjá okkur skammarlegt.

Anna Guðný mín mun opna alla glugga, piparkökuilmurinn er sterkur.

Dóra mín sko það er alveg óþarfi að gera mann svona svangan í morgunsárið, góða skemmtun í kvöld og gleymdu ekki að taka myndir af englunum mínum er þær eru komnar í flottu sparikjólana sína.

Kærleik til ykkar allra

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.11.2008 kl. 08:19

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er bara til skammar með þessa desember uppbót hjá TR, en við erum bara þurfalíngar sem ekki þurfum neitt til að lifa af, þannig er það bara, þetta er bara til að þykjast og ekkert annað Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 28.11.2008 kl. 08:57

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er súrt að þurfa að deila hverjum einasta eyri með ríkinu.

Solla Guðjóns, 28.11.2008 kl. 12:19

6 Smámynd: Líney

Knús  í  kotið þitt Milla  mín

Ég þakka   bara fyrir að fá einhverja uppbót í desember  en þú þarft að vera  metin 75% til þess að fá hana,var  með 65% í  nokkur ár og fékk þá  enga  uppbót,enga tekjutryggingu né annað,skil ekki hvernig ég fór að því þá....

Líney, 28.11.2008 kl. 12:26

7 identicon

Desember uppbótin hjá sjúkraliða í fullu starfi er 41.800 en lækkar svo miðað við í hversu mikilli prósentu maður er. Ég held að hún sé hæst hjá VR en er ekki alveg með það hreinu hversu há hún er get komist að því hjá eiginmanninum, það er örugglega hægt að skoða það á netinu með því að fara inn á síðuna þeirra.

Hafðu það gott í dag Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 12:39

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hvernig ætli þetta sé hjá öryrkjum ætli við fá þessa desember uppbót best að hringja TR á eftir.

Góða helgi Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.11.2008 kl. 12:46

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Desemberuppót hjfr er um 41 þús.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.11.2008 kl. 12:54

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit alveg hvað ég fæ var bara að fá umræðu í gang um málið
Desemberuppbótin er á tekjuáætlun sem við fáum fyrir árið og fengum við hana í byrjun þessa árs.

Ég er 75% öryrkin gæti ekki unnið þótt ég gjarnan vildi, finnst bara ekkert gaman að vera svona heima það sem bjargar mér er hvað ég er félags og léttlynd og næ mér í félagsskap.
Knús á ykkur allar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.11.2008 kl. 14:08

11 Smámynd: Líney

Nei það er það versta  hvað maður  einangrast og dettur út úr samfélaginu,er ekki lengur neitt neitt...

Líney, 28.11.2008 kl. 14:09

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli maður fái eitthvað ??

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 14:38

13 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég held að bara þeir sem eru á vinnumarkaði fá þessa uppbót ekki ellilífeyrisþegar atvinnulausir og öryrkjar ,held við fáum ekki knús á þig Milla mín Óla í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 28.11.2008 kl. 15:04

14 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég er að fá um 41 þús. Ég held að hún Óla hafi rétt fyrir sér.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.11.2008 kl. 15:18

15 identicon

Sæl Milla.

Mér hefur aldrei tekist að eyða þessari uppbót frá Tr, það er nefnilega útúr kortinu hvað þetta er Rausnarlegt.   Hreint með ólíkindum.        Kær Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:58

16 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Þú fékkst þó eitthvað ég fæ örugglega ekki neitt.. En það er satt það á ekki að taka skatt af uppbótum, fáránlegt. Þetta ætti knnski að heita styrkur en ekki uppbót.

Ljós til þín ljúfust.

Sigríður B Svavarsdóttir, 28.11.2008 kl. 16:20

17 identicon

Sæl

ég er framhaldsskólakennari og ég fæ 44.100 í persónuuppbót 1. des.

Solla (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 17:23

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin ykkar og eins og ég var að segja þá fæ ég 22.000 af
Því þarf ég að borga skatta.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.11.2008 kl. 18:06

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það sem ég er að ýja að, skammarlega lítið.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.11.2008 kl. 18:54

20 identicon

Ungur maður sem vinnur í álverinu á Reyðarfirði sagði mér að hann fegni 80.000 kr hann er vafvirki að mennt.

Ég held ég sé farin að finna kökuilm

(IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:42

21 identicon

Afsakið,  þetta átti auðvitað að vera rafvirki

(IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:43

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott að vera rafyrki hvað heldur þú þá að þeir hærra settu fái.
kökuilmurinn er ekki frá mér því ég datt svo illa í gær að nú er búið að banna mér að vera með þetta veseneins og ég fari nú mikið eftir því.
Silla Gunna takk fyrir þitt innlit.
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2008 kl. 12:00

23 identicon

ÆÆÆÆ vonandi ekki farið mjög illa í byltunni, varstu að hengja upp jólaseríu  ????  

Kveðja Silla

(IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:30

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Silla mín var bara að labba í rólegheitum inn í stofu er löngu hætt að hengja upp seríur set bara aðventuljós í alla glugga, er reyndar með heilsársseríur svona huggó.
Kveðja til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband